Innlent

Gljúfrastofa opnuð í Ásbyrgi á fimmtudag

Gestastofa og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Ásbyrgi, sem nefnd hefur verið Gljúfrastofa, verður opnuð á sumardaginn fyrsta. Stofan, sem er um 550 fermetra að flatarmáli, mun meðal annars hýsa sýningu um náttúru og sögu svæðisins.

Þar verður lögð áhersla á Jökulsá á Fjöllum og þátt hennar í mótun lands og lífs og til þess notuð gagnvirk myndmiðlun. Fram kemur í tilkynningu að undirbúningur að Gljúfrastofu hafi hafist fyrir fjórum árum en hún mun gjörbreyta starfsaðstöðu þjóðgarðsins, bæta þjónustu við gesti og efla fræðslu um svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×