Ríkið dæmt skaðabótaskylt vegna galla á útboði 13. apríl 2007 13:28 Ríkið mögulega skaðabótaskylt gagnvart nemendum á Suðurnesjum. MYND/ Teitur J. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt Hópbílaleigunnar til að sækja ríkið um skaðabætur vegna galla á framkvæmdum við útboð á skólaakstri. Mögulegt er að ríkið hafi einnig skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart skólanemendum á Suðurnesjum að mati framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Tilboð Hópbílaleigunnar var um 15 milljón krónum lægra en það tilboð sem var samþykkt. Útboð ríkisins til skólaaksturs á Suðurlandi og Suðurnesjum fór fram í september árið 2005. Þrjú fyrirtæki buðu í aksturinn, Þingvallaleiðir ehf, Hópbílaleigan ehf. og Kynnisferðir ehf. Tilboð Hópbílaleigunnar til aksturs á Suðurnesjum var lægst en næst lægst á Suðurlandi. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins, ákvað hins vegar að taka tilboði Kynnisferða fyrir Suðurnesin þar sem talið var að Hópbílaleigan ehf. hefði hvorki tæknilega né fjárhagslega burði til að sinna þeim verkefnum sem útboðið tók til. Hópbílaleigan vildi ekki sætta sig við þessa niðurstöðu og kærði málið. Fyrst til Kærunefndar útboðsmála og síðan til Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá staðfestingu á skaðabótaskyldu ríkisins. Í dómi Héraðsdóms er réttur Hópbílaleigunnar til skaðabóta úr hendi ríkisins vegna missis hagnaðar viðurkenndur. Var ríkinu ennfremur gert skylt að greiða Hópbílaleigunni 600 þúsund krónur í málskostnað. Benedikt Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hópbílaleigunnar, sagði í samtali við Vísi að næsta skref í málinu væri að reikna út tap fyrirtækisins vegna útboðsins og leggja fram kröfu um skaðabætur. Þá sagði hann dóminn einnig vekja upp spurningar um skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart nemendum á Suðurnesjum sem hafi neyðst til að greiða meira fyrir skólaakstur sökum þess að lægsta tilboðinu var ekki tekið. „Við hyggjumst skoða hversu mikið fjárhagslegt tjón nemendur á Suðurnesjum hafa orðið fyrir vegna þessa máls." Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt Hópbílaleigunnar til að sækja ríkið um skaðabætur vegna galla á framkvæmdum við útboð á skólaakstri. Mögulegt er að ríkið hafi einnig skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart skólanemendum á Suðurnesjum að mati framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Tilboð Hópbílaleigunnar var um 15 milljón krónum lægra en það tilboð sem var samþykkt. Útboð ríkisins til skólaaksturs á Suðurlandi og Suðurnesjum fór fram í september árið 2005. Þrjú fyrirtæki buðu í aksturinn, Þingvallaleiðir ehf, Hópbílaleigan ehf. og Kynnisferðir ehf. Tilboð Hópbílaleigunnar til aksturs á Suðurnesjum var lægst en næst lægst á Suðurlandi. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins, ákvað hins vegar að taka tilboði Kynnisferða fyrir Suðurnesin þar sem talið var að Hópbílaleigan ehf. hefði hvorki tæknilega né fjárhagslega burði til að sinna þeim verkefnum sem útboðið tók til. Hópbílaleigan vildi ekki sætta sig við þessa niðurstöðu og kærði málið. Fyrst til Kærunefndar útboðsmála og síðan til Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá staðfestingu á skaðabótaskyldu ríkisins. Í dómi Héraðsdóms er réttur Hópbílaleigunnar til skaðabóta úr hendi ríkisins vegna missis hagnaðar viðurkenndur. Var ríkinu ennfremur gert skylt að greiða Hópbílaleigunni 600 þúsund krónur í málskostnað. Benedikt Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hópbílaleigunnar, sagði í samtali við Vísi að næsta skref í málinu væri að reikna út tap fyrirtækisins vegna útboðsins og leggja fram kröfu um skaðabætur. Þá sagði hann dóminn einnig vekja upp spurningar um skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart nemendum á Suðurnesjum sem hafi neyðst til að greiða meira fyrir skólaakstur sökum þess að lægsta tilboðinu var ekki tekið. „Við hyggjumst skoða hversu mikið fjárhagslegt tjón nemendur á Suðurnesjum hafa orðið fyrir vegna þessa máls."
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira