Innlent

Gólfflötur Leifsstöðvar á við átta knattspyrnuvelli

MYND/Teitur

Breytingum og stækkunum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 7 milljarða króna sem staðið hafa yfir undanfarin 4 ár er lokið - í bili alla vega en á morgun fagnar stöðin 20 ára afmæli sínu.

Það er óhætt að segja að flugstöðin hafi tekið stakkaskiptum á þeim tuttugu árum sem hún hefur verið í notkun og að engum órað fyrir þessari auknu umferð. Farþegafjöldi hefur nær þrefaldast á þessum tíma og verður á þessu ári nær 2,2 milljónir.

Í dag eru 12 einkaaðilar í verslun og þjónustu og þrír veitingaaðilar. Árið 1987 var ríkið í öllu nema einn sjálfstæður veitingaaðili. Stækkun stöðvarinnar er eiginlega sagan endalausa og áfram verður haldið við flughlöð og bílastæðahús en mesta breytingin hefur orðið á brottfararsvæðinu. Gólfflötur Leifsstöðvar í dag er á við átta knattspyrnuvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×