Innlent

Ráðherrafundur EFTA hefst í dag

Frá Höfn í Hornafirði.
Frá Höfn í Hornafirði. Mynd/Vísir

Ráðherrafundur EFTA ríkjanna hefst á Höfn í Hornafirði í dag og lýkur á morgun. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra stýrir fundinum en Ísland fer nú með formennsku í EFTA. Samskipti EFTA ríkjanna og fríverslunarsamningar EFTA við þriðju ríki er meðal þess sem verður rætt á fundinum, auk þess sem samskipti EFTA ríkjanna og ESB og áhuga Færeyja á að hljóta aðild að EFTA verða einnig rædd. Ráðherrarnir munu einnig funda með þingmanna og ráðgjafanefndum EFTA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×