Stjórnarandstaðan undrast orð Sólveigar 17. janúar 2007 13:43 MYND/FG Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu í dag yfir undrun sinni yfir orðum Sólveigar Pétursdóttur, forseta þingsins, í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag. Þar sagðist Sólveig vilja breyta þingsköpum á þann hátt að takmarkanir yrðu settar á ræðutíma alþingismanna. Slíkt væri gert í nágrannaríkjunum.Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu á að þeir væru reiðubúnir til að taka þingsköpin til athugunar og þá í heild sinni, meðal annars til að auka ráðherraábyrgð og hlut rannsóknarnefnda á þingi.Sakaði Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta þingsins um að taka þingsköpin úr sambandi með því að ryðja öllum öðrum þingmálum en frumvarpi um hlutafélagavæðingu RÚV í burtu.Í umræðum um fundarstjórn forseta kvörtuðu stjórnarandstöðuþingmenn undan því að Sólveig væri ekki viðstödd umræðuna en fram kom í máli Rannveigar Guðmundsdóttur, starfandi forseta, að Sólveig væri að störfum utan þinghúss.Í umræðunum um ræðutíma þingmanna benti Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á að um væri að ræða eina tækið sem stjórnarandstaðan hefði í ræðustól ef hún teldi gengið á rétt sinn. Samfylkingin væri þó tilbúin að skoða þingsköpin en þá í heild. Undir það tók flokksbróðir hennar, Lúðvík Bergvinsson, og sagði að tryggja yrði að þingið yrði afl í þrískiptingu ríkisvaldsins en ekki verkfæri í höndum ríkisstjórnarinnar.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Samfylkingarþingmönnum að vert væri að endurskoða þingsköpin en þá yrði að skoða málið heildstætt en ekki með það í huga að veikja stöðu stjórnarandstöðunnar.Þriðja umræða um RÚV-frumvarpið hófst skömmu fyrir hádegi en hlé var gert á henni í hálftíma vegna matarhlés þingmanna. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu í dag yfir undrun sinni yfir orðum Sólveigar Pétursdóttur, forseta þingsins, í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag. Þar sagðist Sólveig vilja breyta þingsköpum á þann hátt að takmarkanir yrðu settar á ræðutíma alþingismanna. Slíkt væri gert í nágrannaríkjunum.Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu á að þeir væru reiðubúnir til að taka þingsköpin til athugunar og þá í heild sinni, meðal annars til að auka ráðherraábyrgð og hlut rannsóknarnefnda á þingi.Sakaði Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta þingsins um að taka þingsköpin úr sambandi með því að ryðja öllum öðrum þingmálum en frumvarpi um hlutafélagavæðingu RÚV í burtu.Í umræðum um fundarstjórn forseta kvörtuðu stjórnarandstöðuþingmenn undan því að Sólveig væri ekki viðstödd umræðuna en fram kom í máli Rannveigar Guðmundsdóttur, starfandi forseta, að Sólveig væri að störfum utan þinghúss.Í umræðunum um ræðutíma þingmanna benti Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á að um væri að ræða eina tækið sem stjórnarandstaðan hefði í ræðustól ef hún teldi gengið á rétt sinn. Samfylkingin væri þó tilbúin að skoða þingsköpin en þá í heild. Undir það tók flokksbróðir hennar, Lúðvík Bergvinsson, og sagði að tryggja yrði að þingið yrði afl í þrískiptingu ríkisvaldsins en ekki verkfæri í höndum ríkisstjórnarinnar.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Samfylkingarþingmönnum að vert væri að endurskoða þingsköpin en þá yrði að skoða málið heildstætt en ekki með það í huga að veikja stöðu stjórnarandstöðunnar.Þriðja umræða um RÚV-frumvarpið hófst skömmu fyrir hádegi en hlé var gert á henni í hálftíma vegna matarhlés þingmanna.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira