Innlent

1.900 milljónir í málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra

Félagsmálaráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - málefni fatlaðra (SSNV málefni fatlaðra) undirrita á morgun nýjan þjónustusamning. Samningurinn er til 6 ára, frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2012. Félagsmálaráðuneytið skuldbindur sig til að leggja um 1.900 milljónir króna til verkefnisins á þeim tíma. Samtök sveitarfélaga taka að sér að veita fötluðum börnum og fullorðnum á starfssvæði sínu þá þjónustu sem er á ábyrgð ríkisins.

Samhliða undirritun mun félagsmálaráðuneytið kynna ný drög að stefnu í þjónustu við fötluð börn og fullorðna 2007 - 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×