Erlent

Eldhaf á flugvelli í Istanbúl

Gífurlegur eldur geisar í byggingu á flugvellinum í Istanbúl. Eldurinn kviknaði í þeim hluta flugstöðvarinnar þar sem vöruflutningar fara fram en hann er í nokkurri fjarlægð frá farþegahluta stöðvarinnar. Þykkan, svartan reyk leggur upp úr byggingunni.

Verið er að koma þúsundum manna út úr flugstöðinni og öllu flugi hefur verið vísað frá flugvellinum. Slökkviliðsmenn reyna þessa stundina að slökkva eldinn af landi og úr lofti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×