Innlent

Steytti á skeri í Berufirði

Betur fór en á horfðist þegar hraðfiskibáturinn Anna var að koma úr róðri í gær og steytti á skeri í Berufirði, með þeim afleiðingum að mikill leki kom að bátnum.

Skipstjórinn ákvað að sigla honum upp í fjöru og kalla eftir aðstoð björgunarsveitar, slökkviliðs og lögreglu, sem komu á vettvang. Þar tókst að þétta bátinn til bráðabirgða og sigla honum til Djúpavogs, sem er heima höfn hans.

Ekki liggur fyrir hversu tjónið er mikið eða hvar verður gert við bátinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×