Innlent

Reykhólahreppur dæmdur til greiðslu bóta

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag að ekki sé leyfilegt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar/ og eða hjúkrunarstarfa nema að undangengin auglýsing hafi ekki borið árangur. Haflína I. Hafliðadóttir sjúkraliði starfaði tímabundið við hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð í Reykhólasveit frá október 2003 til ágúst 2004. Í maí 2004 sagði hún starfi sínu lausu frá og með haustinu en óskaði síðar eftir endurráðningu sem hún fékk ekki. Hún stefndi því Reykhólahreppi en ófaglærður einstaklingur var ráðinn í hennar stað. Reykhólahreppur var dæmdur til að greiða Haflínu eina og hálfa milljóna króna í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×