Innlent

Flugmaður í átökum

Samkvæmt úrskurði Persónuverndar sakaði starfsmaður IGS þjónustufyritækisins flugmanninn um að hafa ráðist á sig. Í kjölfarið höfðu yfirmenn flugmannsins samband við sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli og báðu um upplýsingar um atvikið. Lögreglumaður á vakt sendi skýrslu til Icelandair; eitthvað sem honum var óheimilt að gera samkvæmt úrskurði Persónuverndar.

Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, segist vilja leggja áherslu á að beiðnin um skýrsluna hafi komið frá Icelandair. Eyjólfur segir embættið muni leita til dómsmálaráðuneytisins í kjölfar úrskurðarins. Hugsanlega þurfi að breyta reglugerðum.

Persónuverndar segir lögfræðingur flugmannsins að "tilhæfulaus ásökun í lögregluskýrslu hafi ratað inn í ferilskrá flugmannsins hjá Icelandair þar sem hún stendur óhögguð honum til tjóns." Sýslumaðurinn hélt uppi vörnum í málinu en tapaði. Rifrildi flugmannsins og starfsmann IGS dró því dilk á eftir sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×