Fleiri fréttir Efnið sem banaði Litvinenko kostaði nær 700 milljónir Það magn pólons-210 sem þurfti til að ráða fyrrverandi njósnarann Alexander Litvinenko af dögum kostar um 680 milljónir króna á markaði. Frá þessu greinir breska blaðið The Times og hefur eftir lögreglu. 18.12.2006 14:49 Vilja hefja frumhönnun á Öskjuhliðargöngum á næsta ári Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar vilja að frumhönnun á Öskjuhliðargöngum og stokkalausn á Miklubraut verði hafin samhliða umhverfismati á Sundagöngum á næsta ári og að fasteignaskattar og holræsagjald verði lækkað. 18.12.2006 14:31 Jólasveinar handteknir í Magasin fyrir að deila út vörum Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag í það minnsta þrjá jólasveina í verslun Magasin á Strikinu eftir að þeir reyndu að taka vörur úr hillum og deila þeim út til viðskiptavina Magasin. 18.12.2006 14:18 Fjölmiðlar höfðu rætt við grunaðan raðmorðingja 37 ára karlmaður var handtekinn í morgun vegna morðanna á fimm vændiskonum á Suðaustur-Englandi. Breskir fjölmiðlar greina frá að hann heiti Tom Stephens og hafi unnið í stórmarkaði. 18.12.2006 13:50 Þiggur ekki fjórða sætið af feminískum ástæðum Varaþingmaður Vinstri - grænna í Norðausturkjördæmi ákvað í gær að þiggja ekki fjórða sætið á listanum. Hann segir ástæður þess af femínískum toga. 18.12.2006 13:19 Hugsanlegt að enginn vöxtur verði á einkaneyslu á fjórða ársfjórðungi Kreditkortavelta í nóvember síðastliðnum var tæplega 21 milljarður króna og jókst um 3,5 prósent milli ára samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans sem greint er frá í Morgunkorni Glitnis. 18.12.2006 13:05 Gáfu 70 jólapakka í söfnun Mæðrastyrksnefndar Það hefur verið til siðs á litlu jólum í flestum skólum að börn skiptist á jólagjöfum. Ellefu ára börnum í Kársnesskóla fannst þau hins vegar þau fá nóg af gjöfum um jólin og ákváðu að gefa frekar gjafir til þeirra sem minna mega sín. 18.12.2006 12:45 Skotbardagi þrátt fyrir vopnahlé Til skotbardaga kom í miðri Gaza-borg snemma í morgun þrátt fyrir að fulltrúar Hamas- og Fatah-hreyfinga Palestínumanna hefðu samið um vopnahlé. Abbas forseti stendur við yfirlýsingu sína um að boðað verði til kosninga á næsta ári, og það þó viðræður um skipan þjóðstjórnar verði haldið áfram í vikunni. 18.12.2006 12:30 Netsamband á að haldast eðlilegt þrátt fyrir bilanir Vesturhluti CANTAT-þrjú,sæstrengsins á milli Íslands og Kanada bilaði aftur í morgun eftir bráðabirgðaviðgerð í gærkvöldi. Netsamband við útlönd á þó að haldast í nokkurn veginn eðlilegu horfi ef engar frekari bilanir verða. 18.12.2006 12:15 Umfjöllun Kompáss ekki næg ástæða til rannsóknar Umfjöllun Kompáss um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir sýslumaðurinn á Selfossi. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og læknir Byrgisins, segir þær ásakanir sem fram komu í þættinum í gær, vera reiðarslag. 18.12.2006 12:05 SVÞ vilja skýringu á samningi um öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli Samtök verslunar og þjónustu hafa farið fram á skriflega skýringu frá utanríkisráðherra á þeirri ákvörðun að fela sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli alla öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli, þar með talda skimun farþega og handfarangurs. 18.12.2006 11:50 Réttarhöld yfir Hussein halda áfram Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna ákæru um þjóðarmorð á Kúrdum seint á níunda áratug síðustu aldar héldu áfram í morgun eftir 11 daga hlé. 18.12.2006 11:38 Skothríð þrátt fyrir vopnahlé Skothríð heyrðist nærri byggingu utanríkisráðuneytisins á Gaza í morgun, að sögn vitna. Hamas- og Fatahhreyfingarnar sömdu um vopnahlé í gærkvöldi en friðurinn virðist brothættur og ekki vitað hvenær skotin þagna. Að sögn Hamas-samtakanna stóð skothríðin milli liðs Fatah og öryggisvarða innanríkisráðuneytisins. 18.12.2006 11:23 Sleppt úr haldi í Bagdad 17 af þeim 30 sem var rænt á skrifstofu Rauða hálfmánans í Bagdad í gær hefur verið sleppt úr haldi, heilum á húfi. Þeim var sleppt á víð og dreif um borgina í gær og í dag. Flestir þeirra eru starfsmenn Rauða hálfmánans. 18.12.2006 11:17 Fær ekki bætur fyrir að hafa runnið á blautu gólfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bónus og Sjóvá af skaðabótakröfum manns sem rann til á gólfi Bónuss í Spönginni fyrir sex árum. Maðurinn var starfsmaður Bónuss og dag einn þegar hann kom til vinnu rann hann á blautu gólfi verslunarinnar og skall niður á annað hnéð. 18.12.2006 11:12 Slys á nákvæmlega sama stað á Eyrarbakkavegi Umferðarslys varð á nákvæmlega sama stað á Eyrarbakkavegi á þriðjudaginn var og í morgun. Eins og greint var frá í fréttum fyrr í morgun skemmdust fólksbíll og pallbíll mikið eftir að þeir rákust saman til móts við afleggjarann að Stokkseyrarseli. 18.12.2006 11:00 Flughált frá Skógum að Lómagnúpi Vegagerðin varar við flughálku frá Skógum undir Eyjafjöllum að Lómagnúpi og segir hálku víða á Suðurlandi. Þá er þoka á Hellisheiði en á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. 18.12.2006 10:42 Viðræður við Dani halda áfram í febrúar Forviðræðrum um varnarsamstarf við Dani lauk í Kaupmannahöfn í morgun en þangað fór sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda undir forystu Grétars Más Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. 18.12.2006 10:33 Styðja Æskulýðshúsið Stuðningsmenn Æskulýðshússins á Norðurbrú í Kaupmannahöfn krotuðu í nótt á dönsku ræðisskrifstofuna í Björgvin í Noregi til að mótmæla því að heimilislausir og aðrir sem hafst hafa við í ungdómshúsinu danska séu þvingaðir til að yfirgefa það. "Ungeren blir", með stórum rauðum stöfum, er til marks um kröfuna um að unga fólkið fái að hafast þar við áfram. 18.12.2006 10:31 Rætt um hugsanlegar bótakröfur á hendur olíufélögunum Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur vísað tillögu minnihluta bæjarstjórnar um að bæjarfélagið krefji stóru olíufélögin um bætur vegna samsráðs þeirra til bæjarráðs. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. 18.12.2006 10:19 Úrskurðað um hæfi embættismanna Ríkislögreglustjóra í dag Dómari kveður í dag upp úrskurð í kæru fimm manna tengdum Baugi um hæfi yfirmanna ríkislögreglustjóra til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. 18.12.2006 10:08 Hamas og Fatah friðmælast Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka höndum saman til að og stilla til friðar á Gaza-svæðinu. Átök milli stuðningsmanna fylkinganna tveggja hafa blossað upp síðustu daga. Fulltrúar samtakana munu ætla að funda í vikunni og reyna að koma viðræðum um myndun þjóðstjórnar aftur af stað. 17.12.2006 20:45 Bið á framboði Ekki náðist samkomulag um stofnun félags um þingframboð eldri borgara á fjölmennum fundi á Hótel Borg í dag. Ákveðið var að fresta afgreiðslu þeirra tillagna sem lagðar voru fyrir fundinn í dag. Skipuð var þriggja manna nefnd til að vinna áfram með málið og boðað til fundar aftur í janúar. 17.12.2006 19:45 Flugdólg hent úr vél í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvél á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanada. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. 17.12.2006 19:37 Makalausar veislur til vandræða Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. 17.12.2006 19:18 Loftið lævi blandið Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga til að binda enda á valdabaráttuna á milli Fatah og Hamas virðist hafa verkað sem olía á þann ófriðareld sem nú brennur í Palestínu. 17.12.2006 19:00 Ungir ökumenn orsaka fjölda banaslysa Ungir ökumenn eiga stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum sem orðið hafa á þessu ári. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu kallar eftir ábyrgð foreldra í þessum efnum. Þrjátíu manns á aldrinum fimm til áttatíu og átta ára hafa látist í 27 umferðarslysum það sem af er árinu 2006. Þetta er mesti fjöldi banaslysa síðan árið 2000 þegar 32 létust. 17.12.2006 18:50 Óttuðust stórslys Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. 17.12.2006 18:47 Ætla ekki að gefast upp Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. 17.12.2006 18:45 Tvö vinnuslys á Kárahnjúkum í gær Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum. Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús. 17.12.2006 18:34 Eldri borgarar ræða framboð Fjölmennur fundur vegna mögulegs framboðs eldri borgara fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári stendur nú á Hótel Borg. Tillaga að framboði eldri borgara var samþykkt með miklum meirihluta á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir helgi. 17.12.2006 17:08 Berlusconi undir hnífinn í Bandaríkjunum Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Berlusconi, sem er sjötugur, leið útaf á fundi með stuðningsmönnum sínum í síðasta mánuði og kom þá hjartakvilli í ljós. 17.12.2006 16:00 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans rænt í Írak Byssumenn rændu 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Mannræningjarnir óku í ofboði að höfuðstöðvum hjálparsamtakana, réðust inn og rændu karlkyns starfsmönnum og gestkomandi. 17.12.2006 15:45 Sprengingar við skrifstofu Abbas Tvær sprengingar heyrðust nærri skrifstofum Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, á Gaza-svæðinu í dag. Reuters-fréttastofan greinir frá og segir að nokkrir hafi særst. Ekki er vitað hvort nokkur hafi týnt lífi í sprengingunum. Abbas var fjarverandi en hann er staddur á Vesturbakkanum. 17.12.2006 15:30 Cantat-3 jafnvel óvirkur í 2 til 3 vikur Hugsanlegt er að Cantat-3 sæstrengurinn verði óvirkur í 2 til 3 vikur. Bilun er í stengnum milli Íslands og Kanada, um 1500 km vestur af Íslandi á um 3000m dýpi. Líklegt er að kalla þurfi út viðgerðarskip vegna bilunarinnar. 17.12.2006 15:15 Almennur borgari féll í skotbardaga Almennur borgari féll í skotbardaga á Gaza í dag. Til átaka kom milli stuðningmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-liða. 19 ára stúlka varð fyrir skoti og lét lífið. 17.12.2006 15:00 Nágrannar styðji Íraka Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag breska hermenn í Írak. Í ræðu sem Blair flutti við það tækifæri hét hann Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, stuðningi og sagði mikilvægt að leiðtogar í nágrannalöndum Íraks styddu við bakið á honum og kæmu í veg fyrir að grafið væri undan honum. 17.12.2006 14:45 Fatah hefði betur Hamas-samtökin ætla ekki að taka þátt í kosningum sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha, hefur boðað til. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, greindi frá þessu í dag. Hann sagði ræðu forsetans frá í gær, þar sem hann tilkynnti um kosningar, aðeins hafa helt olíu á eldinn. Ný könnun sýnir að Fatah-hreyfingin hefði betur ef kosið yrði nú. 17.12.2006 14:30 Flugdólgur skilinn eftir í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvéla á vegum Heimsferða á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanda. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. 17.12.2006 14:15 Piparkökuhús verðlaunuð Til að búa til verðlauna- piparkökuhús þarf að vera skipulagður og hafa auga fyrir því smáa sem gefur lífinu lit, segja sigurvegarar í piparkökuhúsasamkeppni sem Grafarvogskirkja efndi til, en verðlaunin voru afhent í morgun. 17.12.2006 14:00 Færri kertabrunar Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. 17.12.2006 13:45 Dæmdir til dauða fyrir að bjarga ekki konu Dómstóll á Srí Lanka hefur dæmt tvo menn til dauða fyrir að valda dauða konu þegar flóðbylgjan mikla skall á eynni annan dag jóla 2004. Myndbandsupptaka sýnir þegar þeir slíta af henni hálsfesti og skilja svo eftir í vatnsflaumnum. 17.12.2006 13:30 Fangageymslur fullar í Reykjavík Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru fullar í morgun eftir erilsama en þó stórslysalausa nótt. Að sögn lögreglu var töluvert um ölvun í miðborginni. Lítið fór fyrir jólaskapinu nú þegar vika er til hátíðar ljóss og friðar. Erfiðlega gekk að tjónka við menn og fólk fært í fangageymslur þar sem það svaf úr sér áfengisvímu. 17.12.2006 13:15 300 handteknir í Kaupmannahöfn Á þriðja hundrað manns voru handtekin þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu sem svaraði með því að skjóta táragasi á mannfjöldann. 17.12.2006 13:00 Lögðu undir sig landbúnaðarráðuneytið Loftið er lævi blandið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna eftir að liðsmenn Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas lögðu undir sig landbúnaðarráðuneyti heimastjórnarinnar í morgun. Áhlaup Fatah kom í kjölfar árásar grímuklæddra byssumanna á æfingasvæði lífvarða Abbas í morgun en einn lét þar lífið. Abbas býr skammt frá ráðuneytinu og því segjast Fatah-menn hafa verið að tryggja öryggi hans með því að taka það yfir. 17.12.2006 12:45 Sjá næstu 50 fréttir
Efnið sem banaði Litvinenko kostaði nær 700 milljónir Það magn pólons-210 sem þurfti til að ráða fyrrverandi njósnarann Alexander Litvinenko af dögum kostar um 680 milljónir króna á markaði. Frá þessu greinir breska blaðið The Times og hefur eftir lögreglu. 18.12.2006 14:49
Vilja hefja frumhönnun á Öskjuhliðargöngum á næsta ári Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar vilja að frumhönnun á Öskjuhliðargöngum og stokkalausn á Miklubraut verði hafin samhliða umhverfismati á Sundagöngum á næsta ári og að fasteignaskattar og holræsagjald verði lækkað. 18.12.2006 14:31
Jólasveinar handteknir í Magasin fyrir að deila út vörum Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag í það minnsta þrjá jólasveina í verslun Magasin á Strikinu eftir að þeir reyndu að taka vörur úr hillum og deila þeim út til viðskiptavina Magasin. 18.12.2006 14:18
Fjölmiðlar höfðu rætt við grunaðan raðmorðingja 37 ára karlmaður var handtekinn í morgun vegna morðanna á fimm vændiskonum á Suðaustur-Englandi. Breskir fjölmiðlar greina frá að hann heiti Tom Stephens og hafi unnið í stórmarkaði. 18.12.2006 13:50
Þiggur ekki fjórða sætið af feminískum ástæðum Varaþingmaður Vinstri - grænna í Norðausturkjördæmi ákvað í gær að þiggja ekki fjórða sætið á listanum. Hann segir ástæður þess af femínískum toga. 18.12.2006 13:19
Hugsanlegt að enginn vöxtur verði á einkaneyslu á fjórða ársfjórðungi Kreditkortavelta í nóvember síðastliðnum var tæplega 21 milljarður króna og jókst um 3,5 prósent milli ára samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans sem greint er frá í Morgunkorni Glitnis. 18.12.2006 13:05
Gáfu 70 jólapakka í söfnun Mæðrastyrksnefndar Það hefur verið til siðs á litlu jólum í flestum skólum að börn skiptist á jólagjöfum. Ellefu ára börnum í Kársnesskóla fannst þau hins vegar þau fá nóg af gjöfum um jólin og ákváðu að gefa frekar gjafir til þeirra sem minna mega sín. 18.12.2006 12:45
Skotbardagi þrátt fyrir vopnahlé Til skotbardaga kom í miðri Gaza-borg snemma í morgun þrátt fyrir að fulltrúar Hamas- og Fatah-hreyfinga Palestínumanna hefðu samið um vopnahlé. Abbas forseti stendur við yfirlýsingu sína um að boðað verði til kosninga á næsta ári, og það þó viðræður um skipan þjóðstjórnar verði haldið áfram í vikunni. 18.12.2006 12:30
Netsamband á að haldast eðlilegt þrátt fyrir bilanir Vesturhluti CANTAT-þrjú,sæstrengsins á milli Íslands og Kanada bilaði aftur í morgun eftir bráðabirgðaviðgerð í gærkvöldi. Netsamband við útlönd á þó að haldast í nokkurn veginn eðlilegu horfi ef engar frekari bilanir verða. 18.12.2006 12:15
Umfjöllun Kompáss ekki næg ástæða til rannsóknar Umfjöllun Kompáss um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir sýslumaðurinn á Selfossi. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og læknir Byrgisins, segir þær ásakanir sem fram komu í þættinum í gær, vera reiðarslag. 18.12.2006 12:05
SVÞ vilja skýringu á samningi um öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli Samtök verslunar og þjónustu hafa farið fram á skriflega skýringu frá utanríkisráðherra á þeirri ákvörðun að fela sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli alla öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli, þar með talda skimun farþega og handfarangurs. 18.12.2006 11:50
Réttarhöld yfir Hussein halda áfram Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna ákæru um þjóðarmorð á Kúrdum seint á níunda áratug síðustu aldar héldu áfram í morgun eftir 11 daga hlé. 18.12.2006 11:38
Skothríð þrátt fyrir vopnahlé Skothríð heyrðist nærri byggingu utanríkisráðuneytisins á Gaza í morgun, að sögn vitna. Hamas- og Fatahhreyfingarnar sömdu um vopnahlé í gærkvöldi en friðurinn virðist brothættur og ekki vitað hvenær skotin þagna. Að sögn Hamas-samtakanna stóð skothríðin milli liðs Fatah og öryggisvarða innanríkisráðuneytisins. 18.12.2006 11:23
Sleppt úr haldi í Bagdad 17 af þeim 30 sem var rænt á skrifstofu Rauða hálfmánans í Bagdad í gær hefur verið sleppt úr haldi, heilum á húfi. Þeim var sleppt á víð og dreif um borgina í gær og í dag. Flestir þeirra eru starfsmenn Rauða hálfmánans. 18.12.2006 11:17
Fær ekki bætur fyrir að hafa runnið á blautu gólfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bónus og Sjóvá af skaðabótakröfum manns sem rann til á gólfi Bónuss í Spönginni fyrir sex árum. Maðurinn var starfsmaður Bónuss og dag einn þegar hann kom til vinnu rann hann á blautu gólfi verslunarinnar og skall niður á annað hnéð. 18.12.2006 11:12
Slys á nákvæmlega sama stað á Eyrarbakkavegi Umferðarslys varð á nákvæmlega sama stað á Eyrarbakkavegi á þriðjudaginn var og í morgun. Eins og greint var frá í fréttum fyrr í morgun skemmdust fólksbíll og pallbíll mikið eftir að þeir rákust saman til móts við afleggjarann að Stokkseyrarseli. 18.12.2006 11:00
Flughált frá Skógum að Lómagnúpi Vegagerðin varar við flughálku frá Skógum undir Eyjafjöllum að Lómagnúpi og segir hálku víða á Suðurlandi. Þá er þoka á Hellisheiði en á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. 18.12.2006 10:42
Viðræður við Dani halda áfram í febrúar Forviðræðrum um varnarsamstarf við Dani lauk í Kaupmannahöfn í morgun en þangað fór sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda undir forystu Grétars Más Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. 18.12.2006 10:33
Styðja Æskulýðshúsið Stuðningsmenn Æskulýðshússins á Norðurbrú í Kaupmannahöfn krotuðu í nótt á dönsku ræðisskrifstofuna í Björgvin í Noregi til að mótmæla því að heimilislausir og aðrir sem hafst hafa við í ungdómshúsinu danska séu þvingaðir til að yfirgefa það. "Ungeren blir", með stórum rauðum stöfum, er til marks um kröfuna um að unga fólkið fái að hafast þar við áfram. 18.12.2006 10:31
Rætt um hugsanlegar bótakröfur á hendur olíufélögunum Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur vísað tillögu minnihluta bæjarstjórnar um að bæjarfélagið krefji stóru olíufélögin um bætur vegna samsráðs þeirra til bæjarráðs. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. 18.12.2006 10:19
Úrskurðað um hæfi embættismanna Ríkislögreglustjóra í dag Dómari kveður í dag upp úrskurð í kæru fimm manna tengdum Baugi um hæfi yfirmanna ríkislögreglustjóra til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. 18.12.2006 10:08
Hamas og Fatah friðmælast Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka höndum saman til að og stilla til friðar á Gaza-svæðinu. Átök milli stuðningsmanna fylkinganna tveggja hafa blossað upp síðustu daga. Fulltrúar samtakana munu ætla að funda í vikunni og reyna að koma viðræðum um myndun þjóðstjórnar aftur af stað. 17.12.2006 20:45
Bið á framboði Ekki náðist samkomulag um stofnun félags um þingframboð eldri borgara á fjölmennum fundi á Hótel Borg í dag. Ákveðið var að fresta afgreiðslu þeirra tillagna sem lagðar voru fyrir fundinn í dag. Skipuð var þriggja manna nefnd til að vinna áfram með málið og boðað til fundar aftur í janúar. 17.12.2006 19:45
Flugdólg hent úr vél í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvél á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanada. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. 17.12.2006 19:37
Makalausar veislur til vandræða Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. 17.12.2006 19:18
Loftið lævi blandið Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga til að binda enda á valdabaráttuna á milli Fatah og Hamas virðist hafa verkað sem olía á þann ófriðareld sem nú brennur í Palestínu. 17.12.2006 19:00
Ungir ökumenn orsaka fjölda banaslysa Ungir ökumenn eiga stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum sem orðið hafa á þessu ári. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu kallar eftir ábyrgð foreldra í þessum efnum. Þrjátíu manns á aldrinum fimm til áttatíu og átta ára hafa látist í 27 umferðarslysum það sem af er árinu 2006. Þetta er mesti fjöldi banaslysa síðan árið 2000 þegar 32 létust. 17.12.2006 18:50
Óttuðust stórslys Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. 17.12.2006 18:47
Ætla ekki að gefast upp Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. 17.12.2006 18:45
Tvö vinnuslys á Kárahnjúkum í gær Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum. Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús. 17.12.2006 18:34
Eldri borgarar ræða framboð Fjölmennur fundur vegna mögulegs framboðs eldri borgara fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári stendur nú á Hótel Borg. Tillaga að framboði eldri borgara var samþykkt með miklum meirihluta á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir helgi. 17.12.2006 17:08
Berlusconi undir hnífinn í Bandaríkjunum Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Berlusconi, sem er sjötugur, leið útaf á fundi með stuðningsmönnum sínum í síðasta mánuði og kom þá hjartakvilli í ljós. 17.12.2006 16:00
30 starfsmönnum Rauða hálfmánans rænt í Írak Byssumenn rændu 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Mannræningjarnir óku í ofboði að höfuðstöðvum hjálparsamtakana, réðust inn og rændu karlkyns starfsmönnum og gestkomandi. 17.12.2006 15:45
Sprengingar við skrifstofu Abbas Tvær sprengingar heyrðust nærri skrifstofum Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, á Gaza-svæðinu í dag. Reuters-fréttastofan greinir frá og segir að nokkrir hafi særst. Ekki er vitað hvort nokkur hafi týnt lífi í sprengingunum. Abbas var fjarverandi en hann er staddur á Vesturbakkanum. 17.12.2006 15:30
Cantat-3 jafnvel óvirkur í 2 til 3 vikur Hugsanlegt er að Cantat-3 sæstrengurinn verði óvirkur í 2 til 3 vikur. Bilun er í stengnum milli Íslands og Kanada, um 1500 km vestur af Íslandi á um 3000m dýpi. Líklegt er að kalla þurfi út viðgerðarskip vegna bilunarinnar. 17.12.2006 15:15
Almennur borgari féll í skotbardaga Almennur borgari féll í skotbardaga á Gaza í dag. Til átaka kom milli stuðningmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-liða. 19 ára stúlka varð fyrir skoti og lét lífið. 17.12.2006 15:00
Nágrannar styðji Íraka Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag breska hermenn í Írak. Í ræðu sem Blair flutti við það tækifæri hét hann Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, stuðningi og sagði mikilvægt að leiðtogar í nágrannalöndum Íraks styddu við bakið á honum og kæmu í veg fyrir að grafið væri undan honum. 17.12.2006 14:45
Fatah hefði betur Hamas-samtökin ætla ekki að taka þátt í kosningum sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha, hefur boðað til. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, greindi frá þessu í dag. Hann sagði ræðu forsetans frá í gær, þar sem hann tilkynnti um kosningar, aðeins hafa helt olíu á eldinn. Ný könnun sýnir að Fatah-hreyfingin hefði betur ef kosið yrði nú. 17.12.2006 14:30
Flugdólgur skilinn eftir í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvéla á vegum Heimsferða á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanda. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. 17.12.2006 14:15
Piparkökuhús verðlaunuð Til að búa til verðlauna- piparkökuhús þarf að vera skipulagður og hafa auga fyrir því smáa sem gefur lífinu lit, segja sigurvegarar í piparkökuhúsasamkeppni sem Grafarvogskirkja efndi til, en verðlaunin voru afhent í morgun. 17.12.2006 14:00
Færri kertabrunar Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. 17.12.2006 13:45
Dæmdir til dauða fyrir að bjarga ekki konu Dómstóll á Srí Lanka hefur dæmt tvo menn til dauða fyrir að valda dauða konu þegar flóðbylgjan mikla skall á eynni annan dag jóla 2004. Myndbandsupptaka sýnir þegar þeir slíta af henni hálsfesti og skilja svo eftir í vatnsflaumnum. 17.12.2006 13:30
Fangageymslur fullar í Reykjavík Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru fullar í morgun eftir erilsama en þó stórslysalausa nótt. Að sögn lögreglu var töluvert um ölvun í miðborginni. Lítið fór fyrir jólaskapinu nú þegar vika er til hátíðar ljóss og friðar. Erfiðlega gekk að tjónka við menn og fólk fært í fangageymslur þar sem það svaf úr sér áfengisvímu. 17.12.2006 13:15
300 handteknir í Kaupmannahöfn Á þriðja hundrað manns voru handtekin þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu sem svaraði með því að skjóta táragasi á mannfjöldann. 17.12.2006 13:00
Lögðu undir sig landbúnaðarráðuneytið Loftið er lævi blandið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna eftir að liðsmenn Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas lögðu undir sig landbúnaðarráðuneyti heimastjórnarinnar í morgun. Áhlaup Fatah kom í kjölfar árásar grímuklæddra byssumanna á æfingasvæði lífvarða Abbas í morgun en einn lét þar lífið. Abbas býr skammt frá ráðuneytinu og því segjast Fatah-menn hafa verið að tryggja öryggi hans með því að taka það yfir. 17.12.2006 12:45