Innlent

20.000 undirskriftir safnast í undirskriftarsöfnun

Sigríður Björnsdóttir, ein stofnenda samtakanna Blátt áfram.
Sigríður Björnsdóttir, ein stofnenda samtakanna Blátt áfram. Mynd/Hörður

Yfir 20 þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftarsöfnun samtakanna Blátt áfram þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústsonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um afnám fyrningarfresta í kynferðisbrotum gegn börnum. Samtökin Blátt áfram hafa staðið fyrir undirskriftarsöfnun allt frá því að samtökin voru stofnuð í apríl 2004, en Ágúst Ólafur lagði fram lagafrumvarpið haustið 2004. Samtökin stefna á að safna um sex þúsund fleiri undirskriftum áður en Alþingi kemur saman á ný í haust. Þess eru dæmi að dómar hafa fallið þar sem telst sekur um kynferðisbrot en síðan sýknaður á þeim forsendum að brotið telst fyrt. Með afnámi fyrningarfresta á kynferðisafbrotum gegn börnum er hægt að stíga stórt skref til réttlætis fyrir þolendur kynferðisafbrota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×