Rússneski flotinn kemur í haust 26. júní 2006 19:11 Rússneski flotinn verður með umfangsmikla flotaæfingu rétt við strönd Íslands í haust, skömmu eftir að bandaríski herinn fer af landinu. Hér á landi hafa menn áhyggjur á mengunarhættu kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta flotans sem ekki eru talin vera í sem bestu ástandi. Verið er að ganga frá samningum um leigu á fjórðu þyrlunni í þyrlubjörgunarsveit Gæslunnar. Norðurfloti Rússa verður með umfangsmikla flotaæfingu um miðjan september og er búist því að hún verði ekki minni í sniðum en fyrir tveimur árum þegar rússarnir lónuðu með skip sín nánast uppí steinunum fyrir austan land. Samkvæmt háttsettum heimildarmönnumn NFS innan stjórnsýslunnar er þessi heimsókn litin alvarlegum augum. Ekki vegna hernaðarógnar heldur stórkostlegrar mengunarhættu. Ljóst er að hingað munu koma kjarnorkuknúin skip og kafbátar og er norðurfloti rússa alræmdur fyrir lélegt ástand, sem rekja má til fjárskorts. Slys við íslandsstrendur sem leiddi til geislamengunar gæti valdið stórfelldum og illbætnalegum skaða á fiskútflutningi íslendinga - jafnvel þótt mengunin yrði minniháttar. Sigurður Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins staðfesti að hann vissi af þessari flotaæfingu en formlega hefði ekki verið farið þess á leit ennþá við stofnunina að hún sinnti eftirliti á svæðinu með þeim tækjaksosti sem hún hefur yfir að ráða. Aðrir heimildarmenn innan embættismannakerfisins benda á að flotaæfingin sé á sama tíma og bandaríkjaher sé að fara með allt sitt hafurtask svo í þetta skiptið verði íslendingar að treysta á eigin getu til eftirlits með æfingunni. Nauðsynlegt sé jafnvel að kanna hvort ekki sé hægt að fá aðstoð norsku og dönsku strandæslunnar - eða biðja bandaríkjamenn formelga að veita íslendingum liðsinni. Samkævmt heimildum NFS hefur það enn ekki komið til kasta Landhelgisgæslunnar hvernig bruðgist verður við. En í lok September verður gæslan komin með fjórar þyrlur í þyrlubjörgunarsveit sína því samkvæmt heimildum NFS er verið að ganga frá samningum í Noregi um leigu á Dauphin þyrlu sem er eins og TF-Sif. Fyrir skömmu var samið um leigu á Super Pumu sem er eins og TF-LIF. Í lok September hefur gæslan þá yfir fjórum þyrlum að ráða. Ekki verður búið að þjálfa íslenskar áhafnir á nýju þyrlurnar fyrir enn líður á veturinn þannig að fyrst í stað munu norskir flugmenn fljúga þeim - og raunar munu norskir flugvirkjar einnig sjá um viðhaldið. Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Rússneski flotinn verður með umfangsmikla flotaæfingu rétt við strönd Íslands í haust, skömmu eftir að bandaríski herinn fer af landinu. Hér á landi hafa menn áhyggjur á mengunarhættu kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta flotans sem ekki eru talin vera í sem bestu ástandi. Verið er að ganga frá samningum um leigu á fjórðu þyrlunni í þyrlubjörgunarsveit Gæslunnar. Norðurfloti Rússa verður með umfangsmikla flotaæfingu um miðjan september og er búist því að hún verði ekki minni í sniðum en fyrir tveimur árum þegar rússarnir lónuðu með skip sín nánast uppí steinunum fyrir austan land. Samkvæmt háttsettum heimildarmönnumn NFS innan stjórnsýslunnar er þessi heimsókn litin alvarlegum augum. Ekki vegna hernaðarógnar heldur stórkostlegrar mengunarhættu. Ljóst er að hingað munu koma kjarnorkuknúin skip og kafbátar og er norðurfloti rússa alræmdur fyrir lélegt ástand, sem rekja má til fjárskorts. Slys við íslandsstrendur sem leiddi til geislamengunar gæti valdið stórfelldum og illbætnalegum skaða á fiskútflutningi íslendinga - jafnvel þótt mengunin yrði minniháttar. Sigurður Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins staðfesti að hann vissi af þessari flotaæfingu en formlega hefði ekki verið farið þess á leit ennþá við stofnunina að hún sinnti eftirliti á svæðinu með þeim tækjaksosti sem hún hefur yfir að ráða. Aðrir heimildarmenn innan embættismannakerfisins benda á að flotaæfingin sé á sama tíma og bandaríkjaher sé að fara með allt sitt hafurtask svo í þetta skiptið verði íslendingar að treysta á eigin getu til eftirlits með æfingunni. Nauðsynlegt sé jafnvel að kanna hvort ekki sé hægt að fá aðstoð norsku og dönsku strandæslunnar - eða biðja bandaríkjamenn formelga að veita íslendingum liðsinni. Samkævmt heimildum NFS hefur það enn ekki komið til kasta Landhelgisgæslunnar hvernig bruðgist verður við. En í lok September verður gæslan komin með fjórar þyrlur í þyrlubjörgunarsveit sína því samkvæmt heimildum NFS er verið að ganga frá samningum í Noregi um leigu á Dauphin þyrlu sem er eins og TF-Sif. Fyrir skömmu var samið um leigu á Super Pumu sem er eins og TF-LIF. Í lok September hefur gæslan þá yfir fjórum þyrlum að ráða. Ekki verður búið að þjálfa íslenskar áhafnir á nýju þyrlurnar fyrir enn líður á veturinn þannig að fyrst í stað munu norskir flugmenn fljúga þeim - og raunar munu norskir flugvirkjar einnig sjá um viðhaldið.
Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira