Innlent

Umferðaróhöpp í hálkunni á Akureyri

Lögreglan aðstoðaði nokkra ökumenn við að komast leiðar sinnar sem lent höfðu í vandræðum vegna hálku.
Lögreglan aðstoðaði nokkra ökumenn við að komast leiðar sinnar sem lent höfðu í vandræðum vegna hálku. MYND/Vísir

Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri í dag. Þau mátti nær öll rekja til mikillar hálku á götunum en hálka er víðs vegar á götum bæjarins og í nágrenni.

Lögreglan aðstoðaði nokkra ökumenn við að komast leiðar sinnar en þeir höfðu stöðvaðst í brekku vegna glerhálku.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×