Innlent

Talningu lokið; Kristján í fyrsta sæti

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, er sigurvegari prófkjörs sjálfstæðismanna í norðausturkjördæmi.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, er sigurvegari prófkjörs sjálfstæðismanna í norðausturkjördæmi.

Talningu er lokið í prófkjöri sjálfstæðismanna í norðausturkjördæmi. Sigurvegari prófkjörsins er Kristján Þór Júlíusson, hann hlaut xxx atkvæði í fyrsta sætið. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er í öðru sæti en Ólöf Nordal hlýtur það þriðja.

Röðin er því þessi þegar öll atkvæði hafa verið talin:

1. Kristján Þór Júlíusson - 1461 atkvæði í fyrsta sætið

2. Arnbjörg Sveinsdóttir - 1596 atkvæði í 1.-2. sæti

3. Ólöf Nordal - 1426 atkvæði í 1.-3. sæti

4. Þorvaldur Ingvarsson - 1635 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Sigríður Ingvarsdóttir - 1735 atkvæði í 1.-5. sæti

6. Steinþór Hafsteinsson - 1661 atkvæði í 1.-6. sæti

Rúm 74% þeirra sem voru á kjörskrá neyttu atkvæðisréttar síns, 3.033 af 4.089.

Ekki var tekið fram hversu miklu munaði á frambjóðendum í hvert og eitt sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×