Innlent

Íslendingafélag stofnað í Peking

Íslendingafélag var stofnað í Peking í Kína í gær. Ríflega þrjátíu Íslendingar á öllum aldri búa í Peking og er stór hluti þeirra námsmenn. Tilgangur félagsins er meðal annars að halda utan um og efla félagsstarfsemi Íslending í Peking og nágrenni, auk þess að efla og rækta tengsl félagsmanna við Alþýðulýðveldið í Kína eftir því sem tök eru á. Stofnfundur félagsins var haldinn í sendiráði Íslands í Peking en þangað mættu fimmtán manns að því tilefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×