Innlent

Greiddu rúman milljarð til umhverfismála

Hús Orkuveitu Reykjavíkur.
Hús Orkuveitu Reykjavíkur. MYND/Róbert R.

Orku- og veitufyrirtæki greiddu samtals um 2,3 milljarða króna til landeiganda og veiðirétthafa á árunum 2001 til 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja.

Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að árunum 2001 til 2006 hafi orku- og veitufyrirtæki greidd yfir 500 milljónir í styrki til annarra aðila vegna rannsókna og vísinda sem meðal annars tengdust umhverfismálum.

Á sama tímabili greiddu fyrirtækin rúman milljarð króna vegna sérstakra verkefna á eigin vegum á sviði umhverfismála, svo sem vegna landbætingar, göngustígagerðar og hreinsunarverkefna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×