Innlent

Ný þjónustumiðstöð fyrir skemmtiferðaskip í Sundahöfn

MYND/GVA

Ný þjónustumiðstöð með aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa verður tekin í notkun í Sundahöfn í júlí í sumar. Eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Ferðamálastofu verður húsið 360 fermetrar.

Þar er gert ráð fyrir lítilli veitingaaðstöðu, aðstöðu fyrir upplýsingabæklinga og fulltrúa frá ferðamálayfirvöldum og almennu rými fyrir gesti.

Með þessu batnar aðstaða fyrir skemmtiferðaskip á Skarfabakka í Sundahöfn til muna en reiknað er með að um það bil 50 skip komi að bakkanum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×