Erlent

Bandaríkjamenn myndu verja Ísrael

Bush í ræðustóli.
Bush í ræðustóli. MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkjamenn myndu koma til varnar Ísraelsríki ef landið yrði fyrir árás. Þetta sagði hann á fundi hans og Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu í gær.

Bush sagðist fagna áformum Ísraelsmanna um að leita allra friðsælla lausna til samninga um landamæri Ísraelsríkis og ráðlagði Ísraelum að ræða frekar við forseta Palestínu, Mahmoud Abbas, heldur en að eiga samskipti við heimastjórn Palestínu þar sem Hamas-samtökin eru við völd.

Olmert hélt fast við fyrri yfirlýsingar um að engar friðarviðræður myndu eiga sér stað svo lengi sem Hamas sæti fast við sinn keip að viðurkenna ekki Ísraelsríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×