Innlent

Vefur Seltjarnarnesbæjar aðgengilegasti sveitarfélagavefurinn

Vefur Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is, fékk á dögunum vottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá og Öryrkjabandalags Íslands um að standast kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefurinn hlýtur vottun bæði fyrir forgang 1 og 2 og er fyrsti vefurinn á vegum ríkis eða sveitarfélaga til að ná þeim áfanga. Forgangur 1 er lágmarkskrafa um aðgengi fatlaðra að vef en til að fá forgang 2 þarf að uppfylla mun fleiri og ýtarlegri skilyrði.

Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands, opnaði vefinn formlega og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, skýrði við það tækifæri frá þeim aðgerðum sem Seltjarnanesbær hefur ráðist í til að gera sveitarfélagið aðgengilegt öllum. Einnig fór Jóhanna Símonardóttir, framkvæmdastjóri Sjá, yfir hvað felst í vottuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×