Krefjast úrbóta tafarlaust 25. nóvember 2006 18:29 Fjölmennur baráttufundur aðstandendafélags aldraðra í dag krefst tafarlausra úrbóta í húsnæðismálum aldraðra. Staða mála er sorgleg og skammarleg fyrir eina ríkustu þjóð í heimi, sögðu fundarmenn. Að mati fundarmanna er brýnt að bæta húsnæðismál aldraðra - fjölga hjúkrunarrýmum nú þegar og taka fyrir það að aldraðir þurfi að eyða ævikvöldinu í fjölbýli. Hátt í þúsund manns þurfa nú að búa með ókunnugum í herbergi. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir flutti áhrifaríka tölu um reynslu sína af vistun fyrir heilabilaðan föður sinn. Hún sagðist ekki hafa fyllst reiði yfir úrræðaskortinu - fremur sorg og skömm yfir því hve illa væri búið að öldruðum í einu ríkasta landi heims. Þessi orð - sorg og skömm - endurspegla vel ástandið í heild segir formaður AFA, Reynir Ingibergsson. Ólafur G. Einarsson fyrrverandi þingforseti og ráðherra og minnti á hvernig seilst heðfi verið í framkvæmdastjóð aldraðra. Með framlögum í þann sjóð átti að reisa hús fyrir aldraða en með þingið hefði síðan ákveðið að taka fé úr sjóðnum í almennan rekstur. Þar hefðu verið teknir fimm milljarðar sem er helmingurinn af ráðstöfunarfé sjóðsins síðustu fimmtán ár. Fundurinn í dag krafðist þess að peningununum verði skilað í þau verkefni sem skattgreiðendur ætluðust til - og það strax. Áskorun fundarins var stíluð á formenn allra flokka á þingi, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, forseta þings, og formann fjárlaganefndar. Aðeins einn úr þessum níu manna hópi, Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins var á fundinum í dag. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Fjölmennur baráttufundur aðstandendafélags aldraðra í dag krefst tafarlausra úrbóta í húsnæðismálum aldraðra. Staða mála er sorgleg og skammarleg fyrir eina ríkustu þjóð í heimi, sögðu fundarmenn. Að mati fundarmanna er brýnt að bæta húsnæðismál aldraðra - fjölga hjúkrunarrýmum nú þegar og taka fyrir það að aldraðir þurfi að eyða ævikvöldinu í fjölbýli. Hátt í þúsund manns þurfa nú að búa með ókunnugum í herbergi. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir flutti áhrifaríka tölu um reynslu sína af vistun fyrir heilabilaðan föður sinn. Hún sagðist ekki hafa fyllst reiði yfir úrræðaskortinu - fremur sorg og skömm yfir því hve illa væri búið að öldruðum í einu ríkasta landi heims. Þessi orð - sorg og skömm - endurspegla vel ástandið í heild segir formaður AFA, Reynir Ingibergsson. Ólafur G. Einarsson fyrrverandi þingforseti og ráðherra og minnti á hvernig seilst heðfi verið í framkvæmdastjóð aldraðra. Með framlögum í þann sjóð átti að reisa hús fyrir aldraða en með þingið hefði síðan ákveðið að taka fé úr sjóðnum í almennan rekstur. Þar hefðu verið teknir fimm milljarðar sem er helmingurinn af ráðstöfunarfé sjóðsins síðustu fimmtán ár. Fundurinn í dag krafðist þess að peningununum verði skilað í þau verkefni sem skattgreiðendur ætluðust til - og það strax. Áskorun fundarins var stíluð á formenn allra flokka á þingi, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, forseta þings, og formann fjárlaganefndar. Aðeins einn úr þessum níu manna hópi, Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins var á fundinum í dag.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira