Innlent

Jákvæðar niðurstöður nýrra lyfjaprófana

Mynd/Vísir

Íslensk erfðagreining kynnti í dag fyrstu niðurstöður fyrirtækisins á tilraunalyfi meðal astmasjúklinga. Lyfið reyndist hafa jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og án þess að nokkrar alvarlegar aukaverkanir kæmu fram. Rúmlega þúsund manns tóku þátt í prófununum. Lyfið var upphaflega þróað af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Cephalon en fyritækin hófu samstarf um þróun lyfsins eftir að erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýndu að lyfið hefði áhrif á astma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×