Þróa nýtt lyf við astma 26. júní 2006 12:30 Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi. Lyfið, sem kallast CEP-1347, hefur áhrif á meingen sem vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að gegnir mikilvægu hlutverki í myndun astma. 160 sjúklingar tóku þátt í prófunum Íslenskrar erfðagreiningar og eru helstu niðurstöður þær að lyfið virðist öruggt og þolast vel og hafði meðal annars jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist alvarleika astma og bólgum í líkamanum. Astmi er algengasti langvinni sjúkdómurinn í börnum og ungu fólki og er tíðni hans í iðnvæddum löndum á bilinu 10-30 prósent. Sjúkdómurinn er langvinnur bólgusjúkdómur í lungum og öndunarfærum og orsakast af óeðlilegu og ýktu svari ónæmiskerfisins við utanaðkomandi áreiti. Hjá sumum sjúklingum einkennist sjúkdómurinn af tiltölulega mildum hósta en í alvarlegri tilfellum geta astmaköst verið lífshættuleg því öndunarvegurinn lokast nær alveg. Virkasta meðferðin við astma fram að þessu hefur verið notkun steralyfja. Þau geta hins vegar valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur eitt helsta markmið nýrra meðferðarúrræða við astma verið að finna leiðir til að minnka bólgur í öndunarvegi án notkunar steralyfja. Niðurstöðurnar nú benda til þess CEP-1347 gæti verið lausnin sem menn hafa leitað að. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi. Lyfið, sem kallast CEP-1347, hefur áhrif á meingen sem vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að gegnir mikilvægu hlutverki í myndun astma. 160 sjúklingar tóku þátt í prófunum Íslenskrar erfðagreiningar og eru helstu niðurstöður þær að lyfið virðist öruggt og þolast vel og hafði meðal annars jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist alvarleika astma og bólgum í líkamanum. Astmi er algengasti langvinni sjúkdómurinn í börnum og ungu fólki og er tíðni hans í iðnvæddum löndum á bilinu 10-30 prósent. Sjúkdómurinn er langvinnur bólgusjúkdómur í lungum og öndunarfærum og orsakast af óeðlilegu og ýktu svari ónæmiskerfisins við utanaðkomandi áreiti. Hjá sumum sjúklingum einkennist sjúkdómurinn af tiltölulega mildum hósta en í alvarlegri tilfellum geta astmaköst verið lífshættuleg því öndunarvegurinn lokast nær alveg. Virkasta meðferðin við astma fram að þessu hefur verið notkun steralyfja. Þau geta hins vegar valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur eitt helsta markmið nýrra meðferðarúrræða við astma verið að finna leiðir til að minnka bólgur í öndunarvegi án notkunar steralyfja. Niðurstöðurnar nú benda til þess CEP-1347 gæti verið lausnin sem menn hafa leitað að.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira