Innlent

Glæsilegur skáksigur

MYND/Pjetur Sigurðsson

Þröstur Þórhallsson bar sigur úr býtum í viðureign sinni við stórmeistarann Shakriyar Mamedyarov, sem er einn af fimmtán bestu skákmönnum heims, að sögn Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambands Íslands. Þetta er fyrsti sigur Íslendings á stórmeistara með yfir 2700 stig í sjö ár.

Mamedyarov kemur frá Aserbædjan, frá sömu borg og skákmaðurinn góðkunni Kasparov. Hann er eini skákmaðurinn sem hefur í tvígang orðið heimsmeistari unglinga, en hann er handhafi þess titils sem stendur. Vænta má að hann blandi sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×