Innlent

Sjálfstæðisflokkur í NA: Ólöf Nordal tekur þriðja sætið af Þorvaldi

Ólöf Nordal er nú í þriðja sæti.
Ólöf Nordal er nú í þriðja sæti.

Þegar búið er að telja um 2.500 atkvæði af 3.033 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þá sitja tvær konur í efstu þremur sætunum. Kristján Þór Júlíússon situr enn í fyrsta sæti, Arnbjörg Sveinsdóttir í öðru en Ólöf Nordal hefur tekið þriðja sætið af Þorvaldi Ingvarssyni.

Röðin er því þessi þegar búið er að telja rúm 1.500 af 3.033 atkvæðum:

1. Kristján Þór Júlíusson - 1286

2. Arnbjörg Sveinsdóttir - 1353

3. Ólöf Nordal - 1232

4. Þorvaldur Ingvarsson - 1440

5. Sigríður Ingvarsdóttir - 1469

6. Steinþór Hafsteinsson - 1417

Rúm 74% þeirra sem voru á kjörskrá neyttu atkvæðisréttar síns, 3.033 af 4.089. Næstu tölur verða birtar rétt eftir 18:30, í fréttatíma Stöðvar 2. Ekki var tekið fram hversu miklu munar á atkvæðafjölda í fyrsta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×