Innlent

Viðræður um varnarsamstarf við Noreg hefjast brátt

Formlegar viðræður um öryggis- og varnarmálasamstarf á milli Íslands og Noregs hefjast í næsta mánuði. Þetta var ákveðið á föstudag á óformlegum fundi forsætisráðherrana Geirs Haarde, og Jens Stoltenberg í Helsinki.

Að sögn aðstoðarmanns forsætisráðherra verður meginmarkmið fundarins að ræða samstarf um eftirlit á norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Fram hefði komið á óformlega fundinum að forsætisráðherrar landanna væru að huga að sömu áherslum og því hefði verið ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á þessu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×