Innlent

Ætlar að bæta viðskiptavinum sínum upp álagninguna

Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er líklega einn þekktasti viðskiptavinur Bæjarins bestu.
Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er líklega einn þekktasti viðskiptavinur Bæjarins bestu. Mynd/GVA

Eigandi Bæjarins bestu hyggst bæta viðskiptavinum sínum upp óvænt okur á þjóðarrétti íslendinga, en starfsmaður tók upp á því á sitt endæmi að setja næturálagningu á pylsu og kók aðfaranótt sunnudags.

Nokkrir viðskiptavinir höfðu samband við Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins bestu, og sögðu farir sínar ekki sléttar eftir að hafa verslað pylsu og kók aðfaranótt sunnudags. Pylsa sem kostar vanalega 220 krónur hafði hækkað um 80 krónur og kók hafði hækkað úr 140 krónum í 200 krónur. Starfsmaður í afleysingum ákvað hækkunina upp á sitt einsdæmi. Guðrúnu telur þó að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að stinga gróðanum í vasann, heldur hafi þetta verðið hálf vanhugsuð hugmynd.

Guðrún hyggst bæta viðskiptavinum sínum skaðann og bjóða þeim fría pylsu og kók á miðvikudaginn. Hún treystir á heiðarleika fólks, því pylsurnar verða aðeins í boði fyri þá sem lentu í þessari ofurálagningu.

Bæjarins bestu í Tryggvagötu er löngu orðin lands- og jafnvel heimþekktur skyndibitastaður enda einn elsti sinnar tegundar á landinu. Það snæðir fræga fólki ekki síður en almúginn enda alltaf gott að pulsa sig upp. Guðrún segir söluturninnn vera löngu orðinn hluta af menningunni og hann muni eflaust enda á Árbæjarsafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×