Innlent

Ósamið við alla ríkisstarfsmenn

Kjarasamningarnir undirritaðir sl. fimmtudag.
Kjarasamningarnir undirritaðir sl. fimmtudag. MYND/Valli

Ósamið er við alla ríkisstarfsmenn eftir að samkomulag náðist á hinum almenna vinnumarkaði um að framlengja kjarasamninga. Starfsmannafélag ríkisstarfsmanna hefur óskað eftir launaviðræðum við fjármálaráðuneytið eftir að samningar náðust. Önnur aðildarfélög - BSRB, og Félög háskólamanna, lögreglumanna, tollvarða, kennara og fleiri - munu að líkindum gera slíkt hið sama á næstu dögum.

Ástæða þess að opinberir starfsmenn, sem skipta tugum þúsunda á vinnumarkaðnum, tóku ekki þátt í svonefndri þjóðarsátt sem gerð var nýverið er sú að þegar ríkið samdi síðast við þá lagði það áherslu á að þeir kæmu ekki beint að endurskoðun kjarasamninga, ef til þess kæmi, heldur yrðu kjör þeirra látin taka mið af því sem um semdist á hinum almenna vinnumarkaði.

Opinberir starfsmenn gerðu því ekki ráð fyrir neinum viðræðum við hið opinbera fyrr en seint í haust en vilja nú fá þeim flýtt þar sem viðmiðunarhópurinn, þ.e. ASÍ, hefur náð samkomulagi um að framlengja kjaramsaninga. Þá má því á vissan hátt segja að ASÍ hafi séð um gerð þjóðarsáttar fyrir opinbera starfsmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×