Erlent

Margra saknað eftir hamfaraflóð í Taílandi

MYND/AP

Óttast er að yfir hundrað manns hafi farist í hamfaraflóðum í Norður-Taílandi í gær. 27 höfðu fundist látnir í gær og margra er saknað. Björgunarmenn á þyrlum og á jörðu reyndu í gær að bjarga fólki sem situr fast á heimilum sínum, í lestum og á víðavangi.

Um 1000 manns hafa verið fluttir í burt en reiknað er með að um 75 þúsund manns hafi orðið fyrir einhverju eignatjóni. Auk skemmda vegna vatnselgsins, hafa aurflóð og trjádrumbar sem fljóta með straumnum valdið miklum usla.

Mesti vatnselgurinn er í Uttaradit-héraði, um 400 kílómetra norður af Bangkok. Flóðin eru afleiðing mikilla rigninga í norðurhluta Taílands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×