Innlent

Lögð fram drög um hjónaband samkynhneigðra

Á prestastefnu 2006 í dag voru lögð fram drög að ályktun kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar um að staðfesta samvist samkynhneigðra. Drögin verða til umræðu á prestastefnunni. Á prestastefnu árið 2005 var því beint til biskups að fela kenningarnefnd að bregðast við óskinni um að þjóðkirkjan komi að hjúskaparstofnun samkynhneigðra para með hliðstæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða. Í niðurstöðum kenningarnefndar segir að ritningartextar sem nefndir eru í þessari umræðu snerti ekki grundvöll trúarinnar svo að ágreiningur um túlkun þeirra ætti ekki að sundra einingu kirkjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×