Fleiri fréttir Leitað að vistmanni á Sogni Lögreglan á Selfossi hefur kallað út björgunarsveitir til að leita að vistmanni á Sogni. Maðurinn er ekki talinn hættulegur. Hann hljóp til fjalla norðan við vistheimilið upp úr klukkan 16 í dag. Hann er illa búinn, en blautt er og þoka, og lítið skyggni á leitarsvæðinu. Maðurinn 35 ára og grannvaxinn. Hann er klæddur blárri hettupeysu, gallabuxum og hvítum íþróttaskóm. 2.4.2007 18:40 Búið að skipa svokallaða Breiðavíkurnefnd Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Í fyrstu er nefndinni ætlað að kanna starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 til 1980. Meðal þess sem nefndinni er ætlað að skoða er í hvaða mæli börnin, sem vistuð voru á Breiðavík, hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð og leggja fram tillögur til stjórnvalda um frekari viðbrögð. Nefndin hefur til fyrsta janúar, á næsta ári, til að skila inn skýrslu til forsætisráðherra. 2.4.2007 18:37 Árásarpiltarnir ákærðir á næstunni Kæra á hendur piltunum þremur, sem frömdu hrottalega líkamsárás í Garðarstræti á nýársnótt, verður send til ákærusviðs lögreglu á næstunni. Piltarnir, sem allir eru ungir að árum, geta átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. 2.4.2007 18:30 Slæmt að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins Forsætisráðherra telur miður að Hafnfirðingar hafi hafnað stækkun álversins í Straumsvík og segir að hagur bæjarfélagsins og íbúanna verði verri fyrir vikið. Sérfræðingar hjá greiningardeild Glitnis segja að líkur á mjúkri lendingu í efnahagslífinu hafi aukist, vegna niðurstöðu kosninganna. 2.4.2007 18:30 Ísland til fyrirmyndar í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svía hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 18:30 Sigrún Eldjárn hlaut Sögusteininn 2007 Sigrún Eldjárn er fyrsti verðlaunahafi barnabókaverðlaunanna Sögusteins árið 2007. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í dag á alþjóðlegum degi barnabókarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálráðherra afhenti Sigrúnu verðlaunin, en það var einróma álit dómnefndar að hún hlyti verðlaunin að þessu sinni. 2.4.2007 18:07 Kosið um staðsetningu, ekki framtíð álframleiðslu Greiningardeild Kaupþing segir að íbúakosningin í Hafnarfirði um helgina hafi snúist um staðsetningu álvers, en ekki framtíð álframleiðslu hér á landi. Umframorka sem ætluð hafi verið til stærra álvers í Straumsvík geti nýst annars staðar. Þar komi nýtt álver í Helguvík sterklega til greina. 2.4.2007 17:38 Dæmdur fyrir stórkostlegt hirðuleysi Fyrrverandi framkvæmdastjóri einkahlutafélags var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með aðgerðarleysi sínu við að skila inn skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldin var eftir af launum starfsmanna félagsins. 2.4.2007 17:21 Síbrotamaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti en þó ekki lengur en til 18. maí. 2.4.2007 17:05 Alcan dæmt til að greiða starfsmanni bætur vegna slyss Alcan var í dag dæmt til að greiða starfsmanni í álverinu í Straumsvík nærri 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína í einum af kerskálum álversins í maí 2001. 2.4.2007 16:55 Kasparov hunsar bann Putins Samtökin Hitt Rússland ætla að hunsa bann yfirvalda við mótmælagöngu í Moskvu, síðar í þessum mánuði. Oft hefur verið róstusamt í mótmælagöngum samtakanna og lögreglumenn hafa beitt kylfum til þess að leysa þær upp. Formaður samtakanna er skákmeistarinn Garry Kasparov, sem er hatrammur 2.4.2007 16:48 Sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til að greiða 8,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í nafni einkahlutafélags sem maðurinn kom að og fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. 2.4.2007 16:43 Fyrsta áfanga í GSM-væðingu hringvegar lokið Starfsmenn Símans luku um miðjan síðasta mánuð fyrsta áfanga verkefnis sem felst í því að ljúka við að GSM-væða hringvegarins. Þann 16. mars var kveikt á nýjum sendum sem þekja 33,5 km vegakafla. Þau svæði sem um er að ræða eru Streiti, Álftafjörður, Hvalnesskriður, Papafjörður og Almannaskarð á Austurlandi og Vatnsdalur í Húnaþingi. 2.4.2007 16:28 Gáfu fé til kaupa á fíkniefnahundi Kvenfélag Eyrarbakka afhenti í vikunni Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Selfossi, hundrað þúsund krónur til kaupa á fíkniefnahundi en með því vildi kvenfélagið sporna gegn útbreiðslu fíkniefna til barna og ungmenna. 2.4.2007 16:23 Svíar geti lært af Íslendingum í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svíja hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 16:17 Niðurstaða í álverskosningu hljóti að vera umhugsunarverð fyrir fjárfesta Samtök atvinnulífsins segja að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hljóti að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafi í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri hér á landi og segir að það verði að vera ljóst hvernig sveitarfélög hyggist fjalla um mál áður en lagðir eru tugir eða hundruð milljóna í undirbúning verkefna. 2.4.2007 16:02 Nemendur sneru aftur í skólann hálfu ári eftir skotárás Nemendur í amish-bænum Nickel Mines í Pennsylvaníu sneru í dag aftur í skólann, hálfu ári eftir að maður gekk þar berserksgang og drap fimm stúlkur. Flutningabílstjórinn Charles Roberts komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hann gekk inn í skólann í Nickel Mines vopnaður byssu og raðaði tíu stúlkum upp og skaut svo á þær. 2.4.2007 15:51 Trump slapp naumlega við skalla Í Bandaríkjunum er talað um að fólk eigi "slæma hár-daga." Og enginn á fleiri slæma hár-daga en miljarðamæringurinn Donald Trump. Það ríkti því mikil spenna þegar Donald veðjaði á fjölbragðaglímumann, við vin sinn Vince McMahon. Sá sem tapaði átti að láta raka sig sköllóttann, í hringnum, strax eftir glímuna. 2.4.2007 15:47 Forstjóri Lánasýslu ríkisins lætur af störfum Forstjóri Lánasýslu ríkisins, Þórður Jónasson, hefur óskað eftir lausn frá embætti og hefur jafnframt óskað eftir því að lausnin verði veitt hið fyrsta. 2.4.2007 15:13 Hæstiréttur þvær hendur sínar af Gvantanamo Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að hann muni ekki fjalla um hvort fangar í Gvantanamo fangabúðunum hafi rétt til þess að áfrýja fangavist sinni til alríkisdómara. Þrír af níu dómurum skiluðu séráliti og töldu að hæstiréttur ætti að taka málið fyrir. 2.4.2007 15:07 Fundaði með formanni hermálanefndar NATO Valgerður Sverrisdóttur utanríkisráðherra átti í dag fund með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að rætt hafi verið um samskipti Íslands og Atlantshafsbandalagsins og framlög Íslands til aðgerða á vegum þess, einkum í Afganistan. 2.4.2007 15:07 Segir íbúafjölgun með eðilegum hætti í Hafnarfirði Íbúafjölgun fram til 10. mars, þegar kjörskrá vegna atkvæðagreiðslunnar um stækkun álversins í Straumsvík var lokað, var með eðlilegum hætti og í takt við það sem hefur verið mánuðina á undan, segir í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær hefur sent frá sér. 2.4.2007 14:52 Þreyttir á straumi innflytjenda -Sarkozy Nicolas Sarkozy, frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, sagði í dag að Frakkar væru þreyttir á óheftum straumi innflytjenda til landsins. Hann sagði að augljós tengsl væru á milli fjölda innflytjenda og hinnar félagslegu uppreisnar sem orðið hefði í mörgum frönskum borgum. Átök í borgunum hafa aðallega verið milli lögreglu og innflytjenda frá Afríku- og Arabaríkjum. 2.4.2007 14:47 Hafnarfjörður Rejects Aluminium Giant 2.4.2007 14:44 Vilja 15 milljarða króna lán til að takast á við vanda DR Forrráðamenn danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, hafa óskað eftir því við danska þingið að fá ríkisábyrgð fyrir láni upp á um 15 milljarða íslenskra króna sem ætlað er til að takast á við versnandi afkomu stofnunarinnar. 2.4.2007 14:25 Krefjast dauðadóms yfir frænda Saddams Saksóknarar í Írak hafa krafist dauðadóms yfir frænda Saddams Hussein, sem þekktur er undir nafninu Efnavopna-Ali. Ali Hassan al-Majeed og fimm aðrir fyrrverandi ráðamenn í Bath flokknum eru nú fyrir dómi fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Kúrdum á áttunda áratur síðustu aldar. Krafist er dauðadóms yfir þeim öllum. 2.4.2007 14:00 Nærri 600 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa Alls vantar 582 hjúkrunarfræðinga til að leysa úr þeim skorti sem nú er á íslenskum stofnunum samkvæmt nýrri skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kynnt verður síðar í dag. Alls er um að ræða 445 stöðugildi sem ekki eru mönnuð. 2.4.2007 13:38 Hún kann heldur ekki að syngja Þýsk kona hefur rofið 913 ára gamla hefð með því að verða fyrsti kvenkyns gondólaræðari í Feneyjum. Leyfið sem hin 35 ára gamla Alexandra Hai fékk, er þó takmarkað við flutning á farþegum til þriggja hótela í borginni. Ástæðan fyrir takmörkunum er sú að hún féll þrisvar á stýriprófi gondóla síns. 2.4.2007 13:30 Tugþúsundir hafa flúið Mogadishu Fimm daga átakahrina í Mogadisjú í Sómalíu er í rénun en talið er að hundruð manna, bæði uppreisnarmenn og borgarar, hafi fallið í bardögunum. 2.4.2007 13:15 Meiri líkur á mjúkri lendingu eftir álverskosningar Greiningardeild Glitnis segir að meiri líkur séu á tiltölulega mjúkri lendingu hagkerfisins, að vextir taki að lækka fyrir árslok og verðbólga verði í námunda við markmið Seðlabanka á komandi misserum eftir að ljóst varð að Hafnfirðingar hefðu hafnað stækkun álversins í Straumsvík. 2.4.2007 13:09 Frétt um úrtökupróf vegna varaliðs var aprílgabb Vegna fréttar okkar í gær um að úrtökuprófin fyrir nýtt varalið lögreglunnar hefðu farið fram um helgina vill fréttastofan koma því á framfæri að um aprílgabb var að ræða. 2.4.2007 13:00 Mannskætt haglél 2.4.2007 12:57 Hefja tilraunaútflutning á lifandi humri Útflutningur er að hefjast á lifandi humri frá Höfn í Hornafirði til meginlands Evrópu í tilraunaskyni. Humarinn bíður nú brottfarar á humarhótelinu á Höfn. 2.4.2007 12:45 Allir sjóliðarnir sagðir hafa játað Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. 2.4.2007 12:45 Væri nær að biðja stofnendur afsökunar Stofnendur Iceland Express segja að forstjóra Samkeppniseftirlitsins væri fremur sæmandi að biðja þá afsökunar en að reyna að klóra yfir úrræðaleysi stofnunarinnar með ótrúverðugum rökum. 2.4.2007 12:30 Kaffibandalagið sagt búið að vera Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, segir að kaffibandalag Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sé búið að vera. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins samræmist alls ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. 2.4.2007 12:26 Heilu þorpin fóru á kaf Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. 2.4.2007 12:24 Undirbúningur hafinn á strandstað Wilson Muuga Undirbúningur að því að draga Wilson Muuga á flot hófst fyrir alvöru í gær þegar Steinríkur, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti ýmsan búnað um borð í flutningaskipið á strandstað í Hvalsnesfjöru í Sandgerði. 2.4.2007 12:15 Hafnfirðingum fjölgaði með eðlilegum hætti Það er úr lausu lofti gripið að Hafnfirðingum hafi fjölgað um 700 manns fyrir kosningar um stækkun álversins síðastliðinn laugardag. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir fjölgun bæjarbúa hafa verið með eðlilegum hætti undanfarna mánuði. Viðtalið við Lúðvík fylgir fréttinni. 2.4.2007 11:56 Íranar segja jákvæðar breytinga á viðhorfi Breta Ríkisútvarpið í Íran sagði frá því í dag að jákvæðra breytinga hefði orðið vart í viðhorfi Breta til sjóliðadeilunnar og því hefðu írönsk yfirvöld ákveðið að sýna ekki fleiri myndbönd af sjóliðunum 15 sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn. 2.4.2007 11:56 Grunaðir um þjófnaði á suðvesturhorninu Lögreglan á Akranesi handtók í síðustu viku tvo menn en þeir eru grunaðir um aðild að nokkrum þjófnaðarmálum á suðvesturhorninu. Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Akranesi voru mennirnir teknir eftir að hafa stolið fartölvu í verslun BT á Akranesi. 2.4.2007 11:42 Á yfir 100 km hraða í Hvalfjarðargöngum Lögreglan á Akranesi hafði í nógu að snúast í síðustu viku vegna hraðaksturbrota í umdæmi hennar. Alls kærði lögreglan 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunna og var einn þeirra á rúmlega 100 kílómetra hraða í Hvalfjarðargöngum, en þar er hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. 2.4.2007 11:36 Samkeppniseftirlitið blessar samruna SPV og SPH Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Sparisjóðs Vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar en sjóðirnir hafa nú sameinast undir nafninu BYR sparisjóður. 2.4.2007 11:27 Vísindamenn rækta hjartaloku Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára. 2.4.2007 11:06 Veittu manni á númerslausri rútu eftirför Lögregla á Hólmavík þurfti á föstudag að veita manni á rútu eftirför eftir að hann skeytti ekki um stöðvunarmerki. Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum að atvikið hafi átt sér stað um hádegisbil en maðurinn ók þá um Hólmavík á númerslausri rútunni. 2.4.2007 10:51 Sjá næstu 50 fréttir
Leitað að vistmanni á Sogni Lögreglan á Selfossi hefur kallað út björgunarsveitir til að leita að vistmanni á Sogni. Maðurinn er ekki talinn hættulegur. Hann hljóp til fjalla norðan við vistheimilið upp úr klukkan 16 í dag. Hann er illa búinn, en blautt er og þoka, og lítið skyggni á leitarsvæðinu. Maðurinn 35 ára og grannvaxinn. Hann er klæddur blárri hettupeysu, gallabuxum og hvítum íþróttaskóm. 2.4.2007 18:40
Búið að skipa svokallaða Breiðavíkurnefnd Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Í fyrstu er nefndinni ætlað að kanna starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 til 1980. Meðal þess sem nefndinni er ætlað að skoða er í hvaða mæli börnin, sem vistuð voru á Breiðavík, hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð og leggja fram tillögur til stjórnvalda um frekari viðbrögð. Nefndin hefur til fyrsta janúar, á næsta ári, til að skila inn skýrslu til forsætisráðherra. 2.4.2007 18:37
Árásarpiltarnir ákærðir á næstunni Kæra á hendur piltunum þremur, sem frömdu hrottalega líkamsárás í Garðarstræti á nýársnótt, verður send til ákærusviðs lögreglu á næstunni. Piltarnir, sem allir eru ungir að árum, geta átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. 2.4.2007 18:30
Slæmt að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins Forsætisráðherra telur miður að Hafnfirðingar hafi hafnað stækkun álversins í Straumsvík og segir að hagur bæjarfélagsins og íbúanna verði verri fyrir vikið. Sérfræðingar hjá greiningardeild Glitnis segja að líkur á mjúkri lendingu í efnahagslífinu hafi aukist, vegna niðurstöðu kosninganna. 2.4.2007 18:30
Ísland til fyrirmyndar í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svía hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 18:30
Sigrún Eldjárn hlaut Sögusteininn 2007 Sigrún Eldjárn er fyrsti verðlaunahafi barnabókaverðlaunanna Sögusteins árið 2007. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í dag á alþjóðlegum degi barnabókarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálráðherra afhenti Sigrúnu verðlaunin, en það var einróma álit dómnefndar að hún hlyti verðlaunin að þessu sinni. 2.4.2007 18:07
Kosið um staðsetningu, ekki framtíð álframleiðslu Greiningardeild Kaupþing segir að íbúakosningin í Hafnarfirði um helgina hafi snúist um staðsetningu álvers, en ekki framtíð álframleiðslu hér á landi. Umframorka sem ætluð hafi verið til stærra álvers í Straumsvík geti nýst annars staðar. Þar komi nýtt álver í Helguvík sterklega til greina. 2.4.2007 17:38
Dæmdur fyrir stórkostlegt hirðuleysi Fyrrverandi framkvæmdastjóri einkahlutafélags var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með aðgerðarleysi sínu við að skila inn skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldin var eftir af launum starfsmanna félagsins. 2.4.2007 17:21
Síbrotamaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti en þó ekki lengur en til 18. maí. 2.4.2007 17:05
Alcan dæmt til að greiða starfsmanni bætur vegna slyss Alcan var í dag dæmt til að greiða starfsmanni í álverinu í Straumsvík nærri 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína í einum af kerskálum álversins í maí 2001. 2.4.2007 16:55
Kasparov hunsar bann Putins Samtökin Hitt Rússland ætla að hunsa bann yfirvalda við mótmælagöngu í Moskvu, síðar í þessum mánuði. Oft hefur verið róstusamt í mótmælagöngum samtakanna og lögreglumenn hafa beitt kylfum til þess að leysa þær upp. Formaður samtakanna er skákmeistarinn Garry Kasparov, sem er hatrammur 2.4.2007 16:48
Sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til að greiða 8,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í nafni einkahlutafélags sem maðurinn kom að og fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. 2.4.2007 16:43
Fyrsta áfanga í GSM-væðingu hringvegar lokið Starfsmenn Símans luku um miðjan síðasta mánuð fyrsta áfanga verkefnis sem felst í því að ljúka við að GSM-væða hringvegarins. Þann 16. mars var kveikt á nýjum sendum sem þekja 33,5 km vegakafla. Þau svæði sem um er að ræða eru Streiti, Álftafjörður, Hvalnesskriður, Papafjörður og Almannaskarð á Austurlandi og Vatnsdalur í Húnaþingi. 2.4.2007 16:28
Gáfu fé til kaupa á fíkniefnahundi Kvenfélag Eyrarbakka afhenti í vikunni Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Selfossi, hundrað þúsund krónur til kaupa á fíkniefnahundi en með því vildi kvenfélagið sporna gegn útbreiðslu fíkniefna til barna og ungmenna. 2.4.2007 16:23
Svíar geti lært af Íslendingum í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svíja hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 16:17
Niðurstaða í álverskosningu hljóti að vera umhugsunarverð fyrir fjárfesta Samtök atvinnulífsins segja að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hljóti að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafi í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri hér á landi og segir að það verði að vera ljóst hvernig sveitarfélög hyggist fjalla um mál áður en lagðir eru tugir eða hundruð milljóna í undirbúning verkefna. 2.4.2007 16:02
Nemendur sneru aftur í skólann hálfu ári eftir skotárás Nemendur í amish-bænum Nickel Mines í Pennsylvaníu sneru í dag aftur í skólann, hálfu ári eftir að maður gekk þar berserksgang og drap fimm stúlkur. Flutningabílstjórinn Charles Roberts komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hann gekk inn í skólann í Nickel Mines vopnaður byssu og raðaði tíu stúlkum upp og skaut svo á þær. 2.4.2007 15:51
Trump slapp naumlega við skalla Í Bandaríkjunum er talað um að fólk eigi "slæma hár-daga." Og enginn á fleiri slæma hár-daga en miljarðamæringurinn Donald Trump. Það ríkti því mikil spenna þegar Donald veðjaði á fjölbragðaglímumann, við vin sinn Vince McMahon. Sá sem tapaði átti að láta raka sig sköllóttann, í hringnum, strax eftir glímuna. 2.4.2007 15:47
Forstjóri Lánasýslu ríkisins lætur af störfum Forstjóri Lánasýslu ríkisins, Þórður Jónasson, hefur óskað eftir lausn frá embætti og hefur jafnframt óskað eftir því að lausnin verði veitt hið fyrsta. 2.4.2007 15:13
Hæstiréttur þvær hendur sínar af Gvantanamo Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að hann muni ekki fjalla um hvort fangar í Gvantanamo fangabúðunum hafi rétt til þess að áfrýja fangavist sinni til alríkisdómara. Þrír af níu dómurum skiluðu séráliti og töldu að hæstiréttur ætti að taka málið fyrir. 2.4.2007 15:07
Fundaði með formanni hermálanefndar NATO Valgerður Sverrisdóttur utanríkisráðherra átti í dag fund með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að rætt hafi verið um samskipti Íslands og Atlantshafsbandalagsins og framlög Íslands til aðgerða á vegum þess, einkum í Afganistan. 2.4.2007 15:07
Segir íbúafjölgun með eðilegum hætti í Hafnarfirði Íbúafjölgun fram til 10. mars, þegar kjörskrá vegna atkvæðagreiðslunnar um stækkun álversins í Straumsvík var lokað, var með eðlilegum hætti og í takt við það sem hefur verið mánuðina á undan, segir í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær hefur sent frá sér. 2.4.2007 14:52
Þreyttir á straumi innflytjenda -Sarkozy Nicolas Sarkozy, frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, sagði í dag að Frakkar væru þreyttir á óheftum straumi innflytjenda til landsins. Hann sagði að augljós tengsl væru á milli fjölda innflytjenda og hinnar félagslegu uppreisnar sem orðið hefði í mörgum frönskum borgum. Átök í borgunum hafa aðallega verið milli lögreglu og innflytjenda frá Afríku- og Arabaríkjum. 2.4.2007 14:47
Vilja 15 milljarða króna lán til að takast á við vanda DR Forrráðamenn danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, hafa óskað eftir því við danska þingið að fá ríkisábyrgð fyrir láni upp á um 15 milljarða íslenskra króna sem ætlað er til að takast á við versnandi afkomu stofnunarinnar. 2.4.2007 14:25
Krefjast dauðadóms yfir frænda Saddams Saksóknarar í Írak hafa krafist dauðadóms yfir frænda Saddams Hussein, sem þekktur er undir nafninu Efnavopna-Ali. Ali Hassan al-Majeed og fimm aðrir fyrrverandi ráðamenn í Bath flokknum eru nú fyrir dómi fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Kúrdum á áttunda áratur síðustu aldar. Krafist er dauðadóms yfir þeim öllum. 2.4.2007 14:00
Nærri 600 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa Alls vantar 582 hjúkrunarfræðinga til að leysa úr þeim skorti sem nú er á íslenskum stofnunum samkvæmt nýrri skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kynnt verður síðar í dag. Alls er um að ræða 445 stöðugildi sem ekki eru mönnuð. 2.4.2007 13:38
Hún kann heldur ekki að syngja Þýsk kona hefur rofið 913 ára gamla hefð með því að verða fyrsti kvenkyns gondólaræðari í Feneyjum. Leyfið sem hin 35 ára gamla Alexandra Hai fékk, er þó takmarkað við flutning á farþegum til þriggja hótela í borginni. Ástæðan fyrir takmörkunum er sú að hún féll þrisvar á stýriprófi gondóla síns. 2.4.2007 13:30
Tugþúsundir hafa flúið Mogadishu Fimm daga átakahrina í Mogadisjú í Sómalíu er í rénun en talið er að hundruð manna, bæði uppreisnarmenn og borgarar, hafi fallið í bardögunum. 2.4.2007 13:15
Meiri líkur á mjúkri lendingu eftir álverskosningar Greiningardeild Glitnis segir að meiri líkur séu á tiltölulega mjúkri lendingu hagkerfisins, að vextir taki að lækka fyrir árslok og verðbólga verði í námunda við markmið Seðlabanka á komandi misserum eftir að ljóst varð að Hafnfirðingar hefðu hafnað stækkun álversins í Straumsvík. 2.4.2007 13:09
Frétt um úrtökupróf vegna varaliðs var aprílgabb Vegna fréttar okkar í gær um að úrtökuprófin fyrir nýtt varalið lögreglunnar hefðu farið fram um helgina vill fréttastofan koma því á framfæri að um aprílgabb var að ræða. 2.4.2007 13:00
Hefja tilraunaútflutning á lifandi humri Útflutningur er að hefjast á lifandi humri frá Höfn í Hornafirði til meginlands Evrópu í tilraunaskyni. Humarinn bíður nú brottfarar á humarhótelinu á Höfn. 2.4.2007 12:45
Allir sjóliðarnir sagðir hafa játað Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. 2.4.2007 12:45
Væri nær að biðja stofnendur afsökunar Stofnendur Iceland Express segja að forstjóra Samkeppniseftirlitsins væri fremur sæmandi að biðja þá afsökunar en að reyna að klóra yfir úrræðaleysi stofnunarinnar með ótrúverðugum rökum. 2.4.2007 12:30
Kaffibandalagið sagt búið að vera Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, segir að kaffibandalag Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sé búið að vera. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins samræmist alls ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. 2.4.2007 12:26
Heilu þorpin fóru á kaf Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. 2.4.2007 12:24
Undirbúningur hafinn á strandstað Wilson Muuga Undirbúningur að því að draga Wilson Muuga á flot hófst fyrir alvöru í gær þegar Steinríkur, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti ýmsan búnað um borð í flutningaskipið á strandstað í Hvalsnesfjöru í Sandgerði. 2.4.2007 12:15
Hafnfirðingum fjölgaði með eðlilegum hætti Það er úr lausu lofti gripið að Hafnfirðingum hafi fjölgað um 700 manns fyrir kosningar um stækkun álversins síðastliðinn laugardag. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir fjölgun bæjarbúa hafa verið með eðlilegum hætti undanfarna mánuði. Viðtalið við Lúðvík fylgir fréttinni. 2.4.2007 11:56
Íranar segja jákvæðar breytinga á viðhorfi Breta Ríkisútvarpið í Íran sagði frá því í dag að jákvæðra breytinga hefði orðið vart í viðhorfi Breta til sjóliðadeilunnar og því hefðu írönsk yfirvöld ákveðið að sýna ekki fleiri myndbönd af sjóliðunum 15 sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn. 2.4.2007 11:56
Grunaðir um þjófnaði á suðvesturhorninu Lögreglan á Akranesi handtók í síðustu viku tvo menn en þeir eru grunaðir um aðild að nokkrum þjófnaðarmálum á suðvesturhorninu. Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Akranesi voru mennirnir teknir eftir að hafa stolið fartölvu í verslun BT á Akranesi. 2.4.2007 11:42
Á yfir 100 km hraða í Hvalfjarðargöngum Lögreglan á Akranesi hafði í nógu að snúast í síðustu viku vegna hraðaksturbrota í umdæmi hennar. Alls kærði lögreglan 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunna og var einn þeirra á rúmlega 100 kílómetra hraða í Hvalfjarðargöngum, en þar er hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. 2.4.2007 11:36
Samkeppniseftirlitið blessar samruna SPV og SPH Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Sparisjóðs Vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar en sjóðirnir hafa nú sameinast undir nafninu BYR sparisjóður. 2.4.2007 11:27
Vísindamenn rækta hjartaloku Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára. 2.4.2007 11:06
Veittu manni á númerslausri rútu eftirför Lögregla á Hólmavík þurfti á föstudag að veita manni á rútu eftirför eftir að hann skeytti ekki um stöðvunarmerki. Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum að atvikið hafi átt sér stað um hádegisbil en maðurinn ók þá um Hólmavík á númerslausri rútunni. 2.4.2007 10:51