Fleiri fréttir Heimsendir í nánd Stjarneðlisfræðingurinn og hugsuðurinn Stephen Hawking segir jarðarbúum stafa meiri ógn af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum og hvetur til stríðs gegn þeim. Mínútuvísir dómsdagsklukkunnar svokölluðu var færður fram um tvær mínútur í dag og lét Hawking þessi ummæli falla við það tækifæri. 17.1.2007 19:30 Guðmundur í Byrginu ætlar að kæra nauðgun Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, segist ætla að kæra stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf hefur kært hann fyrir nauðgun. Þetta sagði hann í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Myndband hefur gengið manna á millum á netinu í dag þar sem Guðmundur sést í BDSM kynlífsleikjum með stúlkunni. 17.1.2007 19:27 Legígræðsla undirbúin Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. 17.1.2007 19:15 Aukið öryggi fyrir aldraða Skynjari sem gerir öryggismiðstöð viðvart ef hann nemur ekki hreyfingu í ákveðið langan tíma var kynntur í dag. Skynjarinn er til þess fallinn að auka öryggi aldraðra sem búa heima. 17.1.2007 19:00 Fráleitt að benda á Ríkisendurskoðun Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fráleitt að vísa ábyrgð á eftirlitsleysi með fjárreiðum Byrgisins á Ríkisendurskoðun. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi er kallaður fyrir Fjárlaganefnd á morgun til að ræða eftirlit með framlögum og styrkjum til félagasamtaka. Ríkisendurskoðandi fékk ekki í hendur fimm ára gamla trúnaðarskýrslu um fjárreiður Byrgisins. 17.1.2007 18:46 Útlendingar kærkomin kæling Það dró úr launaskriði í byggingariðnaði og verslun á síðasta ári, líklega vegna tilkomu útlendinga á íslenskan vinnumarkað, segir hagfræðingur hjá Greiningardeild Kaupþings. Hún segir útlendingana hafa slegið á verðbólgu og verið kærkomna kælingu fyrir atvinnulífið. 17.1.2007 18:45 Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. 17.1.2007 18:45 Stafræn útsending á Vestfjörðum Stutt er í að allir íbúar Vestfjarða geti horft á stafrænar útsendingar Stöðvar 2 og annarra sjónvarpsstöðva. 17.1.2007 18:45 Stjórnarandstaðan segir herlög í þinginu Þingmenn stjórnarandstöðu saka forseta þingsins um að virða vilja þingmanna og þingsköp að vettugi til að knýja frumvarp um Ríkisútvarpið í gegn um þingið og segja herlög gilda í þinginu. Formaður Menntamálanefndar segir þá hinsvegar stunda grímulaust málþóf. 17.1.2007 18:41 Kristinn H. Gunnarsson vill ekki þriðja sætið Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að þiggja þriðja sætið í Norðvesturkjördæmi en þar hafnaði hann í forvali flokksins. 17.1.2007 18:38 Átök í Aþenu Grískir víkingasveitarmenn börðust við mótmælendur í Aþenu í dag og hékk reykjarmökkur yfir miðbænum í eftirmiðdaginn. Mótmælendurnir fleygðu bensínsprengjum að lögreglumönnum, sem svöruðu með táragasi. Eldur læsti sig í fjóra bíla og eina verslun út frá sprengjunum. 17.1.2007 18:38 Margrét útilokar ekki formannsframboð Margrét Sverrisdóttir útilokar ekki framboð til formennsku Frjálslynda flokksins. Margrét lýsti yfir framboði til varaformanns í gærkvöldi, en eftir að formaðurinn, Guðjón Arnar Kristjánsson lýsti yfir eindregnum stuðningi við sitjandi varaformann skipuðust veður í lofti. 17.1.2007 18:36 Stela verkfærum til að selja eða flytja úr landi Verkfærum fyrir á þriðju milljón króna var stolið nýlega úr tveimur nýbyggingum hjá byggingaverktaka. Starfsmaður hjá fyrirtækinu segir menn fara á milli verktaka til að selja notuð, stolin verkfæri. 17.1.2007 18:15 Innbrot í Keflavík og ölvun á flugvellinum Brotist var inn í íbúðarhús í Keflavík í morgun og höfðu þjófarnir á brott með sér ýmsa muni. Síðar í dag voru menn handteknir í Reykjavík sem höfðu undir höndum hluta af þýfinu. Þjófarnir unnu spjöll á húsi og eignum í innbrotinu. Þá fékk maður sem kom ofurölvi til landsins í flugvél að sofa úr sér í fangageymslu í Keflavík. 17.1.2007 18:15 Stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki á landinu verður til Slagnum um ferðamennina er lokið við Reykjavíkurhöfn. Hvalaskoðunarfyrirtækin tvö sem hafa verið starfrækt við Ægisgarð undanfarin ár hafa verið sameinuð. Nýja hvalaskoðunarfyrirtækið verður það stærsta á landinu þar sem samanlagður farþegafjöldi fyrirtækjanna var um 50 þúsund á síðasta ári. 17.1.2007 17:36 21 umferðaróhapp í dag 21 árekstur hefur orðið í höfuðborginni í dag, þó enginn harður. Flestir urðu vegna hálku í íbúðarhverfum. Engin slys hafa orðið á fólki. 17.1.2007 17:22 Valinn einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögmönnum í Bretlandi Breska vikuritið The Lawyer hefur valið Guðmund J. Oddsson, forstöðumann lögfræðiskrifstofu Logos í Lundúnum, einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögfræðingunum í Bretlandi. 17.1.2007 17:16 Krafist afsagnar Olmerts og Peretz Háværar kröfur eru nú meðal stjórnarandstæðinga í Ísrael um að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, og Amir Peretz varnarmálaráðherra segi af sér eftir að yfirmaður Ísraelshers, Dan Halutz tilkynnti um afsögn sína vegna mistaka sem gerð hefðu verið í stíðinu gegn Hizbollah-samtökunum í Líbanon í sumar. 17.1.2007 17:06 Eldur í bílskúr í Breiðholti Eldur kviknaði í bílskúr í Breiðholti síðdegis í gær en þar var 18 ára piltur að setja bensín á fjórhjól um leið og hann reykti sígarettu. Að sögn lögreglu fór eitthvað af eldsneytinu á gólfið og þegar á það féll glóð úr sígarettunni kviknaði eldur. 17.1.2007 16:45 Þykjast ekki vera opinber vefsíða Fyrirtækið USAFIS sem birti auglýsingu á Vísi segist ekki vera að svindla á fólki. Auglýsingin var hlekkur á heimasíðuna usafis.org. Þar er fólki boðið að sækja um Græna kortið til Bandaríkjanna. 17.1.2007 16:30 Halldór Björn nýr forstöðumaður Listasafns Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað dr. Halldór Björn Runólfsson í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2007 næstkomandi. 17.1.2007 16:28 Meirihluti dagforeldra ætlar að lækka gjaldskrá 84 prósent dagforeldra í Reykjavík ætla að lækka gjaldskrá sína í kjölfar aukinna niðurgreiðslna frá borginni. Þetta kemur fram í könnun sem þjónustumiðstöðvar í Reykjavík gerðu meðal dagforeldra í janúarbyrjun og kynnt var í leikskólaráði Reykjavíkurborgar í dag. 17.1.2007 16:15 Samgönguverðlaun veitt í vor Samgönguráðherra hefur komið á fót sérstökum samgönguverðlaunum sem ætlunin er að veita árlega einstaklingi, samtökum eða stofnun sem þykir hafa lagt fram verðmætan skerf á einhverju sviði samgöngumála. Um er að ræða peningaverðlaun auk verðlaunagrips. 17.1.2007 16:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítuga konu í fögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Þrír karlmenn voru jafnframt dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir smyglið. Fólkið smyglaði inn tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem fundust við tollleit á Keflavíkurflugvelli í ágúst á síðasta ári. 17.1.2007 15:54 Kristinn tekur ekki sæti á lista Framsóknarflokksins Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins við næstu Alþingiskosningar. Fréttavefur Bæjarins besta segir að Kristinn hafi tilkynnt formanni kjördæmasambands Framsóknarflokksins í kjördæminu um ákvörðun sína í dag. 17.1.2007 15:47 Margrét íhugar að bjóða sig fram til formanns í stað varaformanns Margrét Sverrisdóttir íhugar nú að draga framboð sitt til varaformanns Frjálslynda flokksins til baka og bjóða sig fram til formanns í staðinn. Þetta gerir hún vegna afdráttarlauss stuðnings Guðjóns Arnar Kristjánsssonar, formanns flokksins, við Magnús Þór Hafsteinsson, núverandi varaformann flokksins. 17.1.2007 15:41 Mannskæð árás í Sadr-hverfinu í Bagdad Sautján eru sagðir látnir og yfir þrjátíu slasaðir eftir að sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp á markaði Sadr-hverfi sjía í Bagdad í dag. Er þetta önnur mannskæða árásin í dag en um tíu manns létust og yfir 40 særðust í sams konar árás við lögreglustöð í Kirkuk í Norður-Írak í morgun. 17.1.2007 15:25 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að geta ekki borgað fyrir mat Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað og neytt veitinga að upphæð ríflega 10 þúsund krónur á veitingastað í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. 17.1.2007 15:15 Gengið frá lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi ganga frá lista sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á sunnudaginn kemur. Prófkjör flokksins í kjördæminu fór fram í nóvember síðastliðnum. Þeir sem urðu í sex efstu sætunum þar fengu allir bindandi kosningu nema Kjartan Ólafsson. 17.1.2007 14:57 Fuglaflensa greinist í ungri konu í Egyptalandi Nýtt tilvik fuglaflensu hefur greinst í manneskju í Egyptalandi en um er að ræða 27 ára gamla konu sem býr í héraði suður af höfuðborginni Kaíró. 17.1.2007 14:45 Flugstöð á Tenerife rýmd vegna elds Flugstöðin á sunnanverðri Tenerife-eyju var rýmd í dag vegna elds sem upp kom í loftræstikerfi. Reykur barst fljótt um alla stöðina og þurftu þrjú þúsund manns að yfirgefa hana. 17.1.2007 14:44 Síldarviðræður standa enn yfir Viðræður standa enn yfir í Osló milli íslenskra og norskra stjórnvalda um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir engan niðurstöðu komna en meðan menn séu að ræðast við séu möguleiki á að ná saman. 17.1.2007 14:30 Litlar breytingar á stjórn úrvinnslusjóðs Umhverfisráðherra hefur skipað í stjórn Úrvinnslusjóðs til næstu fjögurra ára. Fyrir henni fer Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur en auk hans sitja Guðfinnur G. Johnsen, Bryndís Skúladóttir, Sigurður Jónsson og Sigurður Óli Kolbeinsson í stjórninni. 17.1.2007 14:25 Páfagaukur flúði frostið inn á veitingahús Viðskiptavinur á veitingahúsinu Tívolí í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir nokkuð óvenjulegri reynslu í dag. Þegar hann var að ganga inn um dyr veitingastaðarins settist páfagaukur á öxl hans. Fuglinn er hinn sprækasti þrátt fyrir að hafa verið flögrandi um í frostinu. 17.1.2007 14:05 Stjórnarandstaðan undrast orð Sólveigar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu í dag yfir undrun sinni yfir orðum Sólveigar Pétursdóttur, forseta þingsins, í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag. Þar sagðist Sólveig vilja breyta þingsköpum á þann hátt að takmarkanir yrðu settar á ræðutíma alþingismanna.. 17.1.2007 13:43 Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsstungu við Select Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. 17.1.2007 13:40 Grunaður um fjölda innbrota og þjófnaði Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um innbrot og þjófnaði. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa brotist inn á hárgreiðslustofu í Hlíðarsmára og stolið sjóðsvél. Maðurinn hefur játað brot sín. 17.1.2007 13:30 Ísrael: Yfirmaður hersins hættur Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon í fyrrasumar. Þrýst hefur verið á afsögn hans allt frá því átökum lauk. 17.1.2007 13:30 ESB: Áhersla á stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. 17.1.2007 13:00 Ríkisendurskoðandi fékk ekki trúnaðarskýrslu um Byrgið Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi er kallaður fyrir fjárlaganefnd Alþingis á morgun til að ræða eftirlit með framlögum og styrkjum til aðila utan velferðarkerfisins. Ríkisendurskoðandi fékk ekki í hendur trúnaðarskýrslu um fjárreiður Byrgisins sem gerð var af fulltrúum þriggja ráðuneyta. 17.1.2007 13:00 10 létust og 42 særðust 10 manns létust og 42 særðust í Kirkuk í Írak morgun þegar sjálfsmorðssprengjumaður klessti bifreið sinni, sem var hlaðin sprengiefnum, á lögreglustöð. Þetta kom fram í yfirlýsingum frá sjúkrahúsum og lögreglu á svæðinu. Vitni sögðu að hús í nágrenninu hefðu hrunið og að margir væru enn fastir í rústunum. 17.1.2007 12:45 Tíu teknir fyrir hraðaakstur í vetrarfærðinni Tíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í vetrarfærðinni í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Langflestir mældust á yfir eitt hundrað kílómetra hraða. 17.1.2007 12:45 Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. 17.1.2007 12:30 Vill takmarka ræðutíma alþingismanna Forseti Alþingis vill að takmarkanir verði settar á ræðutíma alþingismanna. Sólveig Pétursdóttir segir að ótakmarkaður ræðutími þekkist almennt ekki í þjóðþingum nágrannalanda. 17.1.2007 12:30 Guðjón styður Magnús Þór Formaður Frjálslynda flokksins lýsir yfir stuðningi við sitjandi varaformann, Magnús Þór Hafsteinsson. Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, bauð sig fram til varaformanns í gærkvöldi. 17.1.2007 12:15 Sjá næstu 50 fréttir
Heimsendir í nánd Stjarneðlisfræðingurinn og hugsuðurinn Stephen Hawking segir jarðarbúum stafa meiri ógn af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum og hvetur til stríðs gegn þeim. Mínútuvísir dómsdagsklukkunnar svokölluðu var færður fram um tvær mínútur í dag og lét Hawking þessi ummæli falla við það tækifæri. 17.1.2007 19:30
Guðmundur í Byrginu ætlar að kæra nauðgun Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, segist ætla að kæra stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf hefur kært hann fyrir nauðgun. Þetta sagði hann í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Myndband hefur gengið manna á millum á netinu í dag þar sem Guðmundur sést í BDSM kynlífsleikjum með stúlkunni. 17.1.2007 19:27
Legígræðsla undirbúin Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. 17.1.2007 19:15
Aukið öryggi fyrir aldraða Skynjari sem gerir öryggismiðstöð viðvart ef hann nemur ekki hreyfingu í ákveðið langan tíma var kynntur í dag. Skynjarinn er til þess fallinn að auka öryggi aldraðra sem búa heima. 17.1.2007 19:00
Fráleitt að benda á Ríkisendurskoðun Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fráleitt að vísa ábyrgð á eftirlitsleysi með fjárreiðum Byrgisins á Ríkisendurskoðun. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi er kallaður fyrir Fjárlaganefnd á morgun til að ræða eftirlit með framlögum og styrkjum til félagasamtaka. Ríkisendurskoðandi fékk ekki í hendur fimm ára gamla trúnaðarskýrslu um fjárreiður Byrgisins. 17.1.2007 18:46
Útlendingar kærkomin kæling Það dró úr launaskriði í byggingariðnaði og verslun á síðasta ári, líklega vegna tilkomu útlendinga á íslenskan vinnumarkað, segir hagfræðingur hjá Greiningardeild Kaupþings. Hún segir útlendingana hafa slegið á verðbólgu og verið kærkomna kælingu fyrir atvinnulífið. 17.1.2007 18:45
Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. 17.1.2007 18:45
Stafræn útsending á Vestfjörðum Stutt er í að allir íbúar Vestfjarða geti horft á stafrænar útsendingar Stöðvar 2 og annarra sjónvarpsstöðva. 17.1.2007 18:45
Stjórnarandstaðan segir herlög í þinginu Þingmenn stjórnarandstöðu saka forseta þingsins um að virða vilja þingmanna og þingsköp að vettugi til að knýja frumvarp um Ríkisútvarpið í gegn um þingið og segja herlög gilda í þinginu. Formaður Menntamálanefndar segir þá hinsvegar stunda grímulaust málþóf. 17.1.2007 18:41
Kristinn H. Gunnarsson vill ekki þriðja sætið Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að þiggja þriðja sætið í Norðvesturkjördæmi en þar hafnaði hann í forvali flokksins. 17.1.2007 18:38
Átök í Aþenu Grískir víkingasveitarmenn börðust við mótmælendur í Aþenu í dag og hékk reykjarmökkur yfir miðbænum í eftirmiðdaginn. Mótmælendurnir fleygðu bensínsprengjum að lögreglumönnum, sem svöruðu með táragasi. Eldur læsti sig í fjóra bíla og eina verslun út frá sprengjunum. 17.1.2007 18:38
Margrét útilokar ekki formannsframboð Margrét Sverrisdóttir útilokar ekki framboð til formennsku Frjálslynda flokksins. Margrét lýsti yfir framboði til varaformanns í gærkvöldi, en eftir að formaðurinn, Guðjón Arnar Kristjánsson lýsti yfir eindregnum stuðningi við sitjandi varaformann skipuðust veður í lofti. 17.1.2007 18:36
Stela verkfærum til að selja eða flytja úr landi Verkfærum fyrir á þriðju milljón króna var stolið nýlega úr tveimur nýbyggingum hjá byggingaverktaka. Starfsmaður hjá fyrirtækinu segir menn fara á milli verktaka til að selja notuð, stolin verkfæri. 17.1.2007 18:15
Innbrot í Keflavík og ölvun á flugvellinum Brotist var inn í íbúðarhús í Keflavík í morgun og höfðu þjófarnir á brott með sér ýmsa muni. Síðar í dag voru menn handteknir í Reykjavík sem höfðu undir höndum hluta af þýfinu. Þjófarnir unnu spjöll á húsi og eignum í innbrotinu. Þá fékk maður sem kom ofurölvi til landsins í flugvél að sofa úr sér í fangageymslu í Keflavík. 17.1.2007 18:15
Stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki á landinu verður til Slagnum um ferðamennina er lokið við Reykjavíkurhöfn. Hvalaskoðunarfyrirtækin tvö sem hafa verið starfrækt við Ægisgarð undanfarin ár hafa verið sameinuð. Nýja hvalaskoðunarfyrirtækið verður það stærsta á landinu þar sem samanlagður farþegafjöldi fyrirtækjanna var um 50 þúsund á síðasta ári. 17.1.2007 17:36
21 umferðaróhapp í dag 21 árekstur hefur orðið í höfuðborginni í dag, þó enginn harður. Flestir urðu vegna hálku í íbúðarhverfum. Engin slys hafa orðið á fólki. 17.1.2007 17:22
Valinn einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögmönnum í Bretlandi Breska vikuritið The Lawyer hefur valið Guðmund J. Oddsson, forstöðumann lögfræðiskrifstofu Logos í Lundúnum, einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögfræðingunum í Bretlandi. 17.1.2007 17:16
Krafist afsagnar Olmerts og Peretz Háværar kröfur eru nú meðal stjórnarandstæðinga í Ísrael um að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, og Amir Peretz varnarmálaráðherra segi af sér eftir að yfirmaður Ísraelshers, Dan Halutz tilkynnti um afsögn sína vegna mistaka sem gerð hefðu verið í stíðinu gegn Hizbollah-samtökunum í Líbanon í sumar. 17.1.2007 17:06
Eldur í bílskúr í Breiðholti Eldur kviknaði í bílskúr í Breiðholti síðdegis í gær en þar var 18 ára piltur að setja bensín á fjórhjól um leið og hann reykti sígarettu. Að sögn lögreglu fór eitthvað af eldsneytinu á gólfið og þegar á það féll glóð úr sígarettunni kviknaði eldur. 17.1.2007 16:45
Þykjast ekki vera opinber vefsíða Fyrirtækið USAFIS sem birti auglýsingu á Vísi segist ekki vera að svindla á fólki. Auglýsingin var hlekkur á heimasíðuna usafis.org. Þar er fólki boðið að sækja um Græna kortið til Bandaríkjanna. 17.1.2007 16:30
Halldór Björn nýr forstöðumaður Listasafns Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað dr. Halldór Björn Runólfsson í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2007 næstkomandi. 17.1.2007 16:28
Meirihluti dagforeldra ætlar að lækka gjaldskrá 84 prósent dagforeldra í Reykjavík ætla að lækka gjaldskrá sína í kjölfar aukinna niðurgreiðslna frá borginni. Þetta kemur fram í könnun sem þjónustumiðstöðvar í Reykjavík gerðu meðal dagforeldra í janúarbyrjun og kynnt var í leikskólaráði Reykjavíkurborgar í dag. 17.1.2007 16:15
Samgönguverðlaun veitt í vor Samgönguráðherra hefur komið á fót sérstökum samgönguverðlaunum sem ætlunin er að veita árlega einstaklingi, samtökum eða stofnun sem þykir hafa lagt fram verðmætan skerf á einhverju sviði samgöngumála. Um er að ræða peningaverðlaun auk verðlaunagrips. 17.1.2007 16:08
Fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítuga konu í fögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Þrír karlmenn voru jafnframt dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir smyglið. Fólkið smyglaði inn tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem fundust við tollleit á Keflavíkurflugvelli í ágúst á síðasta ári. 17.1.2007 15:54
Kristinn tekur ekki sæti á lista Framsóknarflokksins Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins við næstu Alþingiskosningar. Fréttavefur Bæjarins besta segir að Kristinn hafi tilkynnt formanni kjördæmasambands Framsóknarflokksins í kjördæminu um ákvörðun sína í dag. 17.1.2007 15:47
Margrét íhugar að bjóða sig fram til formanns í stað varaformanns Margrét Sverrisdóttir íhugar nú að draga framboð sitt til varaformanns Frjálslynda flokksins til baka og bjóða sig fram til formanns í staðinn. Þetta gerir hún vegna afdráttarlauss stuðnings Guðjóns Arnar Kristjánsssonar, formanns flokksins, við Magnús Þór Hafsteinsson, núverandi varaformann flokksins. 17.1.2007 15:41
Mannskæð árás í Sadr-hverfinu í Bagdad Sautján eru sagðir látnir og yfir þrjátíu slasaðir eftir að sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp á markaði Sadr-hverfi sjía í Bagdad í dag. Er þetta önnur mannskæða árásin í dag en um tíu manns létust og yfir 40 særðust í sams konar árás við lögreglustöð í Kirkuk í Norður-Írak í morgun. 17.1.2007 15:25
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að geta ekki borgað fyrir mat Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað og neytt veitinga að upphæð ríflega 10 þúsund krónur á veitingastað í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. 17.1.2007 15:15
Gengið frá lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi ganga frá lista sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á sunnudaginn kemur. Prófkjör flokksins í kjördæminu fór fram í nóvember síðastliðnum. Þeir sem urðu í sex efstu sætunum þar fengu allir bindandi kosningu nema Kjartan Ólafsson. 17.1.2007 14:57
Fuglaflensa greinist í ungri konu í Egyptalandi Nýtt tilvik fuglaflensu hefur greinst í manneskju í Egyptalandi en um er að ræða 27 ára gamla konu sem býr í héraði suður af höfuðborginni Kaíró. 17.1.2007 14:45
Flugstöð á Tenerife rýmd vegna elds Flugstöðin á sunnanverðri Tenerife-eyju var rýmd í dag vegna elds sem upp kom í loftræstikerfi. Reykur barst fljótt um alla stöðina og þurftu þrjú þúsund manns að yfirgefa hana. 17.1.2007 14:44
Síldarviðræður standa enn yfir Viðræður standa enn yfir í Osló milli íslenskra og norskra stjórnvalda um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir engan niðurstöðu komna en meðan menn séu að ræðast við séu möguleiki á að ná saman. 17.1.2007 14:30
Litlar breytingar á stjórn úrvinnslusjóðs Umhverfisráðherra hefur skipað í stjórn Úrvinnslusjóðs til næstu fjögurra ára. Fyrir henni fer Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur en auk hans sitja Guðfinnur G. Johnsen, Bryndís Skúladóttir, Sigurður Jónsson og Sigurður Óli Kolbeinsson í stjórninni. 17.1.2007 14:25
Páfagaukur flúði frostið inn á veitingahús Viðskiptavinur á veitingahúsinu Tívolí í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir nokkuð óvenjulegri reynslu í dag. Þegar hann var að ganga inn um dyr veitingastaðarins settist páfagaukur á öxl hans. Fuglinn er hinn sprækasti þrátt fyrir að hafa verið flögrandi um í frostinu. 17.1.2007 14:05
Stjórnarandstaðan undrast orð Sólveigar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu í dag yfir undrun sinni yfir orðum Sólveigar Pétursdóttur, forseta þingsins, í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag. Þar sagðist Sólveig vilja breyta þingsköpum á þann hátt að takmarkanir yrðu settar á ræðutíma alþingismanna.. 17.1.2007 13:43
Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsstungu við Select Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. 17.1.2007 13:40
Grunaður um fjölda innbrota og þjófnaði Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um innbrot og þjófnaði. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa brotist inn á hárgreiðslustofu í Hlíðarsmára og stolið sjóðsvél. Maðurinn hefur játað brot sín. 17.1.2007 13:30
Ísrael: Yfirmaður hersins hættur Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon í fyrrasumar. Þrýst hefur verið á afsögn hans allt frá því átökum lauk. 17.1.2007 13:30
ESB: Áhersla á stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. 17.1.2007 13:00
Ríkisendurskoðandi fékk ekki trúnaðarskýrslu um Byrgið Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi er kallaður fyrir fjárlaganefnd Alþingis á morgun til að ræða eftirlit með framlögum og styrkjum til aðila utan velferðarkerfisins. Ríkisendurskoðandi fékk ekki í hendur trúnaðarskýrslu um fjárreiður Byrgisins sem gerð var af fulltrúum þriggja ráðuneyta. 17.1.2007 13:00
10 létust og 42 særðust 10 manns létust og 42 særðust í Kirkuk í Írak morgun þegar sjálfsmorðssprengjumaður klessti bifreið sinni, sem var hlaðin sprengiefnum, á lögreglustöð. Þetta kom fram í yfirlýsingum frá sjúkrahúsum og lögreglu á svæðinu. Vitni sögðu að hús í nágrenninu hefðu hrunið og að margir væru enn fastir í rústunum. 17.1.2007 12:45
Tíu teknir fyrir hraðaakstur í vetrarfærðinni Tíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í vetrarfærðinni í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Langflestir mældust á yfir eitt hundrað kílómetra hraða. 17.1.2007 12:45
Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. 17.1.2007 12:30
Vill takmarka ræðutíma alþingismanna Forseti Alþingis vill að takmarkanir verði settar á ræðutíma alþingismanna. Sólveig Pétursdóttir segir að ótakmarkaður ræðutími þekkist almennt ekki í þjóðþingum nágrannalanda. 17.1.2007 12:30
Guðjón styður Magnús Þór Formaður Frjálslynda flokksins lýsir yfir stuðningi við sitjandi varaformann, Magnús Þór Hafsteinsson. Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, bauð sig fram til varaformanns í gærkvöldi. 17.1.2007 12:15