Erlent

Athuga hvort fuglaflensa hafi smitast milli manna

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin rannsakar nú hvort átta manna fjölskylda í Indónesíu hafi smitað hvort annað af fuglaflensu. Ef rétt reynist er þetta fyrsta tilfelli þar sem fuglaflensuveiran berst frá manni til manns. Aldrei hafa svo margir á sama stað smitast af fuglaflensunni, en það sem veldur sérstökum áhyggjum starfsmanna alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, er að ekki er vitað til að fólkið hafi komist í snertingu við sýkta fugla eða dýr.

Áfram er leitað að mögulegum dýrasmitbera, en meðan hann finnst ekki eru veikindi fjölskyldunnar meðhöndluð sem stökkbreytt útgáfa af fuglaflensuveirunni, sem getur borist á milli manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×