Fleiri fréttir Gíslar teknir í höfuðstöðvum öryggisfyrirtækis Vopnaðir menn í lögreglubúningum höfðu á brott með sér starfsfólk úr höfuðstöðvum öryggisgæslufyrirtækis í Bagdad í dag eftir að hafa ruðst inn í fyrirtækið. Talið er að allt að 50 starfsmenn hafi verið teknir í gíslingu. 8.3.2006 17:15 Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent Hlutabréf í Kauphöll Íslands tóku dýfu í morgun, einkum bréf bankanna og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um yfir þrjú prósent í dag. 8.3.2006 16:59 Frumvarp um æskulýðslög lyktar af lögregluríki og ofsóknaræði Nýtt frumvarp um æskulýðslög lyktar af lögregluríki og ofsóknaræði, segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í frumvarpinu er lagt til að allir þeir, sem sæki um vinnu sem varði æskulýðsmál, verði skylt að leggja fram sakavottorð. 8.3.2006 16:53 Veittu styrki til velferðarmála barna 381 þúsund krónur voru veittar til þriggja verkefna sem eiga að hlúa að velferð og hagsmunamálum barna í Hafnarfirði við fyrstu úthlutun úr minningarsjóði hjónanna Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis í dag. 8.3.2006 16:23 Viðgerðir á Þjóðleikhúsi næstar í röðinni Það myndi kosta 1,6 milljarða króna að gera þær viðgerðir á Þjóðleikhúsinu sem þörf krefur, sagði menntamálaráðherra á Alþingi í dag og setti viðgerðir á Þjóðleikhúsinu efstar á forgangslista þegar kemur að menningarstofnunum. 8.3.2006 16:17 Síminn fái greiðslu úr jöfnunarsjóði Síminn á rétt á greiðslu úr jöfnunarsjóði fjarskipta vegna þeirrar skyldu sem stjórnvöld hafa lagt á fyrirtækið um alþjónustu við alla landsmenn, svo sem að tryggja gagnaflutningsþjónustu allt að 128 Kb á sekúndu. 8.3.2006 15:19 Sigurður fær Ásprestakall Séra Sigurður Jónsson verður sóknarprestur í Ásprestakalli. Valnefnd í prestakallinu ákvað á fundi sínum í gær að legja til við dóms- og kirkjumálaráðherra að hann skipaði Sigurð í embættið. 8.3.2006 14:56 Íranar gefa ekkert eftir Íranar gefa ekkert eftir á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem nú fer fram í Vín í Austurríki. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa þrýst mjög á Írana um að láta af áformum sínum um auðgun úrans. 8.3.2006 13:30 Fuglaflensan meiri ógn en alnæmi Banvænn stofn fuglaflensunnar er meiri ógn við mannkynið en alnæmi og allir aðrir smitsjúkdómar sem komið hafa upp. Þetta er mat sérfræðinga við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. 8.3.2006 12:59 Erlend matsfyrirtæki gagnrýnd Greiningardeild Merrill Lynch, eins stærsta verðbréfafyrirtækis í heimi, gagnrýnir erlend matsfyrirtæki og segir að þau hefðu átt að gefa íslensku bönkunum lakara lánshæfismat en þau hafa gefið þeim. 8.3.2006 12:45 3 drengir létust í eldsvoða í Færeyjum Þrír drengir, 6, 9 og 10 ára, fórust í eldsvoða í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi. Eldur kviknaði í parhúsi við Hrafnseyrarveg í bænum en þegar slökkvilið kom á vettvang voru drengirnir allir látnir úr reykeitrun. Tveir þeirra voru bræður en sá þriðji var gestur hjá þeim. Húsráðendur höfðu brugðið sér í kvöldkaffi hjá nágrönnum þegar eldurinn kom upp. 8.3.2006 12:21 Marel frekar í Slóvakíu en á Íslandi Frekari uppbygging hátæknifyrirtækisins Marels verður í Slóvakíu en ekki á Íslandi, vegna óviðunandi skilyrða útflutningsfyrirtækja hér á landi, að sögn forstjóra Marels. 8.3.2006 12:17 Pólitík réð því ekki að Byko fékk lóð í Garðabæ Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. 8.3.2006 12:15 Krónan veikist Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 3% í morgun sem er töluverð breyting á svo skömmum tíma. Telja sérfræðingar að þar valdi að viðskipthallinn hafi reynst meiri en búist var við. 8.3.2006 11:11 11 ára stúlku nauðgað í Bretlandi Bretar eru slegnir óhug eftir að 11 ára stúlku var naugað inni á salerni í matvöruverslun í Lemington Spa í Warwickshire í Bretlandi. Stúlkan var með móður sinni í innkaupaleiðangri fyrir helgi og brá sér á klósettið en þar réðst á hana maður um tvítugt og nauðgaði henni. 8.3.2006 10:45 Íranar verða að hætta öllum kjarnorkurannsóknum Íranar verða að hætta öllum rannsóknum á kjarnorku þegar í stað, eða sæta refsiaðgerðum ella. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu, sem lögð verður fyrir alþjóða kjarnorkumála stofnunina. 8.3.2006 10:30 Kært fyrir einkadans í lokuðu rými Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi nektardansstaðarins Goldfinger í Kópavogi, og tvær erlendar dansmeyjar hafa verið ákærðar fyrir að standa fyrir og sýna einkadans í lokuðu rými á staðnum í október í fyrra. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 8.3.2006 10:15 Tveir ökumenn sluppu ómeiddir Ökumenn tveggja bíla sem ultu seint í gærkvöldi vegn óvæntrar hálku, sluppu ómeiddir en bílarnir eru hins vegar báðir stór skemmdir. 8.3.2006 10:07 Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir styrkt um 5 milljónir í 4 ár Fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum skrifuðu í morgun undir samning um árlegn 5 milljóna króna styrk til næstu 4 ára. Fénu verður varið til þeirra verkefna sem stofnunin sinnir og til að efla hana með markvissum hætti. 8.3.2006 10:00 Mun fleiri fá ríkisborgararétt árlega nú en fyrir 15 árum Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti á vef sínum upplýsingar um veitingu íslensks ríkisfangs. Tölurnar byggja á upplýsingum úr þjóðskrá og sýna fjölda einstaklinga sem fengu íslenskt ríkisfang samkvæmt lögum á árunum 1991 til 2005. Einstaklingum sem hafa fengið íslenskt ríkisfang hefur fjölgað mjög ört á síðustu árum. Árið 2005 voru þeir 726 samborið við 161 árið 1991. 8.3.2006 09:45 Árás á bílalest Einn maður lést í árás á bílalest innanríkisráðherra Íraks nú í morgunsárið. Ráðherrann sjálfur var ekki á staðnum þegar árásin átti sér stað. 18 lík fundust í sendibifreið í vesturhluta Baghdad í nótt. Búið var að binda fyrir augu mannanna 18 og bendir flest til að fjölda aftaka hafi átt sér stað. 8.3.2006 09:30 Hátt í 22 milljónir lítra af áfengi seldir í fyrra Áfengissala hér á landi jókst um tæp 7% milli áranna 2004 og 2005. Um 5% aukningu er að ræða á hvern íbúa 15 ára og eldri sem er með því mesta sem verið hefur á síðustu árum. Seldir voru hátt í 22 milljón lítrar af áfengi á síðasta ári samanborið við rúma 20 árið áður. 8.3.2006 08:45 Kæran jafnast á við skopmyndabirtingu Forstöðumaður Krossins segir að kæra Samtakanna 78 gegn sér jafnist á við lætin útaf birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Hann áréttar skoðun sína um að samkynhneigðir eigi ekki að ala upp börn. 8.3.2006 08:45 Óánægja með nýtt vaktakerfi Trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó lýsir óánægju með nýtt vaktakerfi sem Ásgeir Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins kynnti í gær. Vaktakerfið tekur að óbreyttu gildi 9. apríl. 8.3.2006 08:30 Nefnd um olíuleit Olíuleit á íslenska hluta Jan Myen hryggisns, norðaustur af landinu, gæti hafist strax á næsta ári, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar. Hún ákvað í gær að skipa nefnd ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta, sem málið varðar. 8.3.2006 08:15 Íslensk stjórnvöld ekki staðið við sitt Íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið við þau fyrirheit sem þau gáfu Íslenskri erfðagreiningu og hafa yfirlýsingar þeirra frekar skaðað fyrirtækið en hitt að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins. Kári Stefánsson ver gestur Þorfinns og Rósu á Fréttavaktinni eftir hádegi í gær. Þar sagði hann velvilja stjórnvalda ekki hafa skilað sér til Íslenskrar erfðagreiningar og frekar skaðað það en hitt. 8.3.2006 08:15 Moussaoui hefði geta komið í veg fyrir hryðjuverk Zacarias Moussaoui vissi um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 í smáatriðum og hefði því getað komið í veg fyrir dauða tæplega 3000 manna. Þetta segja saksóknarar í máli hans, sem fara fram á að hann verði tekinn af lífi. 8.3.2006 08:00 Viðgerðum á TF-SIF lokið Viðgerð á minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, lauk í gærkvöldi og er hún nú komin í gagnið eftir langt stopp vegna skorts á varahlutum. Stóra þyrlan verður áfram úr leik fram í miðjan mánuðinn. 8.3.2006 08:00 Eþíópískur maður í farbann Hæstiréttur staðfesti í gær farbann Héraðsdóms yfir eþíópskum manni, sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur barnungum stúlkum. 8.3.2006 07:45 Vatnalög rædd fram á nótt Stjórnarandstöðunni tókst það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að annarri umræðu um ný vatnalög iðnaðarráðherra lyki í gær. Umræðan stóð fram á nótt. 8.3.2006 07:45 Írak ekki á barmi borgarastyrjaldar Írak er ekki á barmi borgarastyrjaldar að mati Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Rumsfeld tjáði sig í gær í fyrsta sinn um ástandið í Írak eftir sprengjuárásina á al-Askari moskuna, sem hratt af stað atburðarrás sem ekki sér fyrir endann á. 8.3.2006 07:45 10 Kínverjinn látinn úr fuglaflensu Tíundi Kínverjinn hefur látist af völdum fuglaflensu. Athuganir á níu ára stúlku sem lést á mánudaginn í austuhluta Kína, hafa leitt í ljós að hún var smituð af H5N1. 8.3.2006 07:30 Gengi hlutabréfa í deCode lækkaði Gengi hlutabréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar féll um 7,4% á Nasdaq markaði vestra í gær, eftir að birtar voru tölur um 4 milljarða króna halla í fyrra. Kári Stefánsson forstjóri segist allt eins líta á hallann sem fjárfestingu. 8.3.2006 07:15 Bandaríkjamenn og Rússar ósammála Vaxandi ágreiningur Bandaríkjamanna og Rússa kom berlega kom í ljós á fundi utanríkisráðherra landanna í gær. Condoleeza Rice og Sergei Lavrov hikuðu ekki við að vera ósammála á blaðamannafundi í Washington í gær, sem er afar óvenjulegt eftir fundi sem þessa. Rice sagðist hafa áhyggjur af lýðræðisþróuninni í Rússlandi, en því svaraði Lavrov með því að Rússar hefðu líka áhyggjur af yfirgangi Bandaríkjamanna í hinum ýmsu málum. 8.3.2006 07:15 18 lík í sendibifreið 18 lík fundust í sendibifreið í vesturhluta Baghdad í nótt. Búið var að binda fyrir augu mannanna 18 og bendir flest til að fjöldaaftaka hafi átt sér stað. 8.3.2006 07:00 Ekki er allt sem sýnist Ekki er allt sem sýnist, segir í yfirskrift ítarlegrar skýrslu, sem verðbréfafyrirtækið Merrill Lynch gaf út í gær og Morgunblaðið greinir frá. Merrill Lynch, sem er eitt stærsta verðbréfafyrirtæki í heimi, gangrýnir matsfyrirtækin Fitch Ratings og Moody´s fyrir lánshæfismat þeirra á íslensku bönkunum og telur að þeir hafi átt að fá lakara mat en fyrirtækin gáfu þeim. 8.3.2006 07:00 Álandvaka í Hljómalind Í kvöld fór fram álandvaka á kaffihúsinu Hljómalind. Aðstandendur andvökunnar vildu með henni efla landann til að virkja hugann. Hugmyndin að ál andvöku kviknaði þegar Húsvíkingar héldu álgleði til að fagna ákvörðun Alcoa um staðsetningu álvers á Bakka. Hingað til hefur skort hugmyndir um atvinnustarfsemi sem gæti komið í stað álvers og því vilja aðstandendur ál andvökunnar ráða bót á. Tilgangur kvöldsins var að fá fólk til að setjast niður og setja hugmyndir á blað sem síðan á að koma til stjórnvalda. 8.3.2006 00:01 Glæsilegur skáksigur Þröstur Þórhallsson bar sigur úr býtum í viðureign sinni við stórmeistarann Shakriyar Mamedyarov sem er einn af fimmtán bestu skákmönnum heims að sögn Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambands Íslands. Þetta er fyrsti sigur Íslendings á stórmeistara með yfir 2700 stig í sjö ár. 7.3.2006 22:52 Ellefu ára stúlku nauðgað Bretar eru slegnir óhug eftir að ellefu ára stúlku var nauðgað inni á salerni í matvöruverslun í Lemington Spa í Warwickshire í Bretlandi. Stúlkan var með móður sinni í innkaupaleiðangri fyrir helgi og brá sér á klósettið en þar réðst á hana maður um tvítugt og nauðgaði henni. 7.3.2006 22:05 Óttist ekki Íslendingum er ekki bráð hætta búin þótt fuglaflensan berist hingað til lands. Þetta segir Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma. Hann segist ekki búast við sýktum farfuglum til landsins fyrr en sjúkdómurinn er búinn að greinast í farfuglum á Bretlandseyjum þar sem flestir íslenskir farfuglar hafi vetursetu þar eða komi þar við á leiðinni. 7.3.2006 21:51 Mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi Fyrirtækið Enex mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi til framleiðslu á raforku með jarðvarmastöð sem er sú fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Framkvæmdir hefjast nú í haust. 7.3.2006 21:23 Óánægja með nýtt vaktakerfi Strætó Trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó lýsir óánægju með nýtt vaktakerfi sem Ásgeir Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins kynnti í morgun. Vaktakerfið tekur að óbreyttu gildi 9. apríl. 7.3.2006 21:20 Ófært að bjóða börnum uppá uppeldi hjá samkynhneigðum pörum Forstöðumaður Krossins segir meiðyrðakæru Samtakanna 78 jafnast á við lætin útaf birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Muhameð spámanni. 7.3.2006 21:18 Íslendingar kaupa meira áfengi Áfengissala hér á landi jókst um tæp 7% á milli áranna 2004 og 2005. Um 5% aukningu er að ræða á hvern íbúa 15 ára og eldri sem er með því mesta sem verið hefur á síðustu árum. 7.3.2006 21:06 Metþátttaka á skákmóti Aldrei hafa fleiri erlendir stórmeistarar tekið þátt í alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu og aldrei fleiri konur. Færri komust að en vildu og tóku sumar konurnar mótið fram yfir heimsmeistaramót kvenna sem haldið er nú á sama tíma. 7.3.2006 21:00 Sjá næstu 50 fréttir
Gíslar teknir í höfuðstöðvum öryggisfyrirtækis Vopnaðir menn í lögreglubúningum höfðu á brott með sér starfsfólk úr höfuðstöðvum öryggisgæslufyrirtækis í Bagdad í dag eftir að hafa ruðst inn í fyrirtækið. Talið er að allt að 50 starfsmenn hafi verið teknir í gíslingu. 8.3.2006 17:15
Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent Hlutabréf í Kauphöll Íslands tóku dýfu í morgun, einkum bréf bankanna og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um yfir þrjú prósent í dag. 8.3.2006 16:59
Frumvarp um æskulýðslög lyktar af lögregluríki og ofsóknaræði Nýtt frumvarp um æskulýðslög lyktar af lögregluríki og ofsóknaræði, segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í frumvarpinu er lagt til að allir þeir, sem sæki um vinnu sem varði æskulýðsmál, verði skylt að leggja fram sakavottorð. 8.3.2006 16:53
Veittu styrki til velferðarmála barna 381 þúsund krónur voru veittar til þriggja verkefna sem eiga að hlúa að velferð og hagsmunamálum barna í Hafnarfirði við fyrstu úthlutun úr minningarsjóði hjónanna Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis í dag. 8.3.2006 16:23
Viðgerðir á Þjóðleikhúsi næstar í röðinni Það myndi kosta 1,6 milljarða króna að gera þær viðgerðir á Þjóðleikhúsinu sem þörf krefur, sagði menntamálaráðherra á Alþingi í dag og setti viðgerðir á Þjóðleikhúsinu efstar á forgangslista þegar kemur að menningarstofnunum. 8.3.2006 16:17
Síminn fái greiðslu úr jöfnunarsjóði Síminn á rétt á greiðslu úr jöfnunarsjóði fjarskipta vegna þeirrar skyldu sem stjórnvöld hafa lagt á fyrirtækið um alþjónustu við alla landsmenn, svo sem að tryggja gagnaflutningsþjónustu allt að 128 Kb á sekúndu. 8.3.2006 15:19
Sigurður fær Ásprestakall Séra Sigurður Jónsson verður sóknarprestur í Ásprestakalli. Valnefnd í prestakallinu ákvað á fundi sínum í gær að legja til við dóms- og kirkjumálaráðherra að hann skipaði Sigurð í embættið. 8.3.2006 14:56
Íranar gefa ekkert eftir Íranar gefa ekkert eftir á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem nú fer fram í Vín í Austurríki. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa þrýst mjög á Írana um að láta af áformum sínum um auðgun úrans. 8.3.2006 13:30
Fuglaflensan meiri ógn en alnæmi Banvænn stofn fuglaflensunnar er meiri ógn við mannkynið en alnæmi og allir aðrir smitsjúkdómar sem komið hafa upp. Þetta er mat sérfræðinga við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. 8.3.2006 12:59
Erlend matsfyrirtæki gagnrýnd Greiningardeild Merrill Lynch, eins stærsta verðbréfafyrirtækis í heimi, gagnrýnir erlend matsfyrirtæki og segir að þau hefðu átt að gefa íslensku bönkunum lakara lánshæfismat en þau hafa gefið þeim. 8.3.2006 12:45
3 drengir létust í eldsvoða í Færeyjum Þrír drengir, 6, 9 og 10 ára, fórust í eldsvoða í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi. Eldur kviknaði í parhúsi við Hrafnseyrarveg í bænum en þegar slökkvilið kom á vettvang voru drengirnir allir látnir úr reykeitrun. Tveir þeirra voru bræður en sá þriðji var gestur hjá þeim. Húsráðendur höfðu brugðið sér í kvöldkaffi hjá nágrönnum þegar eldurinn kom upp. 8.3.2006 12:21
Marel frekar í Slóvakíu en á Íslandi Frekari uppbygging hátæknifyrirtækisins Marels verður í Slóvakíu en ekki á Íslandi, vegna óviðunandi skilyrða útflutningsfyrirtækja hér á landi, að sögn forstjóra Marels. 8.3.2006 12:17
Pólitík réð því ekki að Byko fékk lóð í Garðabæ Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. 8.3.2006 12:15
Krónan veikist Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 3% í morgun sem er töluverð breyting á svo skömmum tíma. Telja sérfræðingar að þar valdi að viðskipthallinn hafi reynst meiri en búist var við. 8.3.2006 11:11
11 ára stúlku nauðgað í Bretlandi Bretar eru slegnir óhug eftir að 11 ára stúlku var naugað inni á salerni í matvöruverslun í Lemington Spa í Warwickshire í Bretlandi. Stúlkan var með móður sinni í innkaupaleiðangri fyrir helgi og brá sér á klósettið en þar réðst á hana maður um tvítugt og nauðgaði henni. 8.3.2006 10:45
Íranar verða að hætta öllum kjarnorkurannsóknum Íranar verða að hætta öllum rannsóknum á kjarnorku þegar í stað, eða sæta refsiaðgerðum ella. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu, sem lögð verður fyrir alþjóða kjarnorkumála stofnunina. 8.3.2006 10:30
Kært fyrir einkadans í lokuðu rými Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi nektardansstaðarins Goldfinger í Kópavogi, og tvær erlendar dansmeyjar hafa verið ákærðar fyrir að standa fyrir og sýna einkadans í lokuðu rými á staðnum í október í fyrra. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 8.3.2006 10:15
Tveir ökumenn sluppu ómeiddir Ökumenn tveggja bíla sem ultu seint í gærkvöldi vegn óvæntrar hálku, sluppu ómeiddir en bílarnir eru hins vegar báðir stór skemmdir. 8.3.2006 10:07
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir styrkt um 5 milljónir í 4 ár Fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum skrifuðu í morgun undir samning um árlegn 5 milljóna króna styrk til næstu 4 ára. Fénu verður varið til þeirra verkefna sem stofnunin sinnir og til að efla hana með markvissum hætti. 8.3.2006 10:00
Mun fleiri fá ríkisborgararétt árlega nú en fyrir 15 árum Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti á vef sínum upplýsingar um veitingu íslensks ríkisfangs. Tölurnar byggja á upplýsingum úr þjóðskrá og sýna fjölda einstaklinga sem fengu íslenskt ríkisfang samkvæmt lögum á árunum 1991 til 2005. Einstaklingum sem hafa fengið íslenskt ríkisfang hefur fjölgað mjög ört á síðustu árum. Árið 2005 voru þeir 726 samborið við 161 árið 1991. 8.3.2006 09:45
Árás á bílalest Einn maður lést í árás á bílalest innanríkisráðherra Íraks nú í morgunsárið. Ráðherrann sjálfur var ekki á staðnum þegar árásin átti sér stað. 18 lík fundust í sendibifreið í vesturhluta Baghdad í nótt. Búið var að binda fyrir augu mannanna 18 og bendir flest til að fjölda aftaka hafi átt sér stað. 8.3.2006 09:30
Hátt í 22 milljónir lítra af áfengi seldir í fyrra Áfengissala hér á landi jókst um tæp 7% milli áranna 2004 og 2005. Um 5% aukningu er að ræða á hvern íbúa 15 ára og eldri sem er með því mesta sem verið hefur á síðustu árum. Seldir voru hátt í 22 milljón lítrar af áfengi á síðasta ári samanborið við rúma 20 árið áður. 8.3.2006 08:45
Kæran jafnast á við skopmyndabirtingu Forstöðumaður Krossins segir að kæra Samtakanna 78 gegn sér jafnist á við lætin útaf birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Hann áréttar skoðun sína um að samkynhneigðir eigi ekki að ala upp börn. 8.3.2006 08:45
Óánægja með nýtt vaktakerfi Trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó lýsir óánægju með nýtt vaktakerfi sem Ásgeir Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins kynnti í gær. Vaktakerfið tekur að óbreyttu gildi 9. apríl. 8.3.2006 08:30
Nefnd um olíuleit Olíuleit á íslenska hluta Jan Myen hryggisns, norðaustur af landinu, gæti hafist strax á næsta ári, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar. Hún ákvað í gær að skipa nefnd ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta, sem málið varðar. 8.3.2006 08:15
Íslensk stjórnvöld ekki staðið við sitt Íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið við þau fyrirheit sem þau gáfu Íslenskri erfðagreiningu og hafa yfirlýsingar þeirra frekar skaðað fyrirtækið en hitt að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins. Kári Stefánsson ver gestur Þorfinns og Rósu á Fréttavaktinni eftir hádegi í gær. Þar sagði hann velvilja stjórnvalda ekki hafa skilað sér til Íslenskrar erfðagreiningar og frekar skaðað það en hitt. 8.3.2006 08:15
Moussaoui hefði geta komið í veg fyrir hryðjuverk Zacarias Moussaoui vissi um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 í smáatriðum og hefði því getað komið í veg fyrir dauða tæplega 3000 manna. Þetta segja saksóknarar í máli hans, sem fara fram á að hann verði tekinn af lífi. 8.3.2006 08:00
Viðgerðum á TF-SIF lokið Viðgerð á minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, lauk í gærkvöldi og er hún nú komin í gagnið eftir langt stopp vegna skorts á varahlutum. Stóra þyrlan verður áfram úr leik fram í miðjan mánuðinn. 8.3.2006 08:00
Eþíópískur maður í farbann Hæstiréttur staðfesti í gær farbann Héraðsdóms yfir eþíópskum manni, sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur barnungum stúlkum. 8.3.2006 07:45
Vatnalög rædd fram á nótt Stjórnarandstöðunni tókst það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að annarri umræðu um ný vatnalög iðnaðarráðherra lyki í gær. Umræðan stóð fram á nótt. 8.3.2006 07:45
Írak ekki á barmi borgarastyrjaldar Írak er ekki á barmi borgarastyrjaldar að mati Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Rumsfeld tjáði sig í gær í fyrsta sinn um ástandið í Írak eftir sprengjuárásina á al-Askari moskuna, sem hratt af stað atburðarrás sem ekki sér fyrir endann á. 8.3.2006 07:45
10 Kínverjinn látinn úr fuglaflensu Tíundi Kínverjinn hefur látist af völdum fuglaflensu. Athuganir á níu ára stúlku sem lést á mánudaginn í austuhluta Kína, hafa leitt í ljós að hún var smituð af H5N1. 8.3.2006 07:30
Gengi hlutabréfa í deCode lækkaði Gengi hlutabréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar féll um 7,4% á Nasdaq markaði vestra í gær, eftir að birtar voru tölur um 4 milljarða króna halla í fyrra. Kári Stefánsson forstjóri segist allt eins líta á hallann sem fjárfestingu. 8.3.2006 07:15
Bandaríkjamenn og Rússar ósammála Vaxandi ágreiningur Bandaríkjamanna og Rússa kom berlega kom í ljós á fundi utanríkisráðherra landanna í gær. Condoleeza Rice og Sergei Lavrov hikuðu ekki við að vera ósammála á blaðamannafundi í Washington í gær, sem er afar óvenjulegt eftir fundi sem þessa. Rice sagðist hafa áhyggjur af lýðræðisþróuninni í Rússlandi, en því svaraði Lavrov með því að Rússar hefðu líka áhyggjur af yfirgangi Bandaríkjamanna í hinum ýmsu málum. 8.3.2006 07:15
18 lík í sendibifreið 18 lík fundust í sendibifreið í vesturhluta Baghdad í nótt. Búið var að binda fyrir augu mannanna 18 og bendir flest til að fjöldaaftaka hafi átt sér stað. 8.3.2006 07:00
Ekki er allt sem sýnist Ekki er allt sem sýnist, segir í yfirskrift ítarlegrar skýrslu, sem verðbréfafyrirtækið Merrill Lynch gaf út í gær og Morgunblaðið greinir frá. Merrill Lynch, sem er eitt stærsta verðbréfafyrirtæki í heimi, gangrýnir matsfyrirtækin Fitch Ratings og Moody´s fyrir lánshæfismat þeirra á íslensku bönkunum og telur að þeir hafi átt að fá lakara mat en fyrirtækin gáfu þeim. 8.3.2006 07:00
Álandvaka í Hljómalind Í kvöld fór fram álandvaka á kaffihúsinu Hljómalind. Aðstandendur andvökunnar vildu með henni efla landann til að virkja hugann. Hugmyndin að ál andvöku kviknaði þegar Húsvíkingar héldu álgleði til að fagna ákvörðun Alcoa um staðsetningu álvers á Bakka. Hingað til hefur skort hugmyndir um atvinnustarfsemi sem gæti komið í stað álvers og því vilja aðstandendur ál andvökunnar ráða bót á. Tilgangur kvöldsins var að fá fólk til að setjast niður og setja hugmyndir á blað sem síðan á að koma til stjórnvalda. 8.3.2006 00:01
Glæsilegur skáksigur Þröstur Þórhallsson bar sigur úr býtum í viðureign sinni við stórmeistarann Shakriyar Mamedyarov sem er einn af fimmtán bestu skákmönnum heims að sögn Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambands Íslands. Þetta er fyrsti sigur Íslendings á stórmeistara með yfir 2700 stig í sjö ár. 7.3.2006 22:52
Ellefu ára stúlku nauðgað Bretar eru slegnir óhug eftir að ellefu ára stúlku var nauðgað inni á salerni í matvöruverslun í Lemington Spa í Warwickshire í Bretlandi. Stúlkan var með móður sinni í innkaupaleiðangri fyrir helgi og brá sér á klósettið en þar réðst á hana maður um tvítugt og nauðgaði henni. 7.3.2006 22:05
Óttist ekki Íslendingum er ekki bráð hætta búin þótt fuglaflensan berist hingað til lands. Þetta segir Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma. Hann segist ekki búast við sýktum farfuglum til landsins fyrr en sjúkdómurinn er búinn að greinast í farfuglum á Bretlandseyjum þar sem flestir íslenskir farfuglar hafi vetursetu þar eða komi þar við á leiðinni. 7.3.2006 21:51
Mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi Fyrirtækið Enex mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi til framleiðslu á raforku með jarðvarmastöð sem er sú fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Framkvæmdir hefjast nú í haust. 7.3.2006 21:23
Óánægja með nýtt vaktakerfi Strætó Trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó lýsir óánægju með nýtt vaktakerfi sem Ásgeir Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins kynnti í morgun. Vaktakerfið tekur að óbreyttu gildi 9. apríl. 7.3.2006 21:20
Ófært að bjóða börnum uppá uppeldi hjá samkynhneigðum pörum Forstöðumaður Krossins segir meiðyrðakæru Samtakanna 78 jafnast á við lætin útaf birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Muhameð spámanni. 7.3.2006 21:18
Íslendingar kaupa meira áfengi Áfengissala hér á landi jókst um tæp 7% á milli áranna 2004 og 2005. Um 5% aukningu er að ræða á hvern íbúa 15 ára og eldri sem er með því mesta sem verið hefur á síðustu árum. 7.3.2006 21:06
Metþátttaka á skákmóti Aldrei hafa fleiri erlendir stórmeistarar tekið þátt í alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu og aldrei fleiri konur. Færri komust að en vildu og tóku sumar konurnar mótið fram yfir heimsmeistaramót kvenna sem haldið er nú á sama tíma. 7.3.2006 21:00