Fleiri fréttir Svifdrekamaður slasaðist alvarlega í Borgarfirði Svifdrekamaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slys sem varð við Svignaskarð í Borgarfirði í gær. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns brotlenti svifdreki mannsins eftir að vindhviða feykti honum á skurðbakka af miklu afli og slasaðist maðurinn illa. 27.11.2006 12:37 Vanskil aukast á þriðja ársfjórðungi Vanskilahlutfall af útlánum innlánsstofnana jókst heldur á þriðja ársfjórðungi ársins eftir að hafa verið mjög lágt undanfarin misseri, að því er fram kemur á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Í heildina námu vanskil 0,7 prósentum af útlánum, en hlutur einstaklinga var heldur hærri en hlutur fyrirtækja. 27.11.2006 12:30 Halda óbreyttum réttindum í tvö ár Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. 27.11.2006 12:26 Blóðbönd wins Jury Award 27.11.2006 12:03 Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. 27.11.2006 12:00 Neyðarfundur hjá COBRA vegna njósnaramáls John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar hjá svokallaðri COBRA-nefnd, sem fjallar um þjóðaröryggismál í í Bretlandi, vegna dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og rússnesku öryggislögreglunni. 27.11.2006 11:55 Vilja viðræður um lífeyrisréttindi vegna hlutafélagavæðingar Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB. 27.11.2006 11:20 Bretar ætla að fækka hermönnum í Írak um þúsundir Breska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að kalla þúsundir hermanna heim frá Írak í lok næsta árs, að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. 27.11.2006 11:16 Starfsmaður Impregilo enn á gjörgæsludeild Kínverskum starfsmanni Impregilo á Kárahnjúkum, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkastíflu á laugardagskvöld, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hans óbreytt að sögn læknis. Maðurinn dróst um 40-50 metra niður stífluvegginn með kaðli sem hann notaði til að stýra bómu á krana og hafnaði hann á steypustyrktarjárni. 27.11.2006 11:11 Gólanhæðirnar gætu orðið verðið fyrir aðstoð Sýrlendinga Stjórnvöld í Bandaríkjunum þræta nú um hvort leita eigi aðstoðar Sýrlendinga til að ná friði í Írak en Sýrlendingar virðast vissir í sinni sök; þeir séu boðnir og búnir að aðstoða, - fyrir rétt verð. 26.11.2006 20:12 Sverrir segir Magnús og Jón hafa komið óorði á frjálslynda Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann Frjálsynda flokksins, og Jón Magnússon, sem sé ekki löglegur félagi í flokknum, hafa komið óorði á flokkinn og talað með þeim hætti að kenna megi við rasisma. Hann segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, góðmenni sem skjóti skjólshúsi yfir pólitíska umrenninga. 26.11.2006 19:15 Talningu lokið; Kristján í fyrsta sæti Talningu er lokið í prófkjöri sjálfstæðismanna í norðausturkjördæmi. Sigurvegari prófkjörsins er Kristján Þór Júlíusson, hann hlaut 1461 atkvæði í fyrsta sætið. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er í öðru sæti en Ólöf Nordal hlýtur það þriðja. 26.11.2006 19:00 Sjálfstæðisflokkur í NA: Ólöf Nordal tekur þriðja sætið af Þorvaldi Þegar búið er að telja um 2.500 atkvæði af 3.033 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þá sitja tvær konur í efstu þremur sætunum. Kristján Þór Júlíússon situr enn í fyrsta sæti, Arnbjörg Sveinsdóttir í öðru en Ólöf Nordal hefur tekið þriðja sætið af Þorvaldi Ingvarssyni. 26.11.2006 18:37 Eldflaugaárásum á Ísrael ekki svarað Vopnahlé tók gildi milli Ísraela og Palestínumanna í morgun eftir fimm mánaða blóðsúthellingar. Ísraelar segja eldflaugaárásirnar ógna vopnahlénu og möguleika á friði. Herir Ísraela voru farnir frá Gasa í morgun þegar vopnahléið hófst. Einungis örfáum tímum síðar, voru gerðar í það minnsta þrjár eldflaugaárásir á Ísrael. Þær unnu þó ekki borgurum mein, né ullu skemmdum á byggingum. 26.11.2006 18:30 RÚV frumvarpi breytt Innan menntamálanefndar þingsins er unnið að enn einum breytingunum á RÚV-frumvarpinu til þess að koma á móts við andstöðu gegn því. Rætt er um að setja hömlur á sókn RÚV á auglýsingamarkað. 26.11.2006 18:30 Berlusconi með hjartsláttaróreglu Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greindist með minni háttar hjartavandamál eftir að leið yfir hann á flokksfundi í Toskana-héraði í dag. Hann mun eyða nóttinni á sjúkrahúsi í Mílanó. Hann sagði læknana hafa fundið óreglulegan hjartslátt og þeir vildu því fylgjast með honum í 24 klukkustundir. 26.11.2006 18:25 Tvær konur í efstu fjórum í NA-kjördæmi en Kristján leiðir Samkvæmt fyrstu tölum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi situr Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri,í fyrsta sæti með 876 atkvæði. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skipar annað sætið og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri, það þriðja. Ólöf Nordal er í fjórða sæti. 26.11.2006 17:57 Royal leggur grunninn að kosningabaráttunni Ségolène Royal tók við keflinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins fyrir forsetakosningarnar í vor. Hún gaf einnig tóninn fyrir komandi kosningabaráttu sína. Þar verður lögð áhersla á menntun og aðgengi ungmenna á atvinnumarkaðinn, baráttu gegn ofbeldi í landinu og kaupmátt. 26.11.2006 17:43 Flugdrekinn dró mann í skurð Maður á fertugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík í dag eftir að flugdreki sem hann hélt í dró hann á eftir sér svo að maðurinn datt ofan í skurð. Flugdrekinn var í stærra lagi, af þeirri gerð sem skíðamenn nota gjarnan til að drífa sig áfram. Maðurinn hafði hins vegar ekki skíði á fótunum og hafði ekki við drekanum á hlaupum. 26.11.2006 17:37 Jórdaníukonunugur varar við borgarastríði í þremur löndum Abdullah, konungur Jórdaníu, varar við því að borgarastríð geti brotist út á þremur stöðum í Miðausturlöndum ef ekkert verði að gert: í Írak, Líbanon og Ísrael. Hann segir að fundur George Bush Bandaríkjaforseta með Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, í Jórdaníu í vikunni, muni skipta sköpum í baráttunni fyrir friði í Írak og á svæðinu öllu. 26.11.2006 17:07 Bílalest Malikis grýtt í Bagdad Bílalest forsætisráðherra Íraks, Nouri Al-Malikis var grýtt þegar hann fór í úthverfi Bagdad-borgar til að votta virðingu sína rúmlega 200 fórnarlömbum einnar mannskæðustu sprengjuárásar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak. Reiðin kraumar í almenningi í Sadr-hverfinu í Írak þar sem útgöngubann er nú þriðja daginn í röð. 26.11.2006 16:52 Blóðbönd fengu dómnefndarverðlaun í Þýskalandi Íslenska kvikmyndin Blóðbönd fékk verðlaun dómnefndar á þýsku kvikmyndahátíðinni í Mannheim Heidelberg í gærkvöldi en verðlaunin voru veitt sérstaklega fyrir leikstjórn. Þau þykja stór fjöður í hatt Árna Ólafs Ásgeirssonar, leikstjóra myndarinnar en hátíðin er með þeim stærstu í Þýskalandi. 26.11.2006 15:54 Ísraelar notuðu jarðsprengjur í Líbanon í sumar Nú er talið fullvíst að Ísraelskir hermenn hafi komið fyrir jarðsprengjum þegar þeir voru í Líbanon í sumar en þessu hafa Ísraelar staðfastlega neitað. Tveir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna stigu á jarðsprengjur á föstudaginn á svæði sem hafði verið hreinsað af jarðsprengjum eftir að Ísraelsher yfirgaf Líbanon árið 2000. 26.11.2006 15:31 Stjörnuskoðunarferð á Esjuna í kvöld Ferðafélag Íslands stendur fyrir stjörnuskoðunarferð í kvöld enda fádæma gott skyggni og skilyrði til störnuskoðunar. Fararstjórar verða Ólafur Örn Haraldsson og Snævar Guðmundsson stjörnufræðingur. Við Esjurætur verður síðan tjald þar sem hægt verður að fá heitt kakó til að ylja sér við þegar komið er niður. 26.11.2006 15:21 Bresks drengs saknað eftir að báti hvolfdi 14 ára gamals bresks drengs er saknað undan strönd Suður-Englands, eftir að litlum kappróðrarbáti sem hann og vinur hans tóku í leyfisleysi hvolfdi undan suðurströnd Englands. Björgunarbátur fann félaga drengsins í sjónum, um klukkan 3 í morgun, 25 mínútum eftir að bátnum hvolfdi í vindhviðu. Strákarnir voru ekki í björgunarvestum. 26.11.2006 15:14 Slökkvilið með viðbúnað við lendingu flugvélar á Akureyri Viðbúnaður var á Akureyrarflugvelli í dag þegar þegar flugvél Iceland Express var nýlent klukkan 14:20. Slökkviliðið var kvatt á flugvöllinn og kannaði vélina út af reykjarlykt sem barst inn í vélina. Farþegar eru allir komnir frá borði og sakaði engan. Áhöfn lét vita af reykjarlyktinni en hún var til komin af sviðnu dekkjagúmmíi eftir að vélin lenti. Engin hætta var á ferðum. 26.11.2006 14:37 Aðstoð Írana í Írak skilyrðum háð Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í dag að Íranar væru tilbúnir að hjálpa Bandaríkjamönnum og Bretum í Írak en eingöngu ef þeir hétu því að breyta stefnu sinni og draga herlið sitt til baka. Jalal Talabani, forseti Íraks, er væntanlegur til Írans á morgun þegar útgöngubanni verður aflétt í Bagdad. Þeir Ahmadinejad munu ræða ástandið í Írak. 26.11.2006 14:35 Heimsókn páfa mótmælt Þúsundir múslima mótmæla heimsókn Benedikts sextánda páfa til Istanbúl í Tyrklandi, sem hefst á þriðjudaginn. Fólkið hrópar: "ekki koma, páfi," að stórum myndum af Benedikt sem varpað er upp á risaskjá í miðborg istanbul. Óvild í garð páfa stafar af ræðu hans í september þar sem hann vitnaði í kristinn keisara sem fór niðrandi orðum um Múhameð spámann. 26.11.2006 13:44 Sigurörn í forsal vinda Örninn Sigurörn flaug vængjum þöndum úr fangi Sigurbjargar Pétursdóttur fyrir ofan grunnskólann á Grundarfirði í dag. Hátt í hundrað manns fylgdust með þegar Sigurbjörg tók Sigurörn í fangið og þrátt fyrir að hann væri orðinn hinn sprækasti þá hélt hún honum meðan þau kvöddust og svo flaug hann fugla hæst og hvarf úr augsýn. 26.11.2006 13:26 300 Bretar vilja geislarannsókn eftir dauða njósnara 300 manns hafa leitað til heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi eftir að í ljós kom að eitrað var fyrir rússneska njósnaranum Litvinenko með geislavirku póloníumi í byrjun mánaðarins. Fólkið verður sett í rannsókn öryggisins vegna en ólíklegt er talið að geislavirkni sem fundist hefur á sushi-veitingastaðnum þar sem hann át, hafi haft áhrif á aðra í umhverfinu. 26.11.2006 13:15 Yfirlýsingar Jóns skref í rétta átt Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingar, segir Jón Sigurðsson feta í slóð Árna Johnsens og telja stuðninginn við Íraksstríðið tæknileg mistök en ekki ásetningssynd. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG, segir yfirlýsingar Jóns skref í rétta átt en taka þurfi málið upp á alþjóðavettvangi til að sjá hver hugur fylgi máli. 26.11.2006 13:07 Fyrstu tölur úr prófkjöri á Vísi klukkan sex í kvöld Gríðarlega góð þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Um 3.300 eru á kjörskrá og greiddu um 3.000 manns atkvæði. Níu gefa kost á sér í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur. Búist er við fyrstu tölum um klukkan sex í dag, sem þá birtast beint á Vísi. Fréttastofan verður að sjálfsögðu fyrir norðan á Hótel KEA í aðalfréttatíma okkar klukkan hálf sjö. 26.11.2006 12:37 Berlusconi hneig niður í ræðustóli Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu til margra ára, hneig niður í ræðustóli í Toskana á Ítalíu í dag. Ekki er vitað hvað amar að fjölmiðlakónginum og stjórnmálamanninum en hann greip fyrir hjartað. Annar ræðumaður sagði fundarmönnum að Berlusconi hefði hjarnað við baksviðs og viljað halda áfram en læknir hefði bannað það. 26.11.2006 12:25 Viðræður um varnarsamstarf við Noreg hefjast brátt Formlegar viðræður um öryggis- og varnarmálasamstarf á milli Íslands og Noregs hefjast í næsta mánuði. Þetta var ákveðið á föstudag á óformlegum fundi forsætisráðherrana Geirs Haarde og Jens Stoltenbergs í Helsinki. 26.11.2006 12:19 Björn Bjarnason gagnrýnir ummæli Jóns um Írak Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar um ummæli Jóns Sigurðssonar um stuðninginn við innrásina í Írak á heimasíðu sinni og segir meðal annars að ríkisstjórn Íslands eða einstakir ráðherrar innan hennar hafi enga ábyrgð borið á innrásinni í Írak. Afstaða ríkisstjórnar Íslands hefði engu skipt um það, hvort ráðist hefði verið inn í Írak. 26.11.2006 12:00 Sigurörn fær frelsið aftur eftir hádegi Örninn Sigurörn fær frelsið aftur um eitt-leytið, þegar bjargvættur hans, hin 12 ára Sigurbjörg Pétursdóttir sleppir honum aftur fyrir ofan barnaskólann í Grundarfirði. Sigurörn hefur braggast vel í Húsdýragarðinum og var þar settur á hann sendir svo hægt verði að fylgjast með ferðum hans. Hann er nýorðinn kynþroska og er því búist við að hann fari fljótlega að leita sér að konu. 26.11.2006 11:48 Rússneski njósnarinn nafngreindi eitrarana Rússneski njósnarinn fyrrverandi, Alexander Litvinenko, nafngreindi hugsanlega morðingja sína rétt áður en hann dó. Hann hitti mennina á hóteli og sushi-bar í London í byrjun mánaðarins en hann lést á fimmtudaginn eftir hjartaáfall á gjörgæsludeild í London. 26.11.2006 11:18 Fríblöðin skapa vandamál í Danmörku Fríblöð flæða um ruslatunnur og stigaganga fjölbýlishúsa í Danmörku. Dönsku neytendasamtökin hafa selt eitt hundrað þúsund límmiða gegn blöðunum. Danska þingið hefur gefið útgefendum blaðanna frest til áramóta til að finna í sameiningu lausn á málinu. 25.11.2006 19:47 Þyngri dóma í kynferðisbrotamálum krafist Þöglar mótmælastöður voru við héraðsdóma víða um landið í dag en mótmælendur kröfðust þyngri dóma í kynferðisbrotamálum. Fólkið kom saman klukkan fjögur í dag á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík. 25.11.2006 19:30 Yfir 200 manns jarðsettir í Írak Yfir tvö hundruð manns voru bornir til grafar í Írak í dag eftir röð sjálfsmorðs- og bílaárása súnnia í borginni Sadr á fimmtudaginn. Dagurinn var sá mannskæðasti frá upphafi stríðsins. Hundruðir sungu og grétu þegar þeir gengu með kistum ástvina sinna á leið frá borginni Sadr til Najaf. Þrátt fyrir útgöngubann fyrirskipaði forsætisráðherrann lögreglu að gæta öryggis fólksins. Hinir látnu voru bornir til grafar í kirkjugarði í Najaf. 25.11.2006 19:30 Fjölhæfir jólasveinar Það þykir öruggt merki um að jólin séu í nánd, þegar ljós jólatrjáa eru tendruð. Í miðborg Chicago í Bandaríkjunum var kveikt á þrjátíu metra háu jólatré við hátíðlega athöfn undir jólasöng og flugeldasýningu. Í New York í dag gengu hins vegar eitt hundrað jólasveinar um götur Manhattan og söfnuðu peningum fyrir fátæka og heimilislausa. 25.11.2006 19:30 Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. 25.11.2006 19:15 Rúmlega þrjú þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk klukkan 18. Tæplega 3.300 voru á kjörskrá en í utankjörfundaratkvæðagreiðslu greiddu tæplega 500 atkvæði og um tvö þúsund og fimm hundruð manns greiddu atkvæði í dag. 25.11.2006 19:14 Kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. 25.11.2006 18:45 Krefjast úrbóta tafarlaust Fjölmennur baráttufundur aðstandendafélags aldraðra í dag krefst tafarlausra úrbóta í húsnæðismálum aldraðra. Staða mála er sorgleg og skammarleg fyrir eina ríkustu þjóð í heimi, sögðu fundarmenn. 25.11.2006 18:29 Sjá næstu 50 fréttir
Svifdrekamaður slasaðist alvarlega í Borgarfirði Svifdrekamaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slys sem varð við Svignaskarð í Borgarfirði í gær. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns brotlenti svifdreki mannsins eftir að vindhviða feykti honum á skurðbakka af miklu afli og slasaðist maðurinn illa. 27.11.2006 12:37
Vanskil aukast á þriðja ársfjórðungi Vanskilahlutfall af útlánum innlánsstofnana jókst heldur á þriðja ársfjórðungi ársins eftir að hafa verið mjög lágt undanfarin misseri, að því er fram kemur á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Í heildina námu vanskil 0,7 prósentum af útlánum, en hlutur einstaklinga var heldur hærri en hlutur fyrirtækja. 27.11.2006 12:30
Halda óbreyttum réttindum í tvö ár Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. 27.11.2006 12:26
Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. 27.11.2006 12:00
Neyðarfundur hjá COBRA vegna njósnaramáls John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar hjá svokallaðri COBRA-nefnd, sem fjallar um þjóðaröryggismál í í Bretlandi, vegna dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og rússnesku öryggislögreglunni. 27.11.2006 11:55
Vilja viðræður um lífeyrisréttindi vegna hlutafélagavæðingar Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB. 27.11.2006 11:20
Bretar ætla að fækka hermönnum í Írak um þúsundir Breska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að kalla þúsundir hermanna heim frá Írak í lok næsta árs, að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. 27.11.2006 11:16
Starfsmaður Impregilo enn á gjörgæsludeild Kínverskum starfsmanni Impregilo á Kárahnjúkum, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkastíflu á laugardagskvöld, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hans óbreytt að sögn læknis. Maðurinn dróst um 40-50 metra niður stífluvegginn með kaðli sem hann notaði til að stýra bómu á krana og hafnaði hann á steypustyrktarjárni. 27.11.2006 11:11
Gólanhæðirnar gætu orðið verðið fyrir aðstoð Sýrlendinga Stjórnvöld í Bandaríkjunum þræta nú um hvort leita eigi aðstoðar Sýrlendinga til að ná friði í Írak en Sýrlendingar virðast vissir í sinni sök; þeir séu boðnir og búnir að aðstoða, - fyrir rétt verð. 26.11.2006 20:12
Sverrir segir Magnús og Jón hafa komið óorði á frjálslynda Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann Frjálsynda flokksins, og Jón Magnússon, sem sé ekki löglegur félagi í flokknum, hafa komið óorði á flokkinn og talað með þeim hætti að kenna megi við rasisma. Hann segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, góðmenni sem skjóti skjólshúsi yfir pólitíska umrenninga. 26.11.2006 19:15
Talningu lokið; Kristján í fyrsta sæti Talningu er lokið í prófkjöri sjálfstæðismanna í norðausturkjördæmi. Sigurvegari prófkjörsins er Kristján Þór Júlíusson, hann hlaut 1461 atkvæði í fyrsta sætið. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er í öðru sæti en Ólöf Nordal hlýtur það þriðja. 26.11.2006 19:00
Sjálfstæðisflokkur í NA: Ólöf Nordal tekur þriðja sætið af Þorvaldi Þegar búið er að telja um 2.500 atkvæði af 3.033 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þá sitja tvær konur í efstu þremur sætunum. Kristján Þór Júlíússon situr enn í fyrsta sæti, Arnbjörg Sveinsdóttir í öðru en Ólöf Nordal hefur tekið þriðja sætið af Þorvaldi Ingvarssyni. 26.11.2006 18:37
Eldflaugaárásum á Ísrael ekki svarað Vopnahlé tók gildi milli Ísraela og Palestínumanna í morgun eftir fimm mánaða blóðsúthellingar. Ísraelar segja eldflaugaárásirnar ógna vopnahlénu og möguleika á friði. Herir Ísraela voru farnir frá Gasa í morgun þegar vopnahléið hófst. Einungis örfáum tímum síðar, voru gerðar í það minnsta þrjár eldflaugaárásir á Ísrael. Þær unnu þó ekki borgurum mein, né ullu skemmdum á byggingum. 26.11.2006 18:30
RÚV frumvarpi breytt Innan menntamálanefndar þingsins er unnið að enn einum breytingunum á RÚV-frumvarpinu til þess að koma á móts við andstöðu gegn því. Rætt er um að setja hömlur á sókn RÚV á auglýsingamarkað. 26.11.2006 18:30
Berlusconi með hjartsláttaróreglu Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greindist með minni háttar hjartavandamál eftir að leið yfir hann á flokksfundi í Toskana-héraði í dag. Hann mun eyða nóttinni á sjúkrahúsi í Mílanó. Hann sagði læknana hafa fundið óreglulegan hjartslátt og þeir vildu því fylgjast með honum í 24 klukkustundir. 26.11.2006 18:25
Tvær konur í efstu fjórum í NA-kjördæmi en Kristján leiðir Samkvæmt fyrstu tölum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi situr Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri,í fyrsta sæti með 876 atkvæði. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skipar annað sætið og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri, það þriðja. Ólöf Nordal er í fjórða sæti. 26.11.2006 17:57
Royal leggur grunninn að kosningabaráttunni Ségolène Royal tók við keflinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins fyrir forsetakosningarnar í vor. Hún gaf einnig tóninn fyrir komandi kosningabaráttu sína. Þar verður lögð áhersla á menntun og aðgengi ungmenna á atvinnumarkaðinn, baráttu gegn ofbeldi í landinu og kaupmátt. 26.11.2006 17:43
Flugdrekinn dró mann í skurð Maður á fertugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík í dag eftir að flugdreki sem hann hélt í dró hann á eftir sér svo að maðurinn datt ofan í skurð. Flugdrekinn var í stærra lagi, af þeirri gerð sem skíðamenn nota gjarnan til að drífa sig áfram. Maðurinn hafði hins vegar ekki skíði á fótunum og hafði ekki við drekanum á hlaupum. 26.11.2006 17:37
Jórdaníukonunugur varar við borgarastríði í þremur löndum Abdullah, konungur Jórdaníu, varar við því að borgarastríð geti brotist út á þremur stöðum í Miðausturlöndum ef ekkert verði að gert: í Írak, Líbanon og Ísrael. Hann segir að fundur George Bush Bandaríkjaforseta með Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, í Jórdaníu í vikunni, muni skipta sköpum í baráttunni fyrir friði í Írak og á svæðinu öllu. 26.11.2006 17:07
Bílalest Malikis grýtt í Bagdad Bílalest forsætisráðherra Íraks, Nouri Al-Malikis var grýtt þegar hann fór í úthverfi Bagdad-borgar til að votta virðingu sína rúmlega 200 fórnarlömbum einnar mannskæðustu sprengjuárásar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak. Reiðin kraumar í almenningi í Sadr-hverfinu í Írak þar sem útgöngubann er nú þriðja daginn í röð. 26.11.2006 16:52
Blóðbönd fengu dómnefndarverðlaun í Þýskalandi Íslenska kvikmyndin Blóðbönd fékk verðlaun dómnefndar á þýsku kvikmyndahátíðinni í Mannheim Heidelberg í gærkvöldi en verðlaunin voru veitt sérstaklega fyrir leikstjórn. Þau þykja stór fjöður í hatt Árna Ólafs Ásgeirssonar, leikstjóra myndarinnar en hátíðin er með þeim stærstu í Þýskalandi. 26.11.2006 15:54
Ísraelar notuðu jarðsprengjur í Líbanon í sumar Nú er talið fullvíst að Ísraelskir hermenn hafi komið fyrir jarðsprengjum þegar þeir voru í Líbanon í sumar en þessu hafa Ísraelar staðfastlega neitað. Tveir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna stigu á jarðsprengjur á föstudaginn á svæði sem hafði verið hreinsað af jarðsprengjum eftir að Ísraelsher yfirgaf Líbanon árið 2000. 26.11.2006 15:31
Stjörnuskoðunarferð á Esjuna í kvöld Ferðafélag Íslands stendur fyrir stjörnuskoðunarferð í kvöld enda fádæma gott skyggni og skilyrði til störnuskoðunar. Fararstjórar verða Ólafur Örn Haraldsson og Snævar Guðmundsson stjörnufræðingur. Við Esjurætur verður síðan tjald þar sem hægt verður að fá heitt kakó til að ylja sér við þegar komið er niður. 26.11.2006 15:21
Bresks drengs saknað eftir að báti hvolfdi 14 ára gamals bresks drengs er saknað undan strönd Suður-Englands, eftir að litlum kappróðrarbáti sem hann og vinur hans tóku í leyfisleysi hvolfdi undan suðurströnd Englands. Björgunarbátur fann félaga drengsins í sjónum, um klukkan 3 í morgun, 25 mínútum eftir að bátnum hvolfdi í vindhviðu. Strákarnir voru ekki í björgunarvestum. 26.11.2006 15:14
Slökkvilið með viðbúnað við lendingu flugvélar á Akureyri Viðbúnaður var á Akureyrarflugvelli í dag þegar þegar flugvél Iceland Express var nýlent klukkan 14:20. Slökkviliðið var kvatt á flugvöllinn og kannaði vélina út af reykjarlykt sem barst inn í vélina. Farþegar eru allir komnir frá borði og sakaði engan. Áhöfn lét vita af reykjarlyktinni en hún var til komin af sviðnu dekkjagúmmíi eftir að vélin lenti. Engin hætta var á ferðum. 26.11.2006 14:37
Aðstoð Írana í Írak skilyrðum háð Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í dag að Íranar væru tilbúnir að hjálpa Bandaríkjamönnum og Bretum í Írak en eingöngu ef þeir hétu því að breyta stefnu sinni og draga herlið sitt til baka. Jalal Talabani, forseti Íraks, er væntanlegur til Írans á morgun þegar útgöngubanni verður aflétt í Bagdad. Þeir Ahmadinejad munu ræða ástandið í Írak. 26.11.2006 14:35
Heimsókn páfa mótmælt Þúsundir múslima mótmæla heimsókn Benedikts sextánda páfa til Istanbúl í Tyrklandi, sem hefst á þriðjudaginn. Fólkið hrópar: "ekki koma, páfi," að stórum myndum af Benedikt sem varpað er upp á risaskjá í miðborg istanbul. Óvild í garð páfa stafar af ræðu hans í september þar sem hann vitnaði í kristinn keisara sem fór niðrandi orðum um Múhameð spámann. 26.11.2006 13:44
Sigurörn í forsal vinda Örninn Sigurörn flaug vængjum þöndum úr fangi Sigurbjargar Pétursdóttur fyrir ofan grunnskólann á Grundarfirði í dag. Hátt í hundrað manns fylgdust með þegar Sigurbjörg tók Sigurörn í fangið og þrátt fyrir að hann væri orðinn hinn sprækasti þá hélt hún honum meðan þau kvöddust og svo flaug hann fugla hæst og hvarf úr augsýn. 26.11.2006 13:26
300 Bretar vilja geislarannsókn eftir dauða njósnara 300 manns hafa leitað til heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi eftir að í ljós kom að eitrað var fyrir rússneska njósnaranum Litvinenko með geislavirku póloníumi í byrjun mánaðarins. Fólkið verður sett í rannsókn öryggisins vegna en ólíklegt er talið að geislavirkni sem fundist hefur á sushi-veitingastaðnum þar sem hann át, hafi haft áhrif á aðra í umhverfinu. 26.11.2006 13:15
Yfirlýsingar Jóns skref í rétta átt Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingar, segir Jón Sigurðsson feta í slóð Árna Johnsens og telja stuðninginn við Íraksstríðið tæknileg mistök en ekki ásetningssynd. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG, segir yfirlýsingar Jóns skref í rétta átt en taka þurfi málið upp á alþjóðavettvangi til að sjá hver hugur fylgi máli. 26.11.2006 13:07
Fyrstu tölur úr prófkjöri á Vísi klukkan sex í kvöld Gríðarlega góð þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Um 3.300 eru á kjörskrá og greiddu um 3.000 manns atkvæði. Níu gefa kost á sér í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur. Búist er við fyrstu tölum um klukkan sex í dag, sem þá birtast beint á Vísi. Fréttastofan verður að sjálfsögðu fyrir norðan á Hótel KEA í aðalfréttatíma okkar klukkan hálf sjö. 26.11.2006 12:37
Berlusconi hneig niður í ræðustóli Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu til margra ára, hneig niður í ræðustóli í Toskana á Ítalíu í dag. Ekki er vitað hvað amar að fjölmiðlakónginum og stjórnmálamanninum en hann greip fyrir hjartað. Annar ræðumaður sagði fundarmönnum að Berlusconi hefði hjarnað við baksviðs og viljað halda áfram en læknir hefði bannað það. 26.11.2006 12:25
Viðræður um varnarsamstarf við Noreg hefjast brátt Formlegar viðræður um öryggis- og varnarmálasamstarf á milli Íslands og Noregs hefjast í næsta mánuði. Þetta var ákveðið á föstudag á óformlegum fundi forsætisráðherrana Geirs Haarde og Jens Stoltenbergs í Helsinki. 26.11.2006 12:19
Björn Bjarnason gagnrýnir ummæli Jóns um Írak Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar um ummæli Jóns Sigurðssonar um stuðninginn við innrásina í Írak á heimasíðu sinni og segir meðal annars að ríkisstjórn Íslands eða einstakir ráðherrar innan hennar hafi enga ábyrgð borið á innrásinni í Írak. Afstaða ríkisstjórnar Íslands hefði engu skipt um það, hvort ráðist hefði verið inn í Írak. 26.11.2006 12:00
Sigurörn fær frelsið aftur eftir hádegi Örninn Sigurörn fær frelsið aftur um eitt-leytið, þegar bjargvættur hans, hin 12 ára Sigurbjörg Pétursdóttir sleppir honum aftur fyrir ofan barnaskólann í Grundarfirði. Sigurörn hefur braggast vel í Húsdýragarðinum og var þar settur á hann sendir svo hægt verði að fylgjast með ferðum hans. Hann er nýorðinn kynþroska og er því búist við að hann fari fljótlega að leita sér að konu. 26.11.2006 11:48
Rússneski njósnarinn nafngreindi eitrarana Rússneski njósnarinn fyrrverandi, Alexander Litvinenko, nafngreindi hugsanlega morðingja sína rétt áður en hann dó. Hann hitti mennina á hóteli og sushi-bar í London í byrjun mánaðarins en hann lést á fimmtudaginn eftir hjartaáfall á gjörgæsludeild í London. 26.11.2006 11:18
Fríblöðin skapa vandamál í Danmörku Fríblöð flæða um ruslatunnur og stigaganga fjölbýlishúsa í Danmörku. Dönsku neytendasamtökin hafa selt eitt hundrað þúsund límmiða gegn blöðunum. Danska þingið hefur gefið útgefendum blaðanna frest til áramóta til að finna í sameiningu lausn á málinu. 25.11.2006 19:47
Þyngri dóma í kynferðisbrotamálum krafist Þöglar mótmælastöður voru við héraðsdóma víða um landið í dag en mótmælendur kröfðust þyngri dóma í kynferðisbrotamálum. Fólkið kom saman klukkan fjögur í dag á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík. 25.11.2006 19:30
Yfir 200 manns jarðsettir í Írak Yfir tvö hundruð manns voru bornir til grafar í Írak í dag eftir röð sjálfsmorðs- og bílaárása súnnia í borginni Sadr á fimmtudaginn. Dagurinn var sá mannskæðasti frá upphafi stríðsins. Hundruðir sungu og grétu þegar þeir gengu með kistum ástvina sinna á leið frá borginni Sadr til Najaf. Þrátt fyrir útgöngubann fyrirskipaði forsætisráðherrann lögreglu að gæta öryggis fólksins. Hinir látnu voru bornir til grafar í kirkjugarði í Najaf. 25.11.2006 19:30
Fjölhæfir jólasveinar Það þykir öruggt merki um að jólin séu í nánd, þegar ljós jólatrjáa eru tendruð. Í miðborg Chicago í Bandaríkjunum var kveikt á þrjátíu metra háu jólatré við hátíðlega athöfn undir jólasöng og flugeldasýningu. Í New York í dag gengu hins vegar eitt hundrað jólasveinar um götur Manhattan og söfnuðu peningum fyrir fátæka og heimilislausa. 25.11.2006 19:30
Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. 25.11.2006 19:15
Rúmlega þrjú þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk klukkan 18. Tæplega 3.300 voru á kjörskrá en í utankjörfundaratkvæðagreiðslu greiddu tæplega 500 atkvæði og um tvö þúsund og fimm hundruð manns greiddu atkvæði í dag. 25.11.2006 19:14
Kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. 25.11.2006 18:45
Krefjast úrbóta tafarlaust Fjölmennur baráttufundur aðstandendafélags aldraðra í dag krefst tafarlausra úrbóta í húsnæðismálum aldraðra. Staða mála er sorgleg og skammarleg fyrir eina ríkustu þjóð í heimi, sögðu fundarmenn. 25.11.2006 18:29