Innlent

Sverrir segir Magnús og Jón hafa komið óorði á frjálslynda

Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann Frjálsynda flokksins, og Jón Magnússon, sem sé ekki löglegur félagi í flokknum, hafa komið óorði á flokkinn og talað með þeim hætti að kenna megi við rasisma. Hann segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, góðmenni sem skjóti skjólshúsi yfir pólitíska umrenninga.

Sverrir sagði í Silfri Egils í dag að Jón Magnússon kæmi frjálslynda flokknum ekki við. Hann væri formaður í Nýju afli, en það væri andstætt flokkslögum frjálslyndra að menn gætu verið í flokknum væru þeir jafnframt í öðrum stjórnmálasamtökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×