Innlent

Braut fingur þegar hann kastaði sprengju

Slysin gera sjaldan boð á undan sér og stundum eru þau all sérkennileg. Þannig fingurbrotnaði sextán ára drengur í Kópavogi í gær þegar hann datt í sömu mund og hann var að kasta frá sér heimatilbúinni sprengju. Drengurinn var að leik með vini sínum en við nánari eftirgrennslan fann lögreglan umtalsvert magn af sprengjum í fórum félaganna.

Þá fótbrotnaði kona þegar hún datt við Krísuvíkurkirkju í hádeginu í gær en konan er hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni.

Síðdegis gær slasaðist síðan karlmaður á þrítugsaldri við vinnu sína í Sundahöfn þegar hann klemmdist á milli tveggja vörulyftara.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×