Innlent

Guðjón styður Magnús Þór

Formaður Frjálslynda flokksins lýsir yfir stuðningi við sitjandi varaformann, Magnús Þór Hafsteinsson. Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, bauð sig fram til varaformanns í gærkvöldi.

Guðjón Arnar Kristjánsson sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegið að Magnús Þór hefði reynst vel í starfi og hann sjái enga ástæðu til að ýta honum til hliðar. Það þjóni ekki hagsmunum flokksins að breyta forystunni í aðdraganda kosninga.

Magnús Þór Hafsteinsson segir Margréti hafa haldið flokknum í gíslingu vikum saman og ekki getað safnað kjarki til að segja hvað hún vildi fyrr en nú. Margrét segir í yfirlýsingu sinni frá því í gærkvöldi að hún hafi með störfum sínum síðastliðinn áratug lagt grunn að vaxandi velgengni flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×