Innlent

Sigurörn fær frelsið aftur eftir hádegi

Örninn Sigurörn í búri sínu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hann verður væntanlega feginn að geta á ný flogið fugla hæst í forsal vinda.
Örninn Sigurörn í búri sínu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hann verður væntanlega feginn að geta á ný flogið fugla hæst í forsal vinda. MYND/Rósa Jóhannsdóttir

Örninn Sigurörn fær frelsið aftur um 1-leytið, þegar bjargvættur hans, hin 12 ára Sigurbjörg Pétursdóttir sleppir honum aftur fyrir ofan barnaskólann í Grundarfirði. Sigurörn hefur braggast vel í Húsdýragarðinum og var þar settur á hann sendir svo hægt verði að fylgjast með ferðum hans. Hann er nýorðinn kynþroska og er því búist við að hann fari fljótlega að leita sér að konu.

Þegar einhver falleg assa hefur þýðst hann má búast við að parið leiti sér að fallegum óðalsreit við Breiðafjörðinn til að koma á legg fjölskyldu.

Fallegt veður er nú á Grundarfirði og snjóhula á köflum. Á aðfaranótt þriðjudags má hins vegar búast við að Sigurörn fái talsverðan byr undir vængina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×