Fleiri fréttir

Rússneski flotinn kemur í haust

Rússneski flotinn verður með umfangsmikla flotaæfingu rétt við strönd Íslands í haust, skömmu eftir að bandaríski herinn fer af landinu. Hér á landi hafa menn áhyggjur á mengunarhættu kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta flotans sem ekki eru talin vera í sem bestu ástandi. Verið er að ganga frá samningum um leigu á fjórðu þyrlunni í þyrlubjörgunarsveit Gæslunnar.

Skógarbjörninn skotinn

Björninn Bruno, sem þvælst hefur um fjallahéruð Bæjaralands undanfarnar vikur, var felldur í dag.

Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra

Nýju lögin um réttarstöðu samkynhneigðra sem samþykkt voru í byrjun mánaðarins munu taka gildi á morgun. Af því tilefni munu samtökin ' 78 efna til hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur á morgun.

Skæruliðarnir setja fram kröfur

Ísraelsk stjórnvöld undirbúa víðtækar hernaðaraðgerðir gegn palestínskum skæruliðum sem í gær tóku ísraelskan hermann í gíslingu. Þeir segja að engar upplýsingar verði gefnar um afdrif hans fyrr en palestínskar konur og börn verði látin laus úr fangelsum Ísraela

Flugmaður í átökum

Persónuvernd hefur úrskurðað að sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli hafi verið óheimilt að senda yfirmanni flugmanns hjá Icelandair skýrslu um meint átök hans og starfsmanns IGS síðast liðið sumar.

George Bush eldri á leiðinni til Íslands

George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur þekkst boð forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar um að koma í heimsókn til Íslands 4.-7. júlí næstkomandi.

Flóð og aurskriður urðu 18 til viðbótar að bana í Kína

Ekkert lát er á miklum rigningum og flóðum í Kína. Í gær létust minnst átján manns og átján til viðbótar er saknað eftir að 250 millimetra úrkomu á einum degi, sem olli skyndiflóðum og aurskriðum sem ruddu niður húsum og öðrum mannvirkjum.

Þjónar best hagsmunum fyrirtækisins að gefa ekki upp orkuverð

Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum í dag að raforkuverð til Alcoa verði ekki gert opinbert. Stjórnin telur það þjóna best hagsmunum fyrirtækisins að orkuverð fáist ekki gefið upp. Helgi Hjörvar ætlar að taka málið upp á Alþingi.

Brenndu 60 tonn af eiturlyfjum

Í tilefni af alþjóðadeginum gegn eiturlyfjum sýndu yfirvöld í Íran afstöðu sína gegn eiturlyfjum í verki með því að brenna rúmlega 60 tonn af eiturlyfjum á almannafæri í Tehran í dag. Efnin voru úr vörslu lögreglunnar sem hún hafði gert upptæk í ýmsum eiturlyfjaáhlaupum.

20.000 undirskriftir safnast í undirskriftarsöfnun

Yfir 20 þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftarsöfnun samtakanna Blátt áfram þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústsonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um afnám fyrningarfresta í kynferðisbrotum gegn börnum.

Reykhólahreppur dæmdur til greiðslu bóta

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag að ekki sé leyfilegt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar og eða hjúkrunarstarfa nema að undangengin auglýsing hafi ekki borið árangur.

Raforkuverð Alcoa ekki gert opinbert

Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum í dag að það raforkuverð sem Alcoa greiðir til Landsvirkjunar verði ekki gert opinbert. Helgi Hjörvar, stjórnarmaður í stjórn Landsvirkjunar, lagði tillöguna fram eftir að forstjóri Alcoa sagði fyrirtækið greiða helmingi hærra verð fyrir raforku til álvers í Brasilíu. Hann hefur síðan sagt að hann hafi farið með rangt mál.

GPS-tæki fræðir farþegana

Avis-bílaleigan á Íslandi býður nú upp á nýja tækni sem hefur verið þróuð þar sem rödd fararstjóra hefur verið tengd við GPS-tæki. Tækið virkar þannig að þegar bíllinn er við sögufrægan stað hefur tækið upp raust sína og segir farþegum allt það helsta frá viðkomandi stað

Tveir drengir særðust í sprengjuárás

Tveir drengir særðust þegar sprengjuárás var gerð á bílalest nálægt bandrískri herstöð í Bagram, norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Að sögn afganskra stjórnvalda var um sjálfsvígssprengjuárás að ræða og árásarmaðurinn sá eini sem lést.

Alkatiri segir af sér

Miri Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, hefur sagt af sér embætti svo hægt verði að tryggja frið í landinu. Þetta tilkynnti hann óvænt á blaðamannafundi í höfuðborginni Dili í morgun. Forsætisráðherrann fráfarandi hefur verið gerður ábyrgur fyrir mannskæðum átökum í landinu síðustu vikur.

Þróa nýtt lyf við astma

Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi.

Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað

Ísraelsk stjórnvöld hóta grimmilegum hefndaraðgerðum verði ungur ísraelskur hermaður, sem herskáir Palestínumenn rændu í gær, ekki látinn laus þegar í stað. Spenna hefur magnast við landamærin að Gaza-svæðinu síðasta sólahringinn vegna málsins.

Stjórnendur Baugs vildu semja við Jón Gerald

Stjórnendur Baugs vildu semja við Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga sinn, um uppgjör á öllum skuldum og skuldbindingum við hann eftir að Baugur höfðaði mál á hendur Jóni Gerald í Flórída á sínum tíma. Þetta kemur fram í viðtali við Jón í Morgunblaðinu í morgun.

Ósamið við alla ríkisstarfsmenn

Ósamið er við alla ríkisstarfsmenn eftir að samkomulag náðist á hinum almenna vinnumarkaði um að framlengja kjarasamninga. Starfsmannafélag ríkisstarfsmanna hefur óskað eftir launaviðræðum við fjármálaráðuneytið.

Ætlar að bæta viðskiptavinum sínum upp álagninguna

Eigandi Bæjarins bestu hyggst bæta viðskiptavinum sínum upp óvænta og stórfellda verðhækkun á pylsu og kók aðfaranótt sunnudags. Starfsmaður í afleysingum ákvað upp á sitt einsdæmi að setja næturálagningu á þennan þjóðarrétt Íslendinga umrædda nótt.

Fleiri karlar í atvinnuleit

Heldur fleiri karlar en konur voru að leita sér að starfi hér á landi í apríl og maí sl., eða 12% karla og 8% kvenna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Jafnréttisráð. Ekki er marktækur munur milli kynja á því hvort skipt hafi verið um vinnuveitanda á síðastliðnum tveimur árum.

22 fórust í flóðum á Indónesíu

Að minnsta kosti tuttugu og tveir fórust í flóðum á Indónesíu um liðna helgi en þar hefur rignt töluvert að undanförnu. Rigningartímabil stendur nú yfir og verða þá oft aurskriður og flóð á Indónesíu.

Gefur 2.800 milljarða til góðgerðarmála

Bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett, annar ríkasti maður í heimi, hefur ákveðið að gefa jafnvirði rúmlega 2.800 milljarða íslenskra króna til góðgerðarmála. Buffett hefur áður sagt að stærstum hluta auðæfa sinna yrði varið til góðra verka eftir dauða sinn.

Þrumuveður í Washington og nærliggjandi svæðum

Björgunarsveitarmenn í Washington og á nærliggjandi svæðum í Bandaríkjunum hafa haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn en þar hefur rignt töluvert og þrumuveður haldið vöku fyrir íbúum. Bjarga þurfti nokkrum ökumönnum ofan af bílum sínum þar sem stefndi í að þeir færu á kaf þar sem flætt hefur.

Danska ´68 kynslóðin stefnir í velferðarveislu

Danska sextíu og átta kynslóðin, oft kölluð hippakynslóðin, sem á sínum tíma hafnaði allri efnishyggju og ríkisforsjá, stefnir nú í einhverja mestu velferðarveislu í sögu Danmerkur, að mati dönsku eftirlaunastofnunarinnar.

Mannræningjar segjast hafa myrt gísla

Mannræningjar, sem rændu fjórum starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Írak í byrjun mánaðarins, segjast hafa myrt fjórmenningana. Myndband sem birtist á Netinu í gær sýnir einn mann afhöfðaðan og annan skotinn, auk lík hins þriðja. Fjórði maðurinn er hins vegar hvergi sjáanlegur.

Jákvæðar niðurstöður nýrra lyfjaprófana

Íslensk erfðagreining kynnti í dag fyrstu niðurstöður fyrirtækisins á tilraunalyfi meðal astmasjúklinga. Lyfið reyndist hafa jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og án þess að nokkrar alvarlegar aukaverkanir kæmu fram.

Landsmót hestamanna hefst í dag

Búist er við allt að 12 þúsund tvífættum gestum á Landsmót hestamanna, sem hefst á Vindheimamelum í Skagafirði í dag og stendur í viku. Þar munu hestamenn og hestaræktendur leiða saman um þúsund hesta sína, allt gæðinga.

Sumar hálendisleiðir enn lokaðar fyrir umferð

Enn eru nokkrar hálendisleiðir lokaðar fyrir allri umferð meðan frost er að fara úr jörð en annars er færð víðast hvar með eðlilegu móti miðað við árstíma. Næstkomandi fimmtudag verður gefið út kort um leyfðan akstur á vegum í óbyggðum.

200 laxar veiðst í Norðurá

Um 200 laxar hafa veiðst í Norðurá, það sem af er veiðitímabilinu sem mun vera meiri veiði en í nokkurri annarri á. Rétt er að taka fram að þar hefst veiðinn fyrr en í mörgum öðurm ám og þar veiða fleiri í einu en víða annarsstaðar.

Mannfall í Jóhannesarborg

Tólf létust þegar skotbardagi braust út á milli lögreglumanna og búðarræningja í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær. Fjórir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem féllu í átökunum.

Ráðherrafundur EFTA hefst í dag

Ráðherrafundur EFTA ríkjanna hefst á Höfn í Hornafirði í dag og lýkur á morgun. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra stýrir fundinum en Ísland fer nú með formennsku í EFTA.

Herforingi féll á Sri Lanka

Herforingi í stjórnarher Srí Lanka féll í sjálfsmorðssprengjuárás nærri Kólombo, höfuðborg landsins, í morgun. (LUM) Þrír hermenn eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni. Lögreglan í Kólombó segir árásarmennina hafa verið fleiri en einn, án þess að greina frá hversu margir þeir voru, og þeir hafi keyrt á vélhjólum upp að bifreið fórnarlambanna.

Botninn dottinn úr síldveiði í bili

Botninn virðist vera dottinn úr síldveiðunum í bili og eru nú öll síldveiðiskipin að leita úti fyrir norðanverðu Ausutrlandi, samkvæmt fregnum af miðunum í morgun.

Sinueldur við Fossatún

Slökkvilið og lögregla í Borgarnesi brugðust skjótt við þegar tilkynnt var um sinueld við Fossatún, skammt frá bænum um miðjan dag í gær, enda björgunarmenn minnugir stórbrunanna á Mýrum í vor. Tókst björgunarmönnum að slökkva eldinn á rúmri klukkustund en slökkviliðsmenn vöktuðu svæðið lengur.

Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað

Spenna hefur magnast við landamæri að Gaza-svæðinu síðan ungum ísraelskum hermenni var rænt þar í árás herskárra Palestínumanna á varðstöð Ísraelshers á svæðinu í gærmorgun. Hermenn streyma nú að landamærunum og með þeim vopn, skriðdrekar og annar búnaður. Ísraelar hóta árásum verði hermaðurinn ekki látinn laus.

Steytti á skeri í Berufirði

Betur fór en á horfðist þegar hraðfiskibáturinn Anna var að koma úr róðri í gær og steytti á skeri í Berufirði, með þeim afleiðingum að mikill leki kom að bátnum. Skipstjórinn ákvað að sigla honum upp í fjöru og kalla eftir aðstoð björgunarsveitar, slökkviliðs og lögreglu, sem komu á vettvang.

Forsætisráðherrann reiðubúinn að segja af sér

Forsætisráðherra Austur-Tímor, Miri Alkatiri, segist reiðubúinn að segja af sér embættinu. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun en tilkynningin þykir koma mjög á óvart.

Sjá næstu 50 fréttir