Fleiri fréttir

Berdymukhamedov sigurstranglegastur

Túrkmenar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Hann fær það erfiða verkefni að taka við arfleið hins nýlátna Saparmurat Niyazov, betur þekktur sem Turkmenbashi eða faðir allra Túrkmena.

Ætla að halda úranauðgun áfram

Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun.

Kosið um fóstureyðingar

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt.

Enn ein sjálfmorðsárásin

Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í smábæ nærri Tíkrit í Írak í morgun.

Á 106 kílómetra hraða þar sem 50 kílómetra hraði er leyfður

Ökumaður var tekinn í gærkvöldi á 106 kílómetra hraða á Drottningarbraut við Kaupvangsstræti á Akureyri en þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Mikil hálka var á götum bæjarins og þegar ökumaðurinn var inntur eftir skýringu á háttalagi sínu, sagðist hann hafa ætlað að ná yfir gatnamótin á grænu ljósi.

Bílskúrsbruni á Akranesi

Tilkynnt var um bruna í bílskúr á Akranesi um klukkan hálfníu í gærkvöldi og var bílskúrinn alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega tókst að slökkva eldinn og nærliggjandi hús voru ekki í hættu. Rannsókn er á frumstigi en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni.

Erill hjá lögreglunni í nótt

Mikill erill lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og var töluverð ölvun í borginni. Yfir eitt hundrað tilkynningar bárust lögreglunni meðal annars vegna tveggja líkamsárása.

Grunur um sex fuglaflensutilvik

Grunur leikur á að sex Egyptar hafi smitast af H5N1 banvænum stofn fuglaflensu. Allir hafa þeir farið í rannsókn og er beðið eftir niðurstöðum. Allir einstaklingarnir eru frá þorpi nærri bænum Fayoum og eru á aldrinum þriggja til fertugs.

Ræða Pútín kom á óvart

Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hissa og vonsvikin á ásökunum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í þeirra garð. Pútín gagnrýndi bandarísk stjórnvöld harðlega fyrr í dag fyrir að gera heiminn að mun hættulegri stað með stefnu sinni sem miðaði aðeins drottnun þeirra.

Alþjóðlegt háskólasetur á Keflavíkurflugvelli

Stórir aðilar á sviði fjárfestinga og stórframkvæmda standa saman að því að koma upp alþjóðlegu háskólasetri á Keflavíkurflugvelli. Meðal þess sem á að heilla erlenda námsmenn er sérþekking Íslendinga í nýtingu vistvænnar orku.

Þrír gangast við barni Önnu Nicole Smith

Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess.

Tímaspursmál hvenær ljósabekkir verða bannaðir

Tímaspursmál er talið hvenær öll notkun ljósabekkja á landinu verður bönnuð, segir læknir. Hið opinbera vinnur nú markvisst að því að útrýma ljósabekkjum í húsnæði sveitarfélaga.

Obama í framboð

Barack Obama, öldungadeildarþingmaður, tilkynnti formlega í dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Obama greindi frá ákvörðun sinni á tröppum gamla þinghússins í Springfield í Illinois en þar flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1858.

Sea Sheperd enn við sama heygarðshornið

Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær.

Davíð segir að krónan verði áfram gjaldmiðill Íslendinga

Krónan verður gjaldmiðill Íslendinga næsta áratuginn hið minnsta, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Hann segir tal um að taka upp evru án þess að vera í Evrópusambandinu vera æfingar sem ekki séu boðlegar til að hafa uppi á borðinu.

Skaut föstum skotum að Bandaríkjamönnum.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti sakaði Bandaríkin um valdníðslu, í ræðu sinni á ráðstefnu um öryggismál í Þýskalandi í dag. Við sama tækifæri skoraði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á Írana að sýna samvinnu um kjarnorkumál sín. Innan Bandaríkjahers er undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran sagður langt kominn.

Kannað hvort framleiða eigi snjó í Bláfjöllum

Verið er að skoða möguleika á snjóframleiðslu á skíðasvæði höfuðborgarbúa í Bláfjöllum. Borgarráð ætlar jafnframt að kanna hagkvæmni þess að hafin verði snjóframleiðsla á skíðasvæðinu í Skálafelli. Með því að setja upp snjóframleiðslukerfi væri hægt að fjölga notkunardögum skíðasvæðanna en snjóleysi hefur fækkað opnunardögum.

Nafn mannsins sem lést í Stokkhólmi

Maðurinn, sem lést í eldsvoða í Stokkhólmi aðfaranótt fimmtudagsins, hét Hlynur Heiðberg Konráðsson. Hann var búsettur í Reykjavík og var þrjátíu og þriggja ára að aldri. Hann lætur eftir sig sex ára gamlan son hér á landi og íslenska unnustu sem býr í Danmörku.

Seglhjól á Tjörninni

Fallegt veður hefur verið í höfuðborginni í dag og margir notið þess. Á Tjörninni í Reykjavík nýttu nokkrir sér svellið sem þar er til að æfa sig á svokölluðum seglhjólum.

112 dagurinn á morgun

Á morgun er 112 dagurinn og verður þá fjölbreytt dagskrá um allt land á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum. Í ár er dagurinn helgaður störfum sjálfboðaliða. Á hádegi leggur 112 lestin af stað frá Skógarhlíð en á bilinu 30 til 40 bílar lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita verða í lestinni, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Féll af hestbaki

Flytja þurfti konu á slysadeild eftir að hún féll af hestbaki á Blikastaðarnesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Hjálmur sem konan var með kom í veg fyrir að ekki fór verr en hún fékk heilhristing og áverka á andlit.

Ætla að finna plánetur sem líkjast Jörðinni

Vísindamenn Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) hyggjast finna lífvænlegar plánetur sem líkjast jörðinni. Til þess ætla þeir að nota öflugasta geimsjónauka sem smíðaður hefur verið, Darwin-sjónaukann. Áætlað er að sjónaukanum verði skotið upp árið 2020.

Lögreglumaður stakk af

Ekið var á snjósleða íbúa eins á Seyðisfirði fyrir stuttu þar sem hann stóð fyrir utan hús hans. Á vef Austurgluggans er sagt frá því að eigandi sleðans hafi orðið vitni atvikinu.

Vélarvana bátur kominn til hafnar á Skagaströnd

Afi Aggi EA-399 er kominn til hafnar á Skagaströnd en báturinn varð vélarvana norður af Drangaskörðum í nótt. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Björgunarbáturinn Húnabjörg sótti bátinn og gekk ferðin aftur í land vel.

Tvö ár í að búið verði að stöðva uppreisnir

Sveitir Atlantshafsbandalagsins verða búnar að stöðva uppreisnir skæruliða í Afganistan árið 2009 og stjórn Hamid Karzai, forseta landsins, verður fær um að stjórna landinu sjálf. Þetta sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í dag.

Geir sigraði með miklum yfirburðum

Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu.

Páfagauki stolið af fuglasýningu

Verðmætum páfagauki var stolið af fuglasýningu í Blómaval í Skútuvogi í gær. Fuglinn er Sun Conor fugl og hvarf hann rétt fyrir lokun í búðinni. Fuglinn var laus en þar sem hann er vængstýfður er ljóst að hann hefur ekki komist burt sjálfur.

Verið að draga vélarvana bát til Skagastrandar

Björgunarbáturinn Húnabjörg er á leiðinni til Skagastrandar með vélarvana bát. Báturinn, Afi Aggi EA-399, er frá Dalvík og óskuðu skipverjar eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en þá hafði vél bátsins bilað og sjór komist í vélarrúm.

Enn mótmælt við al-Aqsa moskuna

Palestínumenn og Arabar búsettir í Ísrael héldu í morgun áfram mótmælum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Grjóti var kastað að rútu með ferðamönnum, eldar kveiktir og rúður brotnar.

Obama býður sig fram

Barack Obama öldungardeildarþingmaður mun í dag lýsa því formlega yfir að hann bjóði sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarna 2008.

Sylvía Nótt ekki dauð úr öllum æðum

Sylvía Nótt er ekki dauð úr öllum æðum þótt lítið hafi farið fyrir henni hér á landi eftir þátttöku hennar í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Grikklandi í vor. Hún undirritaði hljómplötusamning í morgun sem sagður er vera stærstur sinnar tegundar á Íslandi.

Einhugur um að koma í veg fyrir kjarnorkuáform Írana

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að alþjóðasamfélagið væri einhuga í að koma í veg fyrir að Írönum takist að koma sér upp kjarnavopnum og varaði þá við undanbrögðum. Undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran er sagður langt kominn innan bandaríska stjórnkerfisins.

Davíð telur ekki víst að Kaupþing skipti yfir í evru

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir ekki endilega líklegt að Kaupþing skipti yfir í evru enda geti það haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir bankann. Fari hins vegar svo óttast Davíð ekki afleiðingarnar, það myndi hugsanlega um skamma hríð skapa tímabundinn trúverðugleikavanda gagnvart krónunni.

Skipverjar Castor Star bíða enn eftir launum

Ekkert þokast í málum skipverja á flutningaskipinu Castor Star sem er við Grundatangahöfn. Fulltrúi útgerðarinnar kom aftur um borð í skipið í morgun en skipverjarnir hafa enn ekki fengið launin sín greidd.

Hraðaakstur undir Hafnarfjalli

Tveir ökumenn voru teknir fyrir hraðaakstur undir Hafnarfjalli í nótt á 112 og 118 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi vill koma þeim skilaboðum á framfæri að mikil hálka er á vegum í umdæmi hennar vegna hlýnunnar undanfarin sólarhring og eru því ökumenn beðnir að gæta ítrustu varúðar nú sem endranær.

Dánarorsökin enn óljós

Krufning á fyrirsætunni Önnu Nicole Smith, sem fannst látin á hóteli í Flórída í fyrrakvöld, leiddi ekki í ljós dánarorsök hennar en lögregla útilokar þó að henni hafi verið ráðinn bani.

Sýkt kjöt fór líklega í verslanir

Breskir embættismenn hafa viðurkennt að líkur séu á að sýkt kjöt af búi í Suffolk þar sem fuglaflensa greindist í síðustu viku hafi ratað í verslanir og verið selt neytendum.

Íslenskukennslu fyrir erlent fiskvinnslufólk

Íslenskukennslu fyrir erlent fiskvinnslufólk á Íslandi verður komið á, en sjávarútvegsráðherra og fulltrúi Fjölmenningarseturs á Ísafirði skrifuðu undir samning þess efnis í gær.

Boða hvalveiðiráðstefnu

Japanar ætla í næstu viku að halda alþjóðlega ráðstefnu um hvalveiðar. Öllum aðildarríkjum Alþjóðahvalveiðiráðsins er boðið til ráðstefnunar en tilgangur hennar er sagður að gera nauðsynlegar endurbætur á ráðinu. Umhverfisverndarsamtök segja hins vegar ljóst að markmiðið sé að þrýsta enn frekar á að hvalveiðar verði heimilaðar á ný.

Varmársamtökin boða til borgarafundar

Varmársamtökin boða til almenns borgarafundar í dag um hina umdeildu Helgafellsbraut í Mosfellsbæ í dag. Fundurinn sem er öllum opinn verður haldinn í Þrúðvangi í Álafosskvos klukkan tvö.

Nýr formaður KSÍ verður kjörinn í dag

Nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands verður kjörinn í dag, en það er í fyrsta sinn í hátt í tvo áratugi sem slíkt gerist. Þrennt hefur boðið sig fram til formennsku, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ, Jafet Ólafsson fyrrverandi forstjóri Verðbréfastofunnar og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður.

Sjá næstu 50 fréttir