Innlent

Glitnir spáir 1,5% hækkun vísitölu neysluverðs

Útlit er fyrir 1,5% hækkun vísitölu neysluverðs á milli apríl og maí. Gengislækkun krónunnar skilar sér hratt í almennt verðlag um þessar mundir og flest leggst á eitt við hækkun verðlags, en þetta kemur fram á vef Glitnis.  Íbúðaverð hækkar enn af krafti þrátt fyrir vaxtahækkun og aukna verðbólgu.

Eldsneytisverð hefur hækkað talsvert frá því síðasta mæling fór fram og hér er reiknað með núverandi verði. Nýir bílar hækka talsvert ásamt ýmsum öðrum innfluttum vörum. Þjónusta og innlendar vörur hækka einnig og einkum vegna mikilla launahækkana undanfarið. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs þann 11. maí næstkomandi kl. 09.00.

Verðbólguskotið skellur á

Verðbólgan mun mælast 7,5% gangi spáin eftir og eykst úr 5,5%. Verðbólgan rýkur því upp og reynist þrefalt verðbólgumarkmið Seðlabankans. Um er að ræða 25. mánuðinn í röð sem verðbólga reynist umfram markmið bankans. Verðbólgan mun sennilega aukast áfram á næstunni og talverð bið er eftir því að hún fari undir efri þolmörkin á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×