Innlent

GPS-tæki fræðir farþegana

Hólar í Hjaltadal. Það er aldrei að vita nema hægt verði að fræðast um Hóla í Hjaltadal með hinni nýju tækni.
Hólar í Hjaltadal. Það er aldrei að vita nema hægt verði að fræðast um Hóla í Hjaltadal með hinni nýju tækni. MYND/Vísir
Avis-bílaleigan á Íslandi býður nú upp á nýja tækni sem hefur verið þróuð þar sem rödd fararstjóra hefur verið tengd við GPS-tæki. Tækið virkar þannig að þegar bíllinn er við sögufrægan stað hefur tækið upp raust sína og segir farþegum allt það helsta frá viðkomandi stað, eins og um ferð með fróðum fararstjóra væri að ræða.

Í tilkynningu frá Avis segir að þeir séu fyrstir í heiminum til að bjóða slíka þjónustu. Fjárfest hefur verið í 50 tækjum til að byrja með sem leigð verða sérstaklega með bílum. Áður hafa leigur boðið upp á geisladiska með slíkum upplýsingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×