Innlent

Fyrstu tölur úr prófkjöri á Vísi klukkan sex í kvöld

Gríðarlega góð þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Um 3.300 eru á kjörskrá og greiddu um þrjú þúsund manns atkvæði. Níu gefa kost á sér í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur.

Þrír sækjast eftir því að leiða listann, þau Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þorvaldur Ingvarsson lækningaforstjóri.

Búist er við fyrstu tölum um klukkan sex í dag, sem þá birtast á fréttavefnum Vísi. Fréttastofan verður að sjálfsögðu fyrir norðan á Hótel Kea í aðalfréttatíma okkar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×