Innlent

Rússneski flotinn kemur í haust

Rússneski flotinn verður með umfangsmikla flotaæfingu rétt við strönd Íslands í haust, skömmu eftir að bandaríski herinn fer af landinu. Hér á landi hafa menn áhyggjur á mengunarhættu kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta flotans sem ekki eru talin vera í sem bestu ástandi. Verið er að ganga frá samningum um leigu á fjórðu þyrlunni í þyrlubjörgunarsveit Gæslunnar.

Norðurfloti Rússa verður með umfangsmikla flotaæfingu um miðjan september og er búist því að hún verði ekki minni í sniðum en fyrir tveimur árum þegar rússarnir lónuðu með skip sín nánast uppí steinunum fyrir austan land. Samkvæmt háttsettum heimildarmönnumn NFS innan stjórnsýslunnar er þessi heimsókn litin alvarlegum augum. Ekki vegna hernaðarógnar heldur stórkostlegrar mengunarhættu. Ljóst er að hingað munu koma kjarnorkuknúin skip og kafbátar og er norðurfloti rússa alræmdur fyrir lélegt ástand, sem rekja má til fjárskorts.

Slys við íslandsstrendur sem leiddi til geislamengunar gæti valdið stórfelldum og illbætnalegum skaða á fiskútflutningi íslendinga - jafnvel þótt mengunin yrði minniháttar. Sigurður Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins staðfesti að hann vissi af þessari flotaæfingu en formlega hefði ekki verið farið þess á leit ennþá við stofnunina að hún sinnti eftirliti á svæðinu með þeim tækjaksosti sem hún hefur yfir að ráða.

Aðrir heimildarmenn innan embættismannakerfisins benda á að flotaæfingin sé á sama tíma og bandaríkjaher sé að fara með allt sitt hafurtask svo í þetta skiptið verði íslendingar að treysta á eigin getu til eftirlits með æfingunni. Nauðsynlegt sé jafnvel að kanna hvort ekki sé hægt að fá aðstoð norsku og dönsku strandæslunnar - eða biðja bandaríkjamenn formelga að veita íslendingum liðsinni. Samkævmt heimildum NFS hefur það enn ekki komið til kasta Landhelgisgæslunnar hvernig bruðgist verður við.



En í lok September verður gæslan komin með fjórar þyrlur í þyrlubjörgunarsveit sína því samkvæmt heimildum NFS er verið að ganga frá samningum í Noregi um leigu á Dauphin þyrlu sem er eins og TF-Sif. Fyrir skömmu var samið um leigu á Super Pumu sem er eins og TF-LIF. Í lok September hefur gæslan þá yfir fjórum þyrlum að ráða. Ekki verður búið að þjálfa íslenskar áhafnir á nýju þyrlurnar fyrir enn líður á veturinn þannig að fyrst í stað munu norskir flugmenn fljúga þeim - og raunar munu norskir flugvirkjar einnig sjá um viðhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×