Innlent

Geir sigraði með miklum yfirburðum

Geir Þorsteinsson er nýr formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson er nýr formaður KSÍ.

Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu.

Geir hlaut alls 73% atkvæða, Jafet 24,5% en Halla ekki nema 2,5%. Enginn þingfulltrúa skilaði auðu og ekkert atkvæði var ógilt.

Geir Þorsteinsson hefur starfað sem framkvæmdastjóri KSÍ síðustu ár og verið mjög virkur í starfsemi sambandsins frá unga aldri. Hann hafði tilkynnt að hann hygðist láta af starfi framkvæmdastjóra, hvernig sem úrslit kosninganna í dag yrðu.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.