Innlent

Botninn dottinn úr síldveiði í bili

Botninn virðist vera dottinn úr síldveiðunum í bili og eru nú öll síldveiðiskipin að leita úti fyrir norðanverðu Ausutrlandi, samkvæmt fregnum af miðunum í morgun.

Veiðin hófst almennt eftir sjómannadaginn og hefur talsvert veðist af stórri og vænni síld út Norsk íslenska síldarstofninum, en nú er torfan horfin.

Mun meiri afli hefur nú farið í bræðslu til skepnufóðurs, en í frystingu til manneldis, en á vertíðinni í fyrra, enda yfirfylltist markaðurinn af frystum síldarflökum í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×