Innlent

Hjörleifur hvetur Ómar til að draga framboð til baka

Hjörleifur Guttormsson, frambjóðandi Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, hvetur Ómar Ragnarsson og félaga til að draga til baka framboð Íslandshreyfingarinnar. Ómar segist hins vegar halda ótrauður áfram og að Íslandshreyfingin sé valkostur fyrir umhverfissinna sem ekki vilja kjósa til vinstri.

Hjörleifur skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann hvetur Ómar og félaga til þess að draga framboð sitt til baka og segir að Íslandshreyfingin sé til þess fallin að tryggja að ríkisstjórnin haldi velli. Þá segir hann að skoðanakannanir bendi til þess að Íslandshreyfingin sé aðallega að höggva skörð í hópinn sem hefur staðið staðfastlega gegn stóriðju.

Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar segir þvert á móti að Íslandshreyfingin geti tryggt að ekki verði hrein stóriðjustjórn mynduð eftir kosningar. Hann segist kannast vel við málflutning Hjörleifs en vísar honum þó alfarið á bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×