Innlent

Íslendingar kaupa meira áfengi

MYND/Hörður

Áfengissala hér á landi jókst um tæp 7% á milli áranna 2004 og 2005. Um 5% aukningu er að ræða á hvern íbúa 15 ára og eldri sem er með því mesta sem verið hefur á síðustu árum.

Seldir voru hátt í 22 milljónir lítrar af áfengi á síðasta ári samanborið við rúma tuttug árið áður. Þetta kemur fram í Hagtíðindum en þar segir einnig að sala á léttu víni aukist stöðugt hér á landi og þá sérstaklega mikið síðustu þrjú árin. Sala á sterku víni jókst einnig á síðsta ári frá fyrra ári en það er ólíkt þeirri þróun sem hefur verið árin þar á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×