Innlent

Sinueldur við Fossatún

Slökkvilið og lögregla í Borgarnesi brugðust skjótt við þegar tilkynnt var um sinueld við Fossatún, skammt frá bænum um miðjan dag í gær, enda björgunarmenn minnugir stórbrunanna á Mýrum í vor.

Tókst björgunarmönnum að slökkva eldinn á rúmri klukkustund en slökkviliðsmenn vöktuðu svæðið lengur.

Ekkert tjón varð á mannvirkjum en talið er að eldur hafi kviknað út frá rafleiðslu, sem lá um svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×