Innlent

Ósáttir við starfsumhverfi lögreglumanna

Landssamband lögreglumanna segir að tveir nýlegir dómar bendi til að vægar sé tekið á brotum gegn lögreglumönnum en sýslumönnum.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi mann í gær í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stofnað lífi og heilsu lögreglumanns við skyldustörf í hættu. Deginum áður var maður dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að að hafa stjakað við sýslumanni. Þeim dómi fögnuð lögreglumenn en telja dómana í miklu ósamræmi og spyrja hvort gerður sé stigsmunur á sýslumönnum og lögreglumönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×